Sanna Marin segir síðustu daga erfiða með tárin í augunum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 24. ágúst 2022 10:31 Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur gefið út að hún hafi aldrei á ævi sinni tekið eiturlyf og hefur hún farið í fíkniefnapróf til að sanna að hún hafi ekki verið á eiturlyfjum umrætt kvöld. EPA/Kimmo Brandt Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands steig upp í pontu í borginni Lahti í Finnlandi í dag og ræddi fjölmiðlaumræðu síðustu daga vegna djammmyndbanda af henni sem lekið var á netið. Með tár í augum sagði Marin síðustu daga hafa verið henni mjög erfiða. Fyrsta myndbandið af Marin fór í dreifingu þann 17. ágúst síðastliðinn, í myndbandinu sást hún syngja, dansa og skemmta sér en myndböndin sagði hún hafa verið tekin fyrir nokkrum vikum síðan. Öðru keimlíku myndbandi af Marin var síðan lekið þann 19. ágúst. Í kjölfar birtinga fór Marin í fíkniefnapróf til þess að sanna að hún hafi ekki neytt fíkniefna en hún var sökuð af andstæðingum sínum í þinginu um að hafa verið á eiturlyfjum þegar myndböndin voru tekin. Marin neitaði því staðfast og var prófið sagt neikvætt. Í ræðu sinni í Lahti fyrr í dag segist Marin vonast til þess að horft sé til þess hvað hún geri í starfi sínu sem forsætisráðherra fremur en hvernig hún eyði frítíma sínum. Hún segist harma það að myndbönd sem þessi hafi farið í dreifingu en hún viti að almenningur vilji ekki sjá þau, ekki frekar en að hún hafi viljað þau í dreifingu. Miðillinn Ilta-Sanomat greinir frá þessu. „Samt sem áður er þessu dreift, þetta er einkamál, þetta er gleði, þetta er lífið en ég hef ekki misst af einum vinnudegi, ég hef ekki sleppt einu einasta verkefni og það mun ég ekki gera,“ segir Marin. Marin segir að hún muni læra af þessu og halda áfram að sinna starfi sínu vel. Haft er eftir samstarfsmönnum Marin í flokki Sósíaldemókrata (SDP) þar sem þau segjast vona að nú verði hægt að einblína á erfið verkefni sem séu fram undan í vetur. Finnland Tengdar fréttir Djammmyndbönd af finnska forsætisráðherranum valda fjaðrafoki Myndbönd sem sýna finnska forsætisráðherrann dansandi, syngjandi og að skemmta sér hafa valdið nokkru fjaðrafoki í Finnlandi eftir að þau fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum og í finnskum fjölmiðlum í gær. 18. ágúst 2022 10:34 Nýju myndbandi af Sönnu Marin lekið Nýju myndbandi af Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur verið lekið á netið. Í myndbandinu sést hún dansa þétt upp við finnsku rokkstjörnuna Olavi Uusivirta. Talið er að myndbandið hafi verið tekið sama kvöld og hin myndböndin sem lekið var fyrr í vikunni 19. ágúst 2022 14:58 Sanna sannar að hún hafi ekki tekið eiturlyf Niðurstöður úr fíkniefnaprófi sem Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, tók fyrir helgi sýna að hún hafi ekki tekið nein eiturlyf síðustu daga. 22. ágúst 2022 15:09 Sanna Marin fór í fíkniefnapróf Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur farið í fíkniefnapróf til þess að sanna að hún hafi ekki verið á eiturlyfjum í myndbandi sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum fyrr í vikunni. 19. ágúst 2022 14:00 Tóku mynd berar að ofan í forsætisráðherrabústaðnum Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur beðist afsökunar á mynd sem áhrifavaldur tók inni á baðherbergi forsætisráðherrabústaðarins. Á myndinni var áhrifavaldurinn, ásamt annarri konu, búinn að lyfta bol sínum. Brjóst þeirra voru falin með skilti sem Sanna fékk á blaðamannafundi hjá Evrópusambandinu. 23. ágúst 2022 13:24 Konur dansa til stuðnings Sönnu Myllumerkið #SolidarityWithSanna, lauslega þýtt sem samstaða með Sönnu, hefur slegið í gegn á Twitter í kjölfar þess að myndbönd af Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands, dansa láku á netið. Undir myllumerkinu hafa konur byrjað að birta myndbönd af sér að dansa til stuðnings við forsætisráðherrann. 22. ágúst 2022 11:31 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Fyrsta myndbandið af Marin fór í dreifingu þann 17. ágúst síðastliðinn, í myndbandinu sást hún syngja, dansa og skemmta sér en myndböndin sagði hún hafa verið tekin fyrir nokkrum vikum síðan. Öðru keimlíku myndbandi af Marin var síðan lekið þann 19. ágúst. Í kjölfar birtinga fór Marin í fíkniefnapróf til þess að sanna að hún hafi ekki neytt fíkniefna en hún var sökuð af andstæðingum sínum í þinginu um að hafa verið á eiturlyfjum þegar myndböndin voru tekin. Marin neitaði því staðfast og var prófið sagt neikvætt. Í ræðu sinni í Lahti fyrr í dag segist Marin vonast til þess að horft sé til þess hvað hún geri í starfi sínu sem forsætisráðherra fremur en hvernig hún eyði frítíma sínum. Hún segist harma það að myndbönd sem þessi hafi farið í dreifingu en hún viti að almenningur vilji ekki sjá þau, ekki frekar en að hún hafi viljað þau í dreifingu. Miðillinn Ilta-Sanomat greinir frá þessu. „Samt sem áður er þessu dreift, þetta er einkamál, þetta er gleði, þetta er lífið en ég hef ekki misst af einum vinnudegi, ég hef ekki sleppt einu einasta verkefni og það mun ég ekki gera,“ segir Marin. Marin segir að hún muni læra af þessu og halda áfram að sinna starfi sínu vel. Haft er eftir samstarfsmönnum Marin í flokki Sósíaldemókrata (SDP) þar sem þau segjast vona að nú verði hægt að einblína á erfið verkefni sem séu fram undan í vetur.
Finnland Tengdar fréttir Djammmyndbönd af finnska forsætisráðherranum valda fjaðrafoki Myndbönd sem sýna finnska forsætisráðherrann dansandi, syngjandi og að skemmta sér hafa valdið nokkru fjaðrafoki í Finnlandi eftir að þau fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum og í finnskum fjölmiðlum í gær. 18. ágúst 2022 10:34 Nýju myndbandi af Sönnu Marin lekið Nýju myndbandi af Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur verið lekið á netið. Í myndbandinu sést hún dansa þétt upp við finnsku rokkstjörnuna Olavi Uusivirta. Talið er að myndbandið hafi verið tekið sama kvöld og hin myndböndin sem lekið var fyrr í vikunni 19. ágúst 2022 14:58 Sanna sannar að hún hafi ekki tekið eiturlyf Niðurstöður úr fíkniefnaprófi sem Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, tók fyrir helgi sýna að hún hafi ekki tekið nein eiturlyf síðustu daga. 22. ágúst 2022 15:09 Sanna Marin fór í fíkniefnapróf Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur farið í fíkniefnapróf til þess að sanna að hún hafi ekki verið á eiturlyfjum í myndbandi sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum fyrr í vikunni. 19. ágúst 2022 14:00 Tóku mynd berar að ofan í forsætisráðherrabústaðnum Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur beðist afsökunar á mynd sem áhrifavaldur tók inni á baðherbergi forsætisráðherrabústaðarins. Á myndinni var áhrifavaldurinn, ásamt annarri konu, búinn að lyfta bol sínum. Brjóst þeirra voru falin með skilti sem Sanna fékk á blaðamannafundi hjá Evrópusambandinu. 23. ágúst 2022 13:24 Konur dansa til stuðnings Sönnu Myllumerkið #SolidarityWithSanna, lauslega þýtt sem samstaða með Sönnu, hefur slegið í gegn á Twitter í kjölfar þess að myndbönd af Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands, dansa láku á netið. Undir myllumerkinu hafa konur byrjað að birta myndbönd af sér að dansa til stuðnings við forsætisráðherrann. 22. ágúst 2022 11:31 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon Innlent Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Djammmyndbönd af finnska forsætisráðherranum valda fjaðrafoki Myndbönd sem sýna finnska forsætisráðherrann dansandi, syngjandi og að skemmta sér hafa valdið nokkru fjaðrafoki í Finnlandi eftir að þau fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum og í finnskum fjölmiðlum í gær. 18. ágúst 2022 10:34
Nýju myndbandi af Sönnu Marin lekið Nýju myndbandi af Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur verið lekið á netið. Í myndbandinu sést hún dansa þétt upp við finnsku rokkstjörnuna Olavi Uusivirta. Talið er að myndbandið hafi verið tekið sama kvöld og hin myndböndin sem lekið var fyrr í vikunni 19. ágúst 2022 14:58
Sanna sannar að hún hafi ekki tekið eiturlyf Niðurstöður úr fíkniefnaprófi sem Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, tók fyrir helgi sýna að hún hafi ekki tekið nein eiturlyf síðustu daga. 22. ágúst 2022 15:09
Sanna Marin fór í fíkniefnapróf Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur farið í fíkniefnapróf til þess að sanna að hún hafi ekki verið á eiturlyfjum í myndbandi sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum fyrr í vikunni. 19. ágúst 2022 14:00
Tóku mynd berar að ofan í forsætisráðherrabústaðnum Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur beðist afsökunar á mynd sem áhrifavaldur tók inni á baðherbergi forsætisráðherrabústaðarins. Á myndinni var áhrifavaldurinn, ásamt annarri konu, búinn að lyfta bol sínum. Brjóst þeirra voru falin með skilti sem Sanna fékk á blaðamannafundi hjá Evrópusambandinu. 23. ágúst 2022 13:24
Konur dansa til stuðnings Sönnu Myllumerkið #SolidarityWithSanna, lauslega þýtt sem samstaða með Sönnu, hefur slegið í gegn á Twitter í kjölfar þess að myndbönd af Sönnu Marin, forsætisráðherra Finnlands, dansa láku á netið. Undir myllumerkinu hafa konur byrjað að birta myndbönd af sér að dansa til stuðnings við forsætisráðherrann. 22. ágúst 2022 11:31