Dómur kveðinn upp í morði sem vakti heimsathygli í hlaðvarpsþáttum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. ágúst 2022 08:04 Chris Dawson var sakfelldur fyrir morðið á Lynette í dag. Getty/Lisa Maree Williams Hinn ástralski Chris Dawson hefur verið sakfelldur fyrir morðið á eiginkonu sinni Lynette Dawson, fjórum áratugum eftir að hún hvarf sporlaust. Mál Dawson hjónanna var tekið til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum að nýju eftir að ljósi var varpað á ný sönnunargögn í hlaðvarpsþáttunum The Teacher's Pet. Chris var í dag sakfelldur fyrir morðið á Lynette af hæstarétti Nýju Suður Wales. Miklar vangaveltur hafa verið um hver hafi myrt Lynette síðan hún hvarf sporlaust í janúar árið 1982 en lögregluyfirvöldum tókst ekki að fá botn í málið fyrr en nú. Líkamsleifar Lynette fundust aldrei og engar haldbærar sannanir, aðeins óbeinar, lágu fyrir í málinu. Chris var ákærður fyrir morðið á Lynette árið 2018 eftir að ljósi var varpað á málsatvik að nýju í hlaðvarpinu The Teacher's Pet og lögregluyfirvöld opnuðu rannsóknina í kjölfarið. Dómur verður kveðinn upp yfir Chris síðar í haust. Hinn 74 ára gamli Chris neitar því staðfastlega að hafa myrt Lynette og heldur því fram enn þann dag í dag að hún hafi yfirgefið hann og tvö börn þeirra, að hans sögn líklega til að ganga til liðs við sértrúarsöfnuð. Dómarinn í málinu sagði við dómsuppsögu að allar vísbendingar bentu til sektar Chris. Hann hafi verið með þráhyggju fyrir pössunarpíu þeirra hjóna, sem hann var í ástarsambandi við þrátt fyrir að hún hafi aðeins verið unglingur þegar Lynette hvarf, og hafi viljað skipta Lynette út fyrir hana. Pössunarpían er aðeins þekkt sem JC vegna ungs aldurs hennar þegar atburðirnir áttu sér stað. Taka skal fram að Chris starfaði sem íþróttakennari í menntaskólanum Cromer High School en áður en hann fór að kenna var hann landsfrægur rugby leikmaður. Chris hefur ítrekað verið sakaður um að hafa „sofið hjá“ nemendum sínum og hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni vegna sambands hans við JC, sem var nemandi hans. Flutti „ástkonuna“ inn á heimilið nokkrum dögum eftir hvarfið Chris hafi ítrekað gert tilraunir til að fara frá Lynette sem hafi ekki gengið upp og hann hafi verið orðinn úrkula vonar. JC hafi þar að auki viljað slíta sambandinu við hann að sögn dómarans. Aðeins nokkrum dögum eftir hvarf Lynette bað Chris JC að flytja inn á heimili þeirra hjóna, sem hún og gerði, en hann tilkynnti ekki hvarf Lynette fyrr en sex vikum síðar. Meðal þess sem saksóknarar lögðu áherslu á í málflutningi sínum var sú staðreynd hvað Chris tilkynnti hvarf Lynette seint og það að hann hafi sagt við yfirheyrslur á sínum tíma að Lynette hafi hringt í hann eina helgi eftir að hún hvarf og sagt honum að hún þyrfti smá frí. Hann sagði hana þá hafa hringt nokkrum sinnum eftir það. Saksóknarar héldu því þó fram að Chris hafi myrt hana eftir að hafa ítrekað mistekist að fara frá henni. Meðal þess sem hann hafi íhugað til að slíta sambandi þeirra hafi verið að ráða leigumorðingja. Hann hafi auk þess gert tilraun til að flytja til Queensland með JC til að hefja nýtt líf en það hafi ekki gengið eftir. Dómarinn í málinu hafnaði þeim staðhæfingum saksóknara að Chris hafi reynt að ráða leigumorðingja og að hann hafi verið ofbeldisfullur í garð Lynette áður en hún hvarf. Niðurstaða hans var þó sú að Lynette hafi ekki yfirgefið heimili sitt af fúsum og frjálsum vilja. Lynette hafi ekki hugsað um neitt nema börn sín og eiginmann og þar að auki hafi engir hennar munir horfið af heimilinu samhliða hvarfi hennar. Meira að segja augnlinsur hennar hafi enn verið á heimilinu og þótti dómaranum ólíklegt að hefði hún yfirgefið heimilið sjálfviljug að hún hafi skilið allar sínar veraldlegu eigur eftir. Áhrif hlaðvarpsins góð og slæm Hlaðvarpið The Teacher's Pet vakti heimsathygli og hefur verið streymt oftar en 30 milljón sinnum. Rannsóknarblaðamaðurinn Hedley Thomas vann til blaðamannaverðlauna í Ástralíu fyrir umfjöllunina á sínum tíma og var efst á spilunarlistum í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Nýja-Sjálandi. Þó svo að hlaðvarpið hafi hvatt rannsakendur til að taka málið upp að nýju sagði dómarinn í morgun að það hafi líka spillt því að einhverju leyti. Thomas hafi auk þess verið mjög hlutdrægur í umfjöllun sinni um málið. Fresta þurfti réttarhöldunum yfir Chris vegna athyglinnar sem hlaðvarpið vakti og lögmenn hans reyndu að fá málinu vísað alfarið frá þar sem hlaðvarpið hefði áhrif á bæði vitni og mögulega kviðdómendur. Í stað þess að vísa málinu frá dæmdi einn dómari í máli hans, í stað kviðdóms eins og tíðkast í Ástralíu. Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira
Chris var í dag sakfelldur fyrir morðið á Lynette af hæstarétti Nýju Suður Wales. Miklar vangaveltur hafa verið um hver hafi myrt Lynette síðan hún hvarf sporlaust í janúar árið 1982 en lögregluyfirvöldum tókst ekki að fá botn í málið fyrr en nú. Líkamsleifar Lynette fundust aldrei og engar haldbærar sannanir, aðeins óbeinar, lágu fyrir í málinu. Chris var ákærður fyrir morðið á Lynette árið 2018 eftir að ljósi var varpað á málsatvik að nýju í hlaðvarpinu The Teacher's Pet og lögregluyfirvöld opnuðu rannsóknina í kjölfarið. Dómur verður kveðinn upp yfir Chris síðar í haust. Hinn 74 ára gamli Chris neitar því staðfastlega að hafa myrt Lynette og heldur því fram enn þann dag í dag að hún hafi yfirgefið hann og tvö börn þeirra, að hans sögn líklega til að ganga til liðs við sértrúarsöfnuð. Dómarinn í málinu sagði við dómsuppsögu að allar vísbendingar bentu til sektar Chris. Hann hafi verið með þráhyggju fyrir pössunarpíu þeirra hjóna, sem hann var í ástarsambandi við þrátt fyrir að hún hafi aðeins verið unglingur þegar Lynette hvarf, og hafi viljað skipta Lynette út fyrir hana. Pössunarpían er aðeins þekkt sem JC vegna ungs aldurs hennar þegar atburðirnir áttu sér stað. Taka skal fram að Chris starfaði sem íþróttakennari í menntaskólanum Cromer High School en áður en hann fór að kenna var hann landsfrægur rugby leikmaður. Chris hefur ítrekað verið sakaður um að hafa „sofið hjá“ nemendum sínum og hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni vegna sambands hans við JC, sem var nemandi hans. Flutti „ástkonuna“ inn á heimilið nokkrum dögum eftir hvarfið Chris hafi ítrekað gert tilraunir til að fara frá Lynette sem hafi ekki gengið upp og hann hafi verið orðinn úrkula vonar. JC hafi þar að auki viljað slíta sambandinu við hann að sögn dómarans. Aðeins nokkrum dögum eftir hvarf Lynette bað Chris JC að flytja inn á heimili þeirra hjóna, sem hún og gerði, en hann tilkynnti ekki hvarf Lynette fyrr en sex vikum síðar. Meðal þess sem saksóknarar lögðu áherslu á í málflutningi sínum var sú staðreynd hvað Chris tilkynnti hvarf Lynette seint og það að hann hafi sagt við yfirheyrslur á sínum tíma að Lynette hafi hringt í hann eina helgi eftir að hún hvarf og sagt honum að hún þyrfti smá frí. Hann sagði hana þá hafa hringt nokkrum sinnum eftir það. Saksóknarar héldu því þó fram að Chris hafi myrt hana eftir að hafa ítrekað mistekist að fara frá henni. Meðal þess sem hann hafi íhugað til að slíta sambandi þeirra hafi verið að ráða leigumorðingja. Hann hafi auk þess gert tilraun til að flytja til Queensland með JC til að hefja nýtt líf en það hafi ekki gengið eftir. Dómarinn í málinu hafnaði þeim staðhæfingum saksóknara að Chris hafi reynt að ráða leigumorðingja og að hann hafi verið ofbeldisfullur í garð Lynette áður en hún hvarf. Niðurstaða hans var þó sú að Lynette hafi ekki yfirgefið heimili sitt af fúsum og frjálsum vilja. Lynette hafi ekki hugsað um neitt nema börn sín og eiginmann og þar að auki hafi engir hennar munir horfið af heimilinu samhliða hvarfi hennar. Meira að segja augnlinsur hennar hafi enn verið á heimilinu og þótti dómaranum ólíklegt að hefði hún yfirgefið heimilið sjálfviljug að hún hafi skilið allar sínar veraldlegu eigur eftir. Áhrif hlaðvarpsins góð og slæm Hlaðvarpið The Teacher's Pet vakti heimsathygli og hefur verið streymt oftar en 30 milljón sinnum. Rannsóknarblaðamaðurinn Hedley Thomas vann til blaðamannaverðlauna í Ástralíu fyrir umfjöllunina á sínum tíma og var efst á spilunarlistum í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada og Nýja-Sjálandi. Þó svo að hlaðvarpið hafi hvatt rannsakendur til að taka málið upp að nýju sagði dómarinn í morgun að það hafi líka spillt því að einhverju leyti. Thomas hafi auk þess verið mjög hlutdrægur í umfjöllun sinni um málið. Fresta þurfti réttarhöldunum yfir Chris vegna athyglinnar sem hlaðvarpið vakti og lögmenn hans reyndu að fá málinu vísað alfarið frá þar sem hlaðvarpið hefði áhrif á bæði vitni og mögulega kviðdómendur. Í stað þess að vísa málinu frá dæmdi einn dómari í máli hans, í stað kviðdóms eins og tíðkast í Ástralíu.
Ástralía Erlend sakamál Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Sjá meira