Var ranglega úrskurðuð í bann fyrir úrslitaleikinn Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2022 12:01 Lara Kristín Pedersen, leikmaður Vals, var ranglega úrskurðuð í bann en þeirri ákvörðun hefur verið snúið við. Vísir/Hulda Margrét Lára Kristín Pedersen, leikmaður Íslandsmeistara Vals, má spila með liðinu í komandi úrslitaleik í Mjólkubikar kvenna. Hún var ranglega úrskurðuð í bann í vikunni og þeirri ákvörðun hefur verið snúið við. Lára Kristín fékk gult spjald gegn fyrrum liðsfélögum sínum í Stjörnunni þegar Valur vann 3-1 sigur í undanúrslitum keppninnar föstudaginn 12. ágúst. Það var annað gula spjald hennar í keppninni, en hún fékk einnig áminningu gegn öðrum fyrrum liðsfélögunum sínum í KR, þar sem Valur vann 3-0 sigur í 8-liða úrslitum. Hún var því úrskurðuð í eins leiks bann, í úrslitaleiknum, á fundi aga- og úrskurðanefndar KSÍ þann 16. ágúst síðastliðinn. Sú ákvörðun átti hins vegar ekki rétt á sér, þar sem gul spjöld í keppninni strikast út eftir 8-liða úrslit til að koma í veg fyrir nákvæmlega þetta - að leikmenn eigi ekki á hættu að fara í leikbann í úrslitum keppninnar fái þeir gult spjald í undanúrslitunum. KSÍ tilkynnti á heimasíðu sinni að banninu hefði því verið snúið við á aukafundi aga- og úrskurðarnefndar í fyrradag, 18. ágúst. Valur mætir Breiðabliki í úrslitum bikarkeppninnar á Laugardalsvelli næsta laugardag, 27. ágúst, klukkan 16:00. Tilkynning KSÍ Þar sem áminning (gult spjald) Láru Kristínar í leik gegn KR telur ekki að loknum 8 liða úrslitum, hefur í för með sér að Lára hefði með réttu ekki átt að vera úrskurðuð í 1 leiks bann á fundi aga- og úrskurðarnefndar þann 16. ágúst sl. Á aukafundi sínum í dag 18. ágúst, leiðrétti aga- og úrskurðarnefndar því úrskurð sinn frá 16. ágúst og felldi úr gildi leikbann Láru Kristínar Pedersen. Ákvæði 8.3. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál er svohljóðandi: Ef augljóst er, að kveðinn hafi verið upp rangur úrskurður varðandi agamál vegna villandi eða rangra upplýsinga í skýrslu dómara og/eða eftirlitsmanns eða rangrar/ófullnægjandi skráningar eða ef rangar upplýsingar hafa borist skrifstofu KSÍ, þá skal aga- og úrskurðarnefndin halda aukafund sbr. gr. 5.2. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál, og leiðrétta úrskurð eða kveða upp nýjan. Mjólkurbikar kvenna Valur KSÍ Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Lára Kristín fékk gult spjald gegn fyrrum liðsfélögum sínum í Stjörnunni þegar Valur vann 3-1 sigur í undanúrslitum keppninnar föstudaginn 12. ágúst. Það var annað gula spjald hennar í keppninni, en hún fékk einnig áminningu gegn öðrum fyrrum liðsfélögunum sínum í KR, þar sem Valur vann 3-0 sigur í 8-liða úrslitum. Hún var því úrskurðuð í eins leiks bann, í úrslitaleiknum, á fundi aga- og úrskurðanefndar KSÍ þann 16. ágúst síðastliðinn. Sú ákvörðun átti hins vegar ekki rétt á sér, þar sem gul spjöld í keppninni strikast út eftir 8-liða úrslit til að koma í veg fyrir nákvæmlega þetta - að leikmenn eigi ekki á hættu að fara í leikbann í úrslitum keppninnar fái þeir gult spjald í undanúrslitunum. KSÍ tilkynnti á heimasíðu sinni að banninu hefði því verið snúið við á aukafundi aga- og úrskurðarnefndar í fyrradag, 18. ágúst. Valur mætir Breiðabliki í úrslitum bikarkeppninnar á Laugardalsvelli næsta laugardag, 27. ágúst, klukkan 16:00. Tilkynning KSÍ Þar sem áminning (gult spjald) Láru Kristínar í leik gegn KR telur ekki að loknum 8 liða úrslitum, hefur í för með sér að Lára hefði með réttu ekki átt að vera úrskurðuð í 1 leiks bann á fundi aga- og úrskurðarnefndar þann 16. ágúst sl. Á aukafundi sínum í dag 18. ágúst, leiðrétti aga- og úrskurðarnefndar því úrskurð sinn frá 16. ágúst og felldi úr gildi leikbann Láru Kristínar Pedersen. Ákvæði 8.3. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál er svohljóðandi: Ef augljóst er, að kveðinn hafi verið upp rangur úrskurður varðandi agamál vegna villandi eða rangra upplýsinga í skýrslu dómara og/eða eftirlitsmanns eða rangrar/ófullnægjandi skráningar eða ef rangar upplýsingar hafa borist skrifstofu KSÍ, þá skal aga- og úrskurðarnefndin halda aukafund sbr. gr. 5.2. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál, og leiðrétta úrskurð eða kveða upp nýjan.
Mjólkurbikar kvenna Valur KSÍ Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira