Fagna fimmtán ára afmæli risastórs hornsteins í atvinnulífi Austurlands Kristján Már Unnarsson skrifar 27. ágúst 2022 22:33 Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Sigurjón Ólason Alcoa Fjarðaál fagnaði fimmtán ára afmæli í dag með opnu húsi og fjölskylduskemmtun í álverinu. Forstjórinn segir fyrirtækið risastóran hornstein í atvinnulífi á Austurlandi. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um álverið í Reyðarfirði en það er stærsti vinnustaður Austurlands. „Það eru um áttahundruð manns sem vinna hjá okkur, dags daglega, beint og óbeint. Og ef við tökum svo önnur afleidd störf þá erum við með umtalsvert meira. Þannig að við erum risastór hornsteinn í atvinnulífinu á Austurlandi,“ segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls. Alcoa Fjarðaál er við Reyðarfjörð.Arnar Halldórsson Íbúafjöldinn á Reyðarfirði tók kipp með komu þess. Þar var iðnfyrirtækið Launafl sérstaklega stofnað til að þjónusta álverið en hjá því starfa núna um eitthundrað manns. „Áður en álverið kom þá var þetta að vera komið niður í um 600 manns sem bjuggu hérna. En núna eru þetta að verða 1.500 manns. Þannig að það hefur orðið gífurleg breyting. Og í rauninni ef álverið hefði ekki komið þá hefðu Austfirðir ekki verið það sem þeir eru í dag,“ segir Reyðfirðingurinn Magnús Helgason, framkvæmdastjóri Launafls. Magnús Helgason er framkvæmdastjóri Launafls á Reyðarfirði, eins helsta undirverktaka álversins.Sigurjón Ólason Systurnar Aðalheiður og Harpa Vilbergsdætur starfa báðar hjá Alcoa sem og eiginmenn þeirra. „Þegar ég var í háskóla sá ég ekki endilega fyrir mér að koma aftur heim,“ segir Harpa. „Þannig var umræðan hjá okkur. Við vorum fyrir sunnan. Maðurinn minn var að læra. Þá var staðan þannig að við vorum ekkert endilega á leiðinni til baka,“ segir Aðalheiður. „En síðan kemur undirritunin og hún verður bara til þess að við kaupum hús og drífum okkur austur,“ segir Aðalheiður ennfremur. Harpa er fræðslustjóri álversins. Aðalheiður er fulltrúi mannauðsmála. Systurnar eru jafnframt drifkraftar í félagslífi Reyðarfjarðar, Harpa formaður kvenfélagsins og Aðalheiður formaður íþróttafélagsins.Sigurjón Ólason En hafa bændur áhyggjur af sambýli við álverið? Við spurðum þau á Sléttu. „Nei, ég hef ekki áhyggjur. Ekki af þessu álveri. Það er bara mjög vel hugsað um allar mengunarvarnir og þeir gera allt sem í þeirra valdi stendur,“ segir Þuríður Lillý Sigurðardóttir, sem rekur sauðfjárbú á Sléttu ásamt manni sínum, Guðjóni Má Jónssyni. Bændurnir á Sléttu í Reyðarfirði, Guðjón Már Jónsson og Þuríður Lillý Sigurðardóttir, ásamt dótturinni Dagbjörtu Ósk.Sigurjón Ólason Um 350 þúsund tonn af áli fara frá álverinu með skipum út í heim á hverju ári. En í hvað er varan notuð? Forstjórinn segir um helming fara á almennan markað sem svokallað hráál en hinn helmingurinn sé meira unnin vara og nefnir háspennulínur sem dæmi. „Vírarnir í byggðalínunni eru úr áli. Og nýjustu línurnar, það má alveg búast við því að í þeim sé ál frá Fjarðaáli, bara sem dæmi. Felgurnar á bílnum sem við komum á, þær eru nokkuð örugglega steyptar úr áli. Og við erum að framleiða þannig virðisaukandi vöru líka,“ segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Áliðnaður Stóriðja Fjarðabyggð Tengdar fréttir Segir síðasta ár hafa verið gott fyrir álverin en þetta ár verði enn betra Rekstur áliðnaðarins hérlendis hefur aldrei gengið eins vel og nú. Þrátt fyrir að verð á áli hafi á síðustu vikum sigið niður spáir forstjóri stærsta álversins, Alcoa Fjarðaáls, því að þetta ár verði ennþá betra en það síðasta. 6. ágúst 2022 22:10 Gáfu tuttugu milljónir til náttúruverndar Samfélagssjóður Alcoa í Bandaríkjunum hefur veitt Fjarðabyggð 130 þúsunda dala styrk til náttúruverndar og minjavörslu á Gerpissvæðinu og Hólmanesi. Styrkurinn var formlega veittur í Viðfirði á föstudaginn en var greiddur til Fjarðabyggðar í fyrra og var þá um tuttugu milljónir króna. 18. júlí 2022 16:04 Heimsmarkaðsverð á áli orðið ævintýralega hátt Heimsmarkaðsverð á áli fór í gær í 3.850 dollara tonnið. Þetta er langhæsta álverð sögunnar. Álmarkaðir hafa heldur róast framan af degi og verðið sigið niður, fór niður í 3.740 dollara í morgun og var komið niður undir 3.500 dollara um hádegisbil. 8. mars 2022 12:24 Ósýnilega fyrirtækið með 350 manns í vinnu Það er kallað stærsta ósýnilega fyrirtæki landsins og er með yfir þrjú hundruð manns í vinnu, - byggðist upp á þjónustu við íslensk álver og smíðar nú sérhæfðan vélbúnað fyrir álver víða um heim. 11. apríl 2012 19:45 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um álverið í Reyðarfirði en það er stærsti vinnustaður Austurlands. „Það eru um áttahundruð manns sem vinna hjá okkur, dags daglega, beint og óbeint. Og ef við tökum svo önnur afleidd störf þá erum við með umtalsvert meira. Þannig að við erum risastór hornsteinn í atvinnulífinu á Austurlandi,“ segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls. Alcoa Fjarðaál er við Reyðarfjörð.Arnar Halldórsson Íbúafjöldinn á Reyðarfirði tók kipp með komu þess. Þar var iðnfyrirtækið Launafl sérstaklega stofnað til að þjónusta álverið en hjá því starfa núna um eitthundrað manns. „Áður en álverið kom þá var þetta að vera komið niður í um 600 manns sem bjuggu hérna. En núna eru þetta að verða 1.500 manns. Þannig að það hefur orðið gífurleg breyting. Og í rauninni ef álverið hefði ekki komið þá hefðu Austfirðir ekki verið það sem þeir eru í dag,“ segir Reyðfirðingurinn Magnús Helgason, framkvæmdastjóri Launafls. Magnús Helgason er framkvæmdastjóri Launafls á Reyðarfirði, eins helsta undirverktaka álversins.Sigurjón Ólason Systurnar Aðalheiður og Harpa Vilbergsdætur starfa báðar hjá Alcoa sem og eiginmenn þeirra. „Þegar ég var í háskóla sá ég ekki endilega fyrir mér að koma aftur heim,“ segir Harpa. „Þannig var umræðan hjá okkur. Við vorum fyrir sunnan. Maðurinn minn var að læra. Þá var staðan þannig að við vorum ekkert endilega á leiðinni til baka,“ segir Aðalheiður. „En síðan kemur undirritunin og hún verður bara til þess að við kaupum hús og drífum okkur austur,“ segir Aðalheiður ennfremur. Harpa er fræðslustjóri álversins. Aðalheiður er fulltrúi mannauðsmála. Systurnar eru jafnframt drifkraftar í félagslífi Reyðarfjarðar, Harpa formaður kvenfélagsins og Aðalheiður formaður íþróttafélagsins.Sigurjón Ólason En hafa bændur áhyggjur af sambýli við álverið? Við spurðum þau á Sléttu. „Nei, ég hef ekki áhyggjur. Ekki af þessu álveri. Það er bara mjög vel hugsað um allar mengunarvarnir og þeir gera allt sem í þeirra valdi stendur,“ segir Þuríður Lillý Sigurðardóttir, sem rekur sauðfjárbú á Sléttu ásamt manni sínum, Guðjóni Má Jónssyni. Bændurnir á Sléttu í Reyðarfirði, Guðjón Már Jónsson og Þuríður Lillý Sigurðardóttir, ásamt dótturinni Dagbjörtu Ósk.Sigurjón Ólason Um 350 þúsund tonn af áli fara frá álverinu með skipum út í heim á hverju ári. En í hvað er varan notuð? Forstjórinn segir um helming fara á almennan markað sem svokallað hráál en hinn helmingurinn sé meira unnin vara og nefnir háspennulínur sem dæmi. „Vírarnir í byggðalínunni eru úr áli. Og nýjustu línurnar, það má alveg búast við því að í þeim sé ál frá Fjarðaáli, bara sem dæmi. Felgurnar á bílnum sem við komum á, þær eru nokkuð örugglega steyptar úr áli. Og við erum að framleiða þannig virðisaukandi vöru líka,“ segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Áliðnaður Stóriðja Fjarðabyggð Tengdar fréttir Segir síðasta ár hafa verið gott fyrir álverin en þetta ár verði enn betra Rekstur áliðnaðarins hérlendis hefur aldrei gengið eins vel og nú. Þrátt fyrir að verð á áli hafi á síðustu vikum sigið niður spáir forstjóri stærsta álversins, Alcoa Fjarðaáls, því að þetta ár verði ennþá betra en það síðasta. 6. ágúst 2022 22:10 Gáfu tuttugu milljónir til náttúruverndar Samfélagssjóður Alcoa í Bandaríkjunum hefur veitt Fjarðabyggð 130 þúsunda dala styrk til náttúruverndar og minjavörslu á Gerpissvæðinu og Hólmanesi. Styrkurinn var formlega veittur í Viðfirði á föstudaginn en var greiddur til Fjarðabyggðar í fyrra og var þá um tuttugu milljónir króna. 18. júlí 2022 16:04 Heimsmarkaðsverð á áli orðið ævintýralega hátt Heimsmarkaðsverð á áli fór í gær í 3.850 dollara tonnið. Þetta er langhæsta álverð sögunnar. Álmarkaðir hafa heldur róast framan af degi og verðið sigið niður, fór niður í 3.740 dollara í morgun og var komið niður undir 3.500 dollara um hádegisbil. 8. mars 2022 12:24 Ósýnilega fyrirtækið með 350 manns í vinnu Það er kallað stærsta ósýnilega fyrirtæki landsins og er með yfir þrjú hundruð manns í vinnu, - byggðist upp á þjónustu við íslensk álver og smíðar nú sérhæfðan vélbúnað fyrir álver víða um heim. 11. apríl 2012 19:45 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Sjá meira
Segir síðasta ár hafa verið gott fyrir álverin en þetta ár verði enn betra Rekstur áliðnaðarins hérlendis hefur aldrei gengið eins vel og nú. Þrátt fyrir að verð á áli hafi á síðustu vikum sigið niður spáir forstjóri stærsta álversins, Alcoa Fjarðaáls, því að þetta ár verði ennþá betra en það síðasta. 6. ágúst 2022 22:10
Gáfu tuttugu milljónir til náttúruverndar Samfélagssjóður Alcoa í Bandaríkjunum hefur veitt Fjarðabyggð 130 þúsunda dala styrk til náttúruverndar og minjavörslu á Gerpissvæðinu og Hólmanesi. Styrkurinn var formlega veittur í Viðfirði á föstudaginn en var greiddur til Fjarðabyggðar í fyrra og var þá um tuttugu milljónir króna. 18. júlí 2022 16:04
Heimsmarkaðsverð á áli orðið ævintýralega hátt Heimsmarkaðsverð á áli fór í gær í 3.850 dollara tonnið. Þetta er langhæsta álverð sögunnar. Álmarkaðir hafa heldur róast framan af degi og verðið sigið niður, fór niður í 3.740 dollara í morgun og var komið niður undir 3.500 dollara um hádegisbil. 8. mars 2022 12:24
Ósýnilega fyrirtækið með 350 manns í vinnu Það er kallað stærsta ósýnilega fyrirtæki landsins og er með yfir þrjú hundruð manns í vinnu, - byggðist upp á þjónustu við íslensk álver og smíðar nú sérhæfðan vélbúnað fyrir álver víða um heim. 11. apríl 2012 19:45