LuPone fór í Sopranos með hlutverk Dr. Bruce Cusamano , nágranna og læknis Tonys og fjölskyldu hans. Hann fór auk þess með hlutverk í þáttum á borð við All My Children, Law and Order og Sex and the City.
Talsmaður LuPone segir hann hafa látist af völdum krabbameins í brisi, en hann greindist með meinið fyrir þremur árum.
LuPone var mjög virkur í heimi sviðslista og átti þátt í að stofna leikhúsið MMC Theater í new York.
LuPone lætur eftir sig eiginkonuna Virginia og soninn Orlando.