Antony skrópaði á æfingu | United undirbýr 100 milljóna tilboð Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2022 10:30 Antony vann hollenska meistaratitilinn 2021 og 2022 undir stjórn Eriks ten Hag, þjálfara United, þegar þeir unnu saman hjá Ajax í Amsterdam. Dean Mouhtaropoulos/Getty Images Brasilíski kantmaðurinn Antony, sem leikur með Ajax í Hollandi, vill endurnýja kynnin við Erik ten Hag, þjálfara Manchester United. Hollenskir miðlar segja hann hafa skrópað á æfingu í gær eftir að félagið hafnaði 80 milljón evra boði frá United í kappann. Hollensku miðlarnir De Toekomst og De Telegraaf greina báðir frá því að Antony hafi ekki mætt á æfingu í gær, aðeins degi eftir að Ajax á að hafa hafnað 80 milljón evra boði frá United. Antony leikur ýmist sem hægri eða vinstri kantmaður og er ten Hag sagður spenntur fyrir að fá hann til Manchester-borgar. Ten Hag var þjálfari Antonys frá 2020 þar til í sumar þegar hann hætti með Ajax til að taka við United. Greint er frá því að Manchester United undirbúi nú 100 milljón evra tilboð, rúmlega 14 milljarða króna, í þann brasilíska í von um að freista hollenska félagsins. Antony yrði annar leikmaðurinn sem ten Hag fær til United frá Ajax en argentínski miðvörðurinn Lisandro Martínez samdi fyrr í sumar. Þá hefur United einnig fest kaup á Christian Eriksen, sem lék áður með Ajax, og Hollendingnum Tyrell Malacia frá Feyenoord í Hollandi. Aðeins á þá eftir að ganga frá örfáum smáatriðum í kaupum félagsins á landa Antonys, Casemiro, sem kemur frá Real Madríd á Spáni fyrir 70 milljónir evra, tæplega 10 milljarða króna. Manchester United hefur farið agalega af stað í ensku úrvalsdeildinni en liðið situr á botni deildarinnar án stiga eftir töp fyrir Brighton og Brentford í fyrstu tveimur leikjunum. Liðið mætir Liverpool á mánudagskvöldið. Hollenski boltinn Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Hollensku miðlarnir De Toekomst og De Telegraaf greina báðir frá því að Antony hafi ekki mætt á æfingu í gær, aðeins degi eftir að Ajax á að hafa hafnað 80 milljón evra boði frá United. Antony leikur ýmist sem hægri eða vinstri kantmaður og er ten Hag sagður spenntur fyrir að fá hann til Manchester-borgar. Ten Hag var þjálfari Antonys frá 2020 þar til í sumar þegar hann hætti með Ajax til að taka við United. Greint er frá því að Manchester United undirbúi nú 100 milljón evra tilboð, rúmlega 14 milljarða króna, í þann brasilíska í von um að freista hollenska félagsins. Antony yrði annar leikmaðurinn sem ten Hag fær til United frá Ajax en argentínski miðvörðurinn Lisandro Martínez samdi fyrr í sumar. Þá hefur United einnig fest kaup á Christian Eriksen, sem lék áður með Ajax, og Hollendingnum Tyrell Malacia frá Feyenoord í Hollandi. Aðeins á þá eftir að ganga frá örfáum smáatriðum í kaupum félagsins á landa Antonys, Casemiro, sem kemur frá Real Madríd á Spáni fyrir 70 milljónir evra, tæplega 10 milljarða króna. Manchester United hefur farið agalega af stað í ensku úrvalsdeildinni en liðið situr á botni deildarinnar án stiga eftir töp fyrir Brighton og Brentford í fyrstu tveimur leikjunum. Liðið mætir Liverpool á mánudagskvöldið.
Hollenski boltinn Enski boltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira