Benzema bjargaði Real

Atli Arason skrifar
Benzema skoraði tvö.
Benzema skoraði tvö. EPA-EFE/Petteri Paalasmaa

Karim Benzema skoraði tvívegis á lokamínútunum í 3-1 sigri Real Madrid á Espanyol í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Vinicius Junior kom Real Madrid í forystu strax á 12. mínútu leiksins eftir frábæran undirbúning Aurélien Tchouaméni en Espanyol jafnaði leikinn aftur rétt fyrir hálfleik, á 43. mínútu.

Þegar allt stefndi í 1-1 jafntefli þá mætti bjargvætturinn Karim Benzema á svæðið og tryggði Real stigin þrjú. Benzema skoraði tvö mörk alveg undir lok leiksins, eitt á 88. mínútu og annað á 100. mínútu en alls voru 13 mínútum bætt við í uppbótatíma síðari hálfleiks.

Espanyol kláraði leikinn einum leikmanni færri eftir að Benjamin Lecomte var rekinn af velli á 96. mínútu.

Með sigrinum fer Real Madrid aftur á topp spænsku úrvalsdeildarinnar en liðið hefur safnað níu stigum úr fyrstu þremur leikjunum. Espanyol er í 16. sæti með 1 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira