Spilaði síðast í efstu deild 2009 en varði víti gegn toppliðinu á sunnudag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2022 13:01 Atli Jónasson stóð vaktina í marki Leiknis á Kópavogsvelli. Vísir/Diego Atli Jónasson stóð óvænt í marki Leiknis Reykjavíkur er liðið heimsótti Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, á sunnudagskvöld. Toppliðið vann vissulega öruggan sigur en Atli, sem var að spila aðeins sinn annan leik í efstu deild, stóð sig með prýði og varði meðal annars vítaspyrnu frá Höskuldi Gunnlaugssyni. Atli er uppalinn í KR og lék á sínum tíma 20 leiki með yngri landsliðum Íslands. Hans eini leikur í efstu deild kom er KR mætti Val í Frostaskjóli sumarið 2009. Unnu gestirnir frá Hlíðarenda 4-3 sigur og lék Atli ekki fleiri leiki í efstu deild, það er þangað til á sunnudagskvöld. Á ferli sínum hefur Atli spilað fyrir Hauka, Hvöt KFG, KV, Reyni Sandgerði, Smára og nú Leikni. Atli var lengst af hjá KV og átti stóran þátt í að liðið fór alla leið upp í næstefstu deild árið 2014. Þá var Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, þjálfari KV. Atli var í raun hættur og hafði ekkert spilað af viti síðan 2018 er Leiknir R. hafði samband síðasta vor og fékk hann til að vera hinum unga Viktori Frey Sigurðssyni til halds og traust. Atli sló til og hefur setið á bekknum í nær öllum leikjum liðsins í sumar. Viktor Freyr fékk hins vegar högg í sigurleiknum gegn KR og gat því ekki staðið vaktina er botnlið Bestu deildarinnar heimsótti toppliðið. Atli steig þá inn og lék sinn fyrsta leik í efstu deild frá árinu 2009. Atli kom engum vörnum við er Mikkel Qvist stangaði boltann í netið eftir rúmlega hálftíma og undir lok fyrri hálfleiks fengu heimamenn vítaspyrnu er Ísak Snær Þorvaldsson féll í teignum. Fyrirliðinn Höskuldur, sem er öllu jafna einkar öruggur á punktinum, var lesinn sem opin bók og staðan því aðeins 1-0 í hálfleik þökk sé Atla. Atli er búinn að lesa boltann svo rækilega að hann sést ekki á myndinni.Vísir/Diego Þarna er boltinn loks sjáanlegur en Atli sló hann til hliðar.Vísir/Diego Í síðari hálfleik gengu Blikar þó frá leiknum og unnu 4-0 sigur. Það verður þó seint hægt að kenna markverði Leiknis um hvernig fór. Eftir leikinn eru Blikar áfram á toppi Bestu deildarinnar en Leiknismenn sitja sem fastast á botni deildarinnar. Hinn reyndi markvörður gestanna fékk þó mikla ást á samfélagsmiðlinum Twitter sem og Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Stúkunni fóru yfir vörsluna. Sjá má það helsta af Twitter hér að neðan sem og vörsluna í spilaranum neðst í fréttinni. Blikar eru rosa góðir, Atli Jónasson er meistari og stuðningsmenn Leiknis voru geggjaðir í kvöld, líka eftir leik. Níu stiga leikur eftir viku. #fotboltinet pic.twitter.com/qbnktiCLIP— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) August 28, 2022 Atli Jónasson. Certified hood legend. — Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) August 28, 2022 Eðlilega er Atli Jónasar að verja víti í Bestu— Max Koala (@Maggihodd) August 28, 2022 Atli Jónasar mad respect bara— Freyr S.N. (@fs3786) August 28, 2022 Jújú Atli Jónasar er kóngurinn.— Andri Gunnarsson (@andrigunnars) August 28, 2022 Klippa: Besta deild karla: Atli ver víti Höskuldar Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 4-0 Leiknir | Blikar ekki í vandræðum með Leikni Breiðablik vann sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 21:15 „Færð það sem að þú gefur í þetta“ Breiðablik eru með 9 stiga forskot á toppnum er þeir unnu sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 22:30 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Sjá meira
Atli er uppalinn í KR og lék á sínum tíma 20 leiki með yngri landsliðum Íslands. Hans eini leikur í efstu deild kom er KR mætti Val í Frostaskjóli sumarið 2009. Unnu gestirnir frá Hlíðarenda 4-3 sigur og lék Atli ekki fleiri leiki í efstu deild, það er þangað til á sunnudagskvöld. Á ferli sínum hefur Atli spilað fyrir Hauka, Hvöt KFG, KV, Reyni Sandgerði, Smára og nú Leikni. Atli var lengst af hjá KV og átti stóran þátt í að liðið fór alla leið upp í næstefstu deild árið 2014. Þá var Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, þjálfari KV. Atli var í raun hættur og hafði ekkert spilað af viti síðan 2018 er Leiknir R. hafði samband síðasta vor og fékk hann til að vera hinum unga Viktori Frey Sigurðssyni til halds og traust. Atli sló til og hefur setið á bekknum í nær öllum leikjum liðsins í sumar. Viktor Freyr fékk hins vegar högg í sigurleiknum gegn KR og gat því ekki staðið vaktina er botnlið Bestu deildarinnar heimsótti toppliðið. Atli steig þá inn og lék sinn fyrsta leik í efstu deild frá árinu 2009. Atli kom engum vörnum við er Mikkel Qvist stangaði boltann í netið eftir rúmlega hálftíma og undir lok fyrri hálfleiks fengu heimamenn vítaspyrnu er Ísak Snær Þorvaldsson féll í teignum. Fyrirliðinn Höskuldur, sem er öllu jafna einkar öruggur á punktinum, var lesinn sem opin bók og staðan því aðeins 1-0 í hálfleik þökk sé Atla. Atli er búinn að lesa boltann svo rækilega að hann sést ekki á myndinni.Vísir/Diego Þarna er boltinn loks sjáanlegur en Atli sló hann til hliðar.Vísir/Diego Í síðari hálfleik gengu Blikar þó frá leiknum og unnu 4-0 sigur. Það verður þó seint hægt að kenna markverði Leiknis um hvernig fór. Eftir leikinn eru Blikar áfram á toppi Bestu deildarinnar en Leiknismenn sitja sem fastast á botni deildarinnar. Hinn reyndi markvörður gestanna fékk þó mikla ást á samfélagsmiðlinum Twitter sem og Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Stúkunni fóru yfir vörsluna. Sjá má það helsta af Twitter hér að neðan sem og vörsluna í spilaranum neðst í fréttinni. Blikar eru rosa góðir, Atli Jónasson er meistari og stuðningsmenn Leiknis voru geggjaðir í kvöld, líka eftir leik. Níu stiga leikur eftir viku. #fotboltinet pic.twitter.com/qbnktiCLIP— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) August 28, 2022 Atli Jónasson. Certified hood legend. — Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) August 28, 2022 Eðlilega er Atli Jónasar að verja víti í Bestu— Max Koala (@Maggihodd) August 28, 2022 Atli Jónasar mad respect bara— Freyr S.N. (@fs3786) August 28, 2022 Jújú Atli Jónasar er kóngurinn.— Andri Gunnarsson (@andrigunnars) August 28, 2022 Klippa: Besta deild karla: Atli ver víti Höskuldar
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 4-0 Leiknir | Blikar ekki í vandræðum með Leikni Breiðablik vann sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 21:15 „Færð það sem að þú gefur í þetta“ Breiðablik eru með 9 stiga forskot á toppnum er þeir unnu sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 22:30 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 4-0 Leiknir | Blikar ekki í vandræðum með Leikni Breiðablik vann sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 21:15
„Færð það sem að þú gefur í þetta“ Breiðablik eru með 9 stiga forskot á toppnum er þeir unnu sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 22:30