Engar pappaskeiðar með skyri frá MS í Hollandi Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 24. ágúst 2022 08:50 Skyrið og tréskeiðin sem fæst í Hollandi. Aðsent Pappaskeiðar sem fylgja skyri frá Ísey skyr hafa verið umdeildar um nokkurt skeið, það sama má segja um tréskeiðar sem hafa dúkkað upp á síðustu misserum. Þó virðast pappaskeiðarnar valda sérstökum ama ef marka má ummæli netverja. Á dögunum barst Vísi ábending þess efnis að annars staðar í Evrópu væri boðið upp á tréskeiðar með skyrinu í stað þeirra úr pappa sem Íslendingar kannast við. Nokkur óánægja hefur ríkt hér á landi vegna breytinga í kjölfar tilskipunar frá Evrópusambandinu gerða til þess að minnka plast í sjónum. Þetta hafði það í för með sér að ekki var lengur hægt að fá ýmsar vörur með aukahlutum úr plasti eins og þekkt hafði verið lengi heldur aðeins úr pappa. Dæmi um þær vörur sem tóku breytingum er hin ástsæla Kókómjólk og Ísey skyr. Einhver munur virðist þó ríkja á milli landa hvað varðar skeiðarnar sem fylgja með skyrinu en tréskeiðar fylgja skyrinu í Hollandi í stað pappaskeiða. Í skriflegu svari til fréttastofu vegna málsins segir Erna Erlendsdóttir sölu- og markaðsstjóri á erlendum markaði hjá Mjólkursamsölunni pappaskeiðarnar henta illa til útflutnings. „Pappaskeiðin hentar illa erlendis þar sem skyrið fer bæði lengri leið í flutningum og veltuhraðinn úr verslunum á skyrinu ekki sá sami og hér heima, þá sérstaklega í minni verslunum erlendis og kælingin til lengri tíma á pappaskeiðinni kemur sér ekki vel og því var ákveðið að notast við tréskeið,“ segir Erna. Breytingarnar sem urðu á aukahlutum úr plasti.Vísir/Óttar Þó sé búið að fjarlægja skeiðina og lokið af skyri í verslunum erlendis og stærri verslunarkeðjur hafi gripið til þess að bjóða upp á skeiðar í versluninni fyrir þá sem ætli ekki að taka skyrið með sér heim og borða þar. Á svörum Ernu að dæma virðist pappaskeiðin aðeins eiga að stoppa stutt og framtíðin bjóði mögulega upp á skyrdollur án skeiða og auka plasts. Aðalsteinn H. Magnússon, sölu- og markaðsstjóri á innlendum markaði hjá Mjólkursamsölunni segir annarra lausna en pappa- og tréskeiða hafa verið leitað síðan síðasta sumar þegar umbúðunum var breytt og leit standi enn yfir. „Við höfum fengið allskonar lausnir frá birgjum og fengum í aðdraganda þess að það mátti ekki nota plastskeiðarnar. Þessi pappaskeið sem varð fyrir valinu á endanum kom best út í prófunum hjá okkur. Við erum bara alveg síðan síðasta sumar, á fullu að finna nýjar lausnir og þær hafa bara ekki alveg borist,“ segir Aðalsteinn. Matur Íslendingar erlendis Holland Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Nokkur óánægja hefur ríkt hér á landi vegna breytinga í kjölfar tilskipunar frá Evrópusambandinu gerða til þess að minnka plast í sjónum. Þetta hafði það í för með sér að ekki var lengur hægt að fá ýmsar vörur með aukahlutum úr plasti eins og þekkt hafði verið lengi heldur aðeins úr pappa. Dæmi um þær vörur sem tóku breytingum er hin ástsæla Kókómjólk og Ísey skyr. Einhver munur virðist þó ríkja á milli landa hvað varðar skeiðarnar sem fylgja með skyrinu en tréskeiðar fylgja skyrinu í Hollandi í stað pappaskeiða. Í skriflegu svari til fréttastofu vegna málsins segir Erna Erlendsdóttir sölu- og markaðsstjóri á erlendum markaði hjá Mjólkursamsölunni pappaskeiðarnar henta illa til útflutnings. „Pappaskeiðin hentar illa erlendis þar sem skyrið fer bæði lengri leið í flutningum og veltuhraðinn úr verslunum á skyrinu ekki sá sami og hér heima, þá sérstaklega í minni verslunum erlendis og kælingin til lengri tíma á pappaskeiðinni kemur sér ekki vel og því var ákveðið að notast við tréskeið,“ segir Erna. Breytingarnar sem urðu á aukahlutum úr plasti.Vísir/Óttar Þó sé búið að fjarlægja skeiðina og lokið af skyri í verslunum erlendis og stærri verslunarkeðjur hafi gripið til þess að bjóða upp á skeiðar í versluninni fyrir þá sem ætli ekki að taka skyrið með sér heim og borða þar. Á svörum Ernu að dæma virðist pappaskeiðin aðeins eiga að stoppa stutt og framtíðin bjóði mögulega upp á skyrdollur án skeiða og auka plasts. Aðalsteinn H. Magnússon, sölu- og markaðsstjóri á innlendum markaði hjá Mjólkursamsölunni segir annarra lausna en pappa- og tréskeiða hafa verið leitað síðan síðasta sumar þegar umbúðunum var breytt og leit standi enn yfir. „Við höfum fengið allskonar lausnir frá birgjum og fengum í aðdraganda þess að það mátti ekki nota plastskeiðarnar. Þessi pappaskeið sem varð fyrir valinu á endanum kom best út í prófunum hjá okkur. Við erum bara alveg síðan síðasta sumar, á fullu að finna nýjar lausnir og þær hafa bara ekki alveg borist,“ segir Aðalsteinn.
Matur Íslendingar erlendis Holland Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira