Laura Whitmore segir skilið við Love Island Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2022 23:14 Laura Whitmore hyggst snúa sér að öðrum verkefnum í haust. Getty/David M. Benett Laura Whitmore, stjórnandi og kynnir hins gífurvinsæla stefnumótaþáttar Love Island, hefur ákveðið að leita á ný mið og segja skilið við þáttinn. Whitmore hefur verið kynnir þáttarins undanfarin tvö ár. Þetta tilkynnti Whitmore á Instagram en hún skrifar í færslunni að ákveðnir hlutir í framleiðsluferlinu hafi reynst henni mjög erfiðir. Aðeins nokkrar vikur eru síðan síðasta sería þáttanna kláraðist. „Smá fréttir!“ skrifar Whitmore í færslunni. „Ég verð ekki kynnir næstu seríu Love Island. Ákveðnir þættir í framleiðsluferlinu hafa verið mér mjög erfiðir en þeim er ekki hægt að breyta vegna eðlis þáttanna, til dæmis að þurfa að fljúga fram og til baka frá Suður-Afríku samhliða öðrum verkefnum mínum,“ skrifar Whitmore. „Ég vildi að ég gæti haldið áfram en bara svo þið vitið þá eruð þið í öruggum höndum. Ætlun mín var aðeins að koma inn fyrir Caroline í eina seríu sem varð að þremur. Ég vona að ég hafi gert þig stolta Caroline.“ View this post on Instagram A post shared by Laura (@thewhitmore) Whitmore gekk til liðs við þættina tímabundið eftir að Caroline Flack, sem áður var kynnir þeirra, var handtekin ákærð fyrir að beita maka sinn ofbeldi. Eftir að Flack féll fyrir eigin hendi árið 2020 lengdist dvöl Whitmore í þáttunum. Whitmore tilkynnti nýlega að hún muni stíga á leiksviðið í West End í september þegar sýningin 2:22 A Ghost Story verður sett þar upp. ITV2, sjónvarpsstöðin sem framleiðir Love Island, þakkar Whitmore fyrir samveruna í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum og bætir við að framleiðendur virði ákvörðun hennar. Þeir hlakki til að sjá hana í öðrum verkefnum hjá ITV2. Nýjasta sería Love Island var gríðarlega vinsæl og horfðu meira en 3,4 milljónir manna á lokaþáttinn, en fleiri hafa ekki fylgst með þáttunum síðan 2019. ITV greindi þá frá því að horft hafi verið á nýjustu seríuna oftar en 250 milljón sinnum á streymisveitu ITV. Love Island mun snúa aftur á sjónvarpsskjáinn í byrjun næsta árs. Bíó og sjónvarp Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira
Þetta tilkynnti Whitmore á Instagram en hún skrifar í færslunni að ákveðnir hlutir í framleiðsluferlinu hafi reynst henni mjög erfiðir. Aðeins nokkrar vikur eru síðan síðasta sería þáttanna kláraðist. „Smá fréttir!“ skrifar Whitmore í færslunni. „Ég verð ekki kynnir næstu seríu Love Island. Ákveðnir þættir í framleiðsluferlinu hafa verið mér mjög erfiðir en þeim er ekki hægt að breyta vegna eðlis þáttanna, til dæmis að þurfa að fljúga fram og til baka frá Suður-Afríku samhliða öðrum verkefnum mínum,“ skrifar Whitmore. „Ég vildi að ég gæti haldið áfram en bara svo þið vitið þá eruð þið í öruggum höndum. Ætlun mín var aðeins að koma inn fyrir Caroline í eina seríu sem varð að þremur. Ég vona að ég hafi gert þig stolta Caroline.“ View this post on Instagram A post shared by Laura (@thewhitmore) Whitmore gekk til liðs við þættina tímabundið eftir að Caroline Flack, sem áður var kynnir þeirra, var handtekin ákærð fyrir að beita maka sinn ofbeldi. Eftir að Flack féll fyrir eigin hendi árið 2020 lengdist dvöl Whitmore í þáttunum. Whitmore tilkynnti nýlega að hún muni stíga á leiksviðið í West End í september þegar sýningin 2:22 A Ghost Story verður sett þar upp. ITV2, sjónvarpsstöðin sem framleiðir Love Island, þakkar Whitmore fyrir samveruna í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum og bætir við að framleiðendur virði ákvörðun hennar. Þeir hlakki til að sjá hana í öðrum verkefnum hjá ITV2. Nýjasta sería Love Island var gríðarlega vinsæl og horfðu meira en 3,4 milljónir manna á lokaþáttinn, en fleiri hafa ekki fylgst með þáttunum síðan 2019. ITV greindi þá frá því að horft hafi verið á nýjustu seríuna oftar en 250 milljón sinnum á streymisveitu ITV. Love Island mun snúa aftur á sjónvarpsskjáinn í byrjun næsta árs.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira