Sjáðu mörkin: Öruggt hjá Blikum, dramatík á Akureyri og í Keflavík, ÍBV kom til baka og ekkert gerðist í Vesturbæ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2022 14:01 Úr leik Breiðabliks og Leiknis Reykjavíkur. Vísir/Diego Alls fóru fimm leikir fram í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudag. Það var nóg um að vera, mikið af mörkum, nóg af dramatík og mikil skemmtun á flestum völlum. Hér að neðan má sjá öll mörkin og allt það helsta sem gerðist. Stórleikur umferðarinnar fór fram á Akureyri þar sem Íslandsmeistarar Víkings mættu heimamönnum í KA. Leikurinn var mikil skemmtun og voru það gestirnir sem tóku forystuna þegar Erlingur Agnarsson stangaði fyrirgjöf Pablo Punyed. Í kjölfarið átti Ari Sigurpálsson skot í slá og svo skoraði Sveinn Margeir Hauksson fyrir KA en markið var dæmt af þar sem Sveinn Margeir var talinn brotlegur í aðdragandanum. Hann var það hins vegar ekki sjö mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks þegar hann skoraði með skoti sem Ingvar Jónsson varði í raun í hnéð á Kyle McLagan og í netið. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og staðan 1-1. Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði stórglæsilegt mark á 67. mínútu og kom KA yfir. Fyrirliðinn Júlíus Magnússon steig þá upp og stangaði hornspyrnu Loga Tómassonar í netið. Það var svo Birnir Snær Ingason sem tryggði Íslandsmeisturunum sigurinn með skoti sem fór af varnarmanni og í netið á 90. mínútu leiksins, lokatölur 2-3. Klippa: Besta deild karla: KA 2-3 Víkingur Topplið Breiðabliks valtaði yfir botnlið Leiknis Reykjavíkur á Kópavogsvelli, lokatölur 4-0. Mikkel Qvist kom heimamönnum yfir með skalla eftir hornspyrnu fyrirliðans Höskuldar Gunnlaugssonar. Heimamenn fengu svo vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks en Atli Jónasson sá við Höskuldi. Í síðari hálfleik gengu Blikar á lagið. Sölvi Snær Guðbjargarson kom þeim í 2-0, Gísli Eyjólfsson í 3-0 og Dagur Dan Þórhallsson í 4-0 undir lok leiks. Klippa: Besta deild karla: Breiðablik 4-0 Leiknir Reykjavík ÍBV vann góðan 3-1 sigur á Stjörnunni þar sem gestirnir úr Garðabæ óðu í færum í upphafi leiks. Þeir nýttu þó aðeins eitt, það gerði Einar Karl Ingvarsson með skoti fyrir utan vítateig. Andri Rúnar Bjarnason skoraði hins vegar tvívegis undir lok fyrri hálfleiks. Fyrra markið kom með frábærum skalla af löngu færi og hitt var yfirveguð afgreiðsla frá vítateigslínunni. Arnar Breki Gunnarsson gerði svo út um leikinn snemma í síðari hálfleik með þriðja marki heimamanna. Skömmu áður hafði Jóhann Árni Gunnarsson fengið sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði Stjörnunnar. Gestirnir áttu engin svör og lauk leiknum með 3-1 sigri ÍBV. Klippa: Besta deild karla: ÍBV 3-1 Stjarnan ÍA vann 1-0 sigur í Keflavík þökk sé marki Olivers Stefánssonar undir lok leiks. Klippa: Besta deild karla: Keflavík 0-1 ÍA KR og FH gerðu markalaust jafntefli í frekar döprum leik á Meistaravöllum. Klippa: Besta deild karla: KR 0-0 FH Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-Stjarnan 3-1 | Frábær Eyjasigur á tíu Stjörnumönnum ÍBV tók á móti Stjörnunni á Hásteinsvelli í fyrsta leik dagsins í Bestu deild karla. Leikurinn endaði með 3-1 sgiri ÍBV. Eftir tap fyrir ÍA í síðasta leik þurftu Eyjamenn sigur í botnbaráttunni en Stjörnumenn fjarlægðust Evrópubaráttuna enn frekar. 28. ágúst 2022 13:16 Umfjöllun og viðtöl: KA 2- 3 Víkingur | Birnir Snær tryggði Íslandsmeisturunum dramatískan sigur Víkingur sigraði KA, 2-3, í frábærum fótbolta leik á Akureyri fyrr í dag. KA leiddi 2-1 þegar stundarfjórðungur lifði leiks en Víkingar grófu djúpt og uppskáru sigur með marki frá Birni Snæ Ingasyni á 90. mínútu. 28. ágúst 2022 18:00 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 4-0 Leiknir | Blikar ekki í vandræðum með Leikni Breiðablik vann sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 21:15 Umfjöllun,viðtöl og myndir: KR-FH 0-0| Vögguvísa á Meistaravöllum Það var mikið húllumhæ fyrir leik KR og FH. Ný útgáfa af stuðningsmannalagi KR, Öll sem eitt var frumflutt og var fjölmennt á vellinum.Leikurinn var einn sá allra lokaðasti sem hefur verið spilaður á tímabilinu og var afar lítið um marktækifæri og var markalaust jafntefli niðurstaðan. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. ágúst 2022 19:00 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-ÍA 0-1 | Mark Olivers í lokin tryggði Skagamönnum annan sigurinn í röð Oliver Stefánsson var hetja Skagamanna þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Keflavík suður með sjó í dag. Þetta er annar sigur ÍA í röð sem fara úr neðsta sæti deildarinnar með sigrinum. 28. ágúst 2022 20:02 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Stórleikur umferðarinnar fór fram á Akureyri þar sem Íslandsmeistarar Víkings mættu heimamönnum í KA. Leikurinn var mikil skemmtun og voru það gestirnir sem tóku forystuna þegar Erlingur Agnarsson stangaði fyrirgjöf Pablo Punyed. Í kjölfarið átti Ari Sigurpálsson skot í slá og svo skoraði Sveinn Margeir Hauksson fyrir KA en markið var dæmt af þar sem Sveinn Margeir var talinn brotlegur í aðdragandanum. Hann var það hins vegar ekki sjö mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks þegar hann skoraði með skoti sem Ingvar Jónsson varði í raun í hnéð á Kyle McLagan og í netið. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og staðan 1-1. Nökkvi Þeyr Þórisson skoraði stórglæsilegt mark á 67. mínútu og kom KA yfir. Fyrirliðinn Júlíus Magnússon steig þá upp og stangaði hornspyrnu Loga Tómassonar í netið. Það var svo Birnir Snær Ingason sem tryggði Íslandsmeisturunum sigurinn með skoti sem fór af varnarmanni og í netið á 90. mínútu leiksins, lokatölur 2-3. Klippa: Besta deild karla: KA 2-3 Víkingur Topplið Breiðabliks valtaði yfir botnlið Leiknis Reykjavíkur á Kópavogsvelli, lokatölur 4-0. Mikkel Qvist kom heimamönnum yfir með skalla eftir hornspyrnu fyrirliðans Höskuldar Gunnlaugssonar. Heimamenn fengu svo vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks en Atli Jónasson sá við Höskuldi. Í síðari hálfleik gengu Blikar á lagið. Sölvi Snær Guðbjargarson kom þeim í 2-0, Gísli Eyjólfsson í 3-0 og Dagur Dan Þórhallsson í 4-0 undir lok leiks. Klippa: Besta deild karla: Breiðablik 4-0 Leiknir Reykjavík ÍBV vann góðan 3-1 sigur á Stjörnunni þar sem gestirnir úr Garðabæ óðu í færum í upphafi leiks. Þeir nýttu þó aðeins eitt, það gerði Einar Karl Ingvarsson með skoti fyrir utan vítateig. Andri Rúnar Bjarnason skoraði hins vegar tvívegis undir lok fyrri hálfleiks. Fyrra markið kom með frábærum skalla af löngu færi og hitt var yfirveguð afgreiðsla frá vítateigslínunni. Arnar Breki Gunnarsson gerði svo út um leikinn snemma í síðari hálfleik með þriðja marki heimamanna. Skömmu áður hafði Jóhann Árni Gunnarsson fengið sitt annað gula spjald og þar með rautt í liði Stjörnunnar. Gestirnir áttu engin svör og lauk leiknum með 3-1 sigri ÍBV. Klippa: Besta deild karla: ÍBV 3-1 Stjarnan ÍA vann 1-0 sigur í Keflavík þökk sé marki Olivers Stefánssonar undir lok leiks. Klippa: Besta deild karla: Keflavík 0-1 ÍA KR og FH gerðu markalaust jafntefli í frekar döprum leik á Meistaravöllum. Klippa: Besta deild karla: KR 0-0 FH
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-Stjarnan 3-1 | Frábær Eyjasigur á tíu Stjörnumönnum ÍBV tók á móti Stjörnunni á Hásteinsvelli í fyrsta leik dagsins í Bestu deild karla. Leikurinn endaði með 3-1 sgiri ÍBV. Eftir tap fyrir ÍA í síðasta leik þurftu Eyjamenn sigur í botnbaráttunni en Stjörnumenn fjarlægðust Evrópubaráttuna enn frekar. 28. ágúst 2022 13:16 Umfjöllun og viðtöl: KA 2- 3 Víkingur | Birnir Snær tryggði Íslandsmeisturunum dramatískan sigur Víkingur sigraði KA, 2-3, í frábærum fótbolta leik á Akureyri fyrr í dag. KA leiddi 2-1 þegar stundarfjórðungur lifði leiks en Víkingar grófu djúpt og uppskáru sigur með marki frá Birni Snæ Ingasyni á 90. mínútu. 28. ágúst 2022 18:00 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 4-0 Leiknir | Blikar ekki í vandræðum með Leikni Breiðablik vann sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 21:15 Umfjöllun,viðtöl og myndir: KR-FH 0-0| Vögguvísa á Meistaravöllum Það var mikið húllumhæ fyrir leik KR og FH. Ný útgáfa af stuðningsmannalagi KR, Öll sem eitt var frumflutt og var fjölmennt á vellinum.Leikurinn var einn sá allra lokaðasti sem hefur verið spilaður á tímabilinu og var afar lítið um marktækifæri og var markalaust jafntefli niðurstaðan. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. ágúst 2022 19:00 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-ÍA 0-1 | Mark Olivers í lokin tryggði Skagamönnum annan sigurinn í röð Oliver Stefánsson var hetja Skagamanna þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Keflavík suður með sjó í dag. Þetta er annar sigur ÍA í röð sem fara úr neðsta sæti deildarinnar með sigrinum. 28. ágúst 2022 20:02 Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íslenski boltinn Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Fleiri fréttir Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-Stjarnan 3-1 | Frábær Eyjasigur á tíu Stjörnumönnum ÍBV tók á móti Stjörnunni á Hásteinsvelli í fyrsta leik dagsins í Bestu deild karla. Leikurinn endaði með 3-1 sgiri ÍBV. Eftir tap fyrir ÍA í síðasta leik þurftu Eyjamenn sigur í botnbaráttunni en Stjörnumenn fjarlægðust Evrópubaráttuna enn frekar. 28. ágúst 2022 13:16
Umfjöllun og viðtöl: KA 2- 3 Víkingur | Birnir Snær tryggði Íslandsmeisturunum dramatískan sigur Víkingur sigraði KA, 2-3, í frábærum fótbolta leik á Akureyri fyrr í dag. KA leiddi 2-1 þegar stundarfjórðungur lifði leiks en Víkingar grófu djúpt og uppskáru sigur með marki frá Birni Snæ Ingasyni á 90. mínútu. 28. ágúst 2022 18:00
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 4-0 Leiknir | Blikar ekki í vandræðum með Leikni Breiðablik vann sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 21:15
Umfjöllun,viðtöl og myndir: KR-FH 0-0| Vögguvísa á Meistaravöllum Það var mikið húllumhæ fyrir leik KR og FH. Ný útgáfa af stuðningsmannalagi KR, Öll sem eitt var frumflutt og var fjölmennt á vellinum.Leikurinn var einn sá allra lokaðasti sem hefur verið spilaður á tímabilinu og var afar lítið um marktækifæri og var markalaust jafntefli niðurstaðan. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 28. ágúst 2022 19:00
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-ÍA 0-1 | Mark Olivers í lokin tryggði Skagamönnum annan sigurinn í röð Oliver Stefánsson var hetja Skagamanna þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri á Keflavík suður með sjó í dag. Þetta er annar sigur ÍA í röð sem fara úr neðsta sæti deildarinnar með sigrinum. 28. ágúst 2022 20:02
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik Handbolti