Segir ósatt með öllu að Jóni Baldvin hafi ekki verið boðið Atli Ísleifsson skrifar 24. ágúst 2022 09:30 Skrifstofa forseta Íslands gagnrýnir vinnubrögð Fréttablaðsins í yfirlýsingu í morgun. Vísir/Vilhelm Ósatt er með öllu að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Hannibalssyni, fyrrverandi utanríkisráðherra, til hátíðarviðburðar í tilefni þess að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því að Ísland hafi á ný tekið upp stjórnmálasamband við Eystrasaltslöndin þrjú. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu forseta Íslands þar sem forsíðufrétt Fréttablaðsins er svarað og vinnubrögð blaðsins gagnrýnd. Í fréttinni segir að íslensk stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ætlað sér að hundsa Jón Baldvin vegna viðburðarins. Í yfirlýsingunni segir að á boðslista viðburðarins hafi verið, auk sendinefnda Eystrasaltsríkjanna, ráðherrar ríkisstjórna Íslands á árunum 1988 til 1991 og 1991 til 1995, og fyrrverandi sendiherrar og ræðismenn frá þessum árum. Fékk boð sama dag og aðrir „Fyrrverandi utanríkisráðherra fékk boð sama dag og aðrir boðsgestir eins og ætíð stóð til, með svipuðum fyrirvara og gengur og gerist um viðburði af þessu tagi. Auðvelt hefði verið fyrir blaðið að sannreyna þetta með einu símtali. Auk þess er rétt að leiðrétta þá rangfærslu að viðburðurinn fari fram í Háskólabíói. Hið rétta er að hann fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands,“ segir í yfirlýsingunni. Í frétt Fréttablaðsins var haft eftir Sighvati Björgvinssyni, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og samflokksmanni Jóns Baldvins, að hann hafi gert athugasemd hjá forsetaembættinu vegna þess að Jón Baldvin hefði ekki fengið boð á viðburðinn. Sagði Sighvatur að Jón Baldvin hefði svo fengið boðsbréf í tölvupósti á viðburðinn, aðeins fjórum dögum fyrir hann. Jón Baldvin sagðist þó í samtali við blaðið ekki geta sótt viðburðinn enda haldi hann til á Spáni og fyrirvarinn of stuttur til að geta þegið boðið. Hafi áður fengið boð Í yfirlýsingu frá skrifstofu forseta segir ennfremur að einnig megi taka fram að þegar aldarfjórðungur hafi verið liðinn frá endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltslandanna árið 2016 hafi forseti boðið Jóni Baldvin Hannibalssyni til viðburðar á Bessastöðum í tilefni þeirra merku tímamóta. „Óhætt er að fullyrða að enginn annar Íslendingur en núverandi forseti (fyrir utan Jón sjálfan) hefur vakið eins oft og vel athygli á atbeina hans örlagaárið 1991 þegar íslensk stjórnvöld studdu dyggilega við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna,“ segir í yfirlýsingunni. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forseta Íslands notast embættið við rafrænt boðskortakerfi og hafi boðin á viðburðinn á föstudaginn öll verið send út á mánudaginn. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Eistland Lettland Litháen Háskólar Tengdar fréttir Segir að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Fyrrverandi samflokksmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ekki ætlað sér að bjóða Jóni Baldvin á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna sem fyrirhuguð er síðar í vikunni. Forsetar ríkjanna þriggja munu allir mæta á samkomuna. 24. ágúst 2022 07:20 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá skrifstofu forseta Íslands þar sem forsíðufrétt Fréttablaðsins er svarað og vinnubrögð blaðsins gagnrýnd. Í fréttinni segir að íslensk stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ætlað sér að hundsa Jón Baldvin vegna viðburðarins. Í yfirlýsingunni segir að á boðslista viðburðarins hafi verið, auk sendinefnda Eystrasaltsríkjanna, ráðherrar ríkisstjórna Íslands á árunum 1988 til 1991 og 1991 til 1995, og fyrrverandi sendiherrar og ræðismenn frá þessum árum. Fékk boð sama dag og aðrir „Fyrrverandi utanríkisráðherra fékk boð sama dag og aðrir boðsgestir eins og ætíð stóð til, með svipuðum fyrirvara og gengur og gerist um viðburði af þessu tagi. Auðvelt hefði verið fyrir blaðið að sannreyna þetta með einu símtali. Auk þess er rétt að leiðrétta þá rangfærslu að viðburðurinn fari fram í Háskólabíói. Hið rétta er að hann fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands,“ segir í yfirlýsingunni. Í frétt Fréttablaðsins var haft eftir Sighvati Björgvinssyni, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og samflokksmanni Jóns Baldvins, að hann hafi gert athugasemd hjá forsetaembættinu vegna þess að Jón Baldvin hefði ekki fengið boð á viðburðinn. Sagði Sighvatur að Jón Baldvin hefði svo fengið boðsbréf í tölvupósti á viðburðinn, aðeins fjórum dögum fyrir hann. Jón Baldvin sagðist þó í samtali við blaðið ekki geta sótt viðburðinn enda haldi hann til á Spáni og fyrirvarinn of stuttur til að geta þegið boðið. Hafi áður fengið boð Í yfirlýsingu frá skrifstofu forseta segir ennfremur að einnig megi taka fram að þegar aldarfjórðungur hafi verið liðinn frá endurheimt sjálfstæðis Eystrasaltslandanna árið 2016 hafi forseti boðið Jóni Baldvin Hannibalssyni til viðburðar á Bessastöðum í tilefni þeirra merku tímamóta. „Óhætt er að fullyrða að enginn annar Íslendingur en núverandi forseti (fyrir utan Jón sjálfan) hefur vakið eins oft og vel athygli á atbeina hans örlagaárið 1991 þegar íslensk stjórnvöld studdu dyggilega við sjálfstæðisbaráttu Eystrasaltsþjóðanna,“ segir í yfirlýsingunni. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forseta Íslands notast embættið við rafrænt boðskortakerfi og hafi boðin á viðburðinn á föstudaginn öll verið send út á mánudaginn.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Eistland Lettland Litháen Háskólar Tengdar fréttir Segir að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Fyrrverandi samflokksmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ekki ætlað sér að bjóða Jóni Baldvin á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna sem fyrirhuguð er síðar í vikunni. Forsetar ríkjanna þriggja munu allir mæta á samkomuna. 24. ágúst 2022 07:20 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Sjá meira
Segir að ekki hafi staðið til að bjóða Jóni Baldvin Fyrrverandi samflokksmaður Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að íslensk stjórnvöld og Háskóli Íslands hafi ekki ætlað sér að bjóða Jóni Baldvin á hátíðarsamkomu um sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna sem fyrirhuguð er síðar í vikunni. Forsetar ríkjanna þriggja munu allir mæta á samkomuna. 24. ágúst 2022 07:20