Það er Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem er meðal þeirra sem greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni, en samkvæmt hans heimildum mun Chelsea greiða 75 milljónir punda fyrir þjónustu leikmannsins. Það samsvarar tæpum tólf og hálfum milljarði íslenskra króna, en inni í því verði eru árangurstengdar nónusgreiðslur.
Wesley Fofana to Chelsea, here we go! Documents are almost ready as Leicester and Chelsea reached an agreement on the fee on Friday, confirmed. 🚨🔵 #CFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 27, 2022
Fofana will sign until June 2028 as new Chelsea player. Fee around £75m [add-ons included]. Time to prepare documents now. pic.twitter.com/lO31M5firj
Fofana mun skrifa undir sex ára samning við Lundúnaliðið til ársins 2028, en hann hefur leikið með Leicester undanfarin tvö ár. Þar áður lék Fofana með Saint-Etienne í heimalandinu þar sem hann hóf atvinnumannaferil sinn.
Fofana er enn aðeins 21 árs gamall og á að baki fimm leiki fyrir U21 árs landslið Frakklands.
Hann verður sjötti leikmaðurinn sem Chelsea fær í sínar raðir í sumar, en áður hafði liðið fengið þá Raheem Sterling, Kalibou Koulibaly, Gabriel Slonina, Marc Cucurella og Cesare Casadei.