Íbúðin er tveggja til þriggja herbergja með einu svefnherbergi og er samkvæmt þjóðskrá 61,5 fermetrar. Fram kemur í auglýsingu á fasteignavef Vísis að hún sé þó í raun stærri þar sem með henni fylgi risloft með um 25 fermetra gólffleti þó aðeins 3,4 fermetrar af þeim séu skráðir. Gengið er upp í risið af gangi íbúðarinnar.
Þá segir í auglýsingunni að íbúðin hafi verið endurnýjuð að hluta, til dæmis baðherbergið. Þá sé stofna rúmgóð og björt en úr henni er útgangur á nokkuð stórar svalir sem snúa til vesturs.
Íbúðin er sett á 54,9 milljónir króna, brunabótamat nemur rúmum 29 milljónum og fasteignamat tæpum 36 milljónum króna. Af myndum að dæma eru þrjár íbúðir í húsinu sem var byggt árið 1961.









