Þá sé það frábær leið til að lýsa vörunni.
Auglýsingar um sænsku haframjólkina Oatly hafa verið mikið milli tannanna á fólki undanfarna daga og þá sérstaklega vegna þess að þær hafa verið á ensku. Það hefur verið gagnrýnt og sagt brjóta gegn lögum sem segi að auglýsingar sem eigi að höfða til íslenskra neytenda
Íslensk útgáfa af auglýsingunni fór svo í loftið í dag. Þá hafði „It's like milk but made for humans“ verið breytt í „Eins og mjólk en gerð fyrir fólk“.
Sjá einnig: Íslensk útgáfa af umdeildri auglýsingu farin í loftið
Í yfirlýsingu sem borist hefur til fréttastofunnar segir að forsvarsmenn vörumerkisins vilji ekki að umræðan um Oatly snúist um tungumál, heldur um það sem fólk borðar og hvaða áhrif það hefur á jörðina og íbúa hennar.
„Við erum (augljóslega) ekki fullkomin, en við höfum góðan ásetning og reynum að læra af mistökum okkar,“ segir í yfirlýsingunni sem Páll skrifar undir.
Yfirlýsingin endar á kveðjunni: „Love… afsakið, ástarkveðja /Oatly.“