Hágrét eftir að hann sjokkeraði UFC-heiminn um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2022 11:00 Leon Edwards átti erfitt með sig eftir að sigurinn var í höfn. Getty/Alex Goodlett Leon Edwards er nýr heimsmeistari í veltivigt UFC eða sama þyngdarflokki og íslenski bardagakappinn Gunnar Nelson keppir í. Það er þó auðvelt að segja að sigur Edwards um helgina hafi komið mikið á óvart. Edwards var að keppa við Kamaru Usman í bardaga fyrir heimsmeistaratitlinum og sjokkeraði UFC-heiminn með ótrúlegum tilþrifum sínum undir lokin. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Kamaru Usman hafði þangað til verið með talsverða yfirburði í bardaganum og ljóst að það þyrfti eitthvað mikið að gerast til að hann héldi ekki heimsmeistaratitlinum í veltivigt. Usman hafði haldið beltinu frá því í mars 2019. Edwards tókst hins vegar að ná frábæru hásparki þegar tæp mínúta var eftir af bardaganum. Sparkið steinrotaði Usman og tryggði honum heimsmeistaratitilinn. Eins og sjá má á viðbrögðunum hér fyrir neðan þá kom þetta mikið á óvart. View this post on Instagram A post shared by UFC Europe (@ufceurope) Usman hafði fyrir þennan bardaga unnið sex bardaga í röð þar sem heimsmeistaratitilinn var undir og það bjuggust flestir því við enn einum sigrinum eins og stefndi vissulega í. Strax eftir bardagann var Edwards tekinn í viðtal í búrinu og þar fór hann á kostum eins og má sjá hér fyrir neðan. „Þetta hafa verið fjögur löng ár. Það sögðu allir að ég gæti ekki náð þessu. Horfið á mig nú,“ sagði Leon Edwards meðal annars á meðan hann horfði beint í myndavélina. Myndbandið vakti ekkert síður athygli heldur en lokasparkið. View this post on Instagram A post shared by UFC (@ufc) Það fór líka ekkert framhjá neinum að Leon Edwards sjokkeraði UFC-heiminn með þessum sigri sínum því flestir spekingarnir horfðu gapandi á þegar Usman lá eftir í gólfinu. Fyrir aðeins þremur árum vann hann bardaga á móti Gunnar Nelson í London þar sem dómararnir voru ekki sammála um sigurvegara en Edwards fékk fleiri stig. Eftir bardagann átti Leon síðan mjög tilfinningaríkt samtal við fjölskyldu sína í gegnum síma en það má sjá hér fyrir neðan. Edwards hreinlega hágrét þegar hann heyrði í sínu fólki. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) MMA Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Sjá meira
Edwards var að keppa við Kamaru Usman í bardaga fyrir heimsmeistaratitlinum og sjokkeraði UFC-heiminn með ótrúlegum tilþrifum sínum undir lokin. View this post on Instagram A post shared by Sports Illustrated (@sportsillustrated) Kamaru Usman hafði þangað til verið með talsverða yfirburði í bardaganum og ljóst að það þyrfti eitthvað mikið að gerast til að hann héldi ekki heimsmeistaratitlinum í veltivigt. Usman hafði haldið beltinu frá því í mars 2019. Edwards tókst hins vegar að ná frábæru hásparki þegar tæp mínúta var eftir af bardaganum. Sparkið steinrotaði Usman og tryggði honum heimsmeistaratitilinn. Eins og sjá má á viðbrögðunum hér fyrir neðan þá kom þetta mikið á óvart. View this post on Instagram A post shared by UFC Europe (@ufceurope) Usman hafði fyrir þennan bardaga unnið sex bardaga í röð þar sem heimsmeistaratitilinn var undir og það bjuggust flestir því við enn einum sigrinum eins og stefndi vissulega í. Strax eftir bardagann var Edwards tekinn í viðtal í búrinu og þar fór hann á kostum eins og má sjá hér fyrir neðan. „Þetta hafa verið fjögur löng ár. Það sögðu allir að ég gæti ekki náð þessu. Horfið á mig nú,“ sagði Leon Edwards meðal annars á meðan hann horfði beint í myndavélina. Myndbandið vakti ekkert síður athygli heldur en lokasparkið. View this post on Instagram A post shared by UFC (@ufc) Það fór líka ekkert framhjá neinum að Leon Edwards sjokkeraði UFC-heiminn með þessum sigri sínum því flestir spekingarnir horfðu gapandi á þegar Usman lá eftir í gólfinu. Fyrir aðeins þremur árum vann hann bardaga á móti Gunnar Nelson í London þar sem dómararnir voru ekki sammála um sigurvegara en Edwards fékk fleiri stig. Eftir bardagann átti Leon síðan mjög tilfinningaríkt samtal við fjölskyldu sína í gegnum síma en það má sjá hér fyrir neðan. Edwards hreinlega hágrét þegar hann heyrði í sínu fólki. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
MMA Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Varð að hætta keppni í úrslitaleiknum Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Messi í argentínska landsliðshópnum Ungur körfuboltamaður drukknaði Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ Neymar hágrét eftir skell gegn Coutinho og félögum María mætt til frönsku nýliðanna Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Sjá meira