Á vef Hagstofunnar kemur fram að sumarútsölum fari að ljúka. Verð á fötum hafi hækkað um 3,5 prósent en verð á húsgögnum og heimilisbúnaði um 6,4 prósent. Kostnaður vegna búsetu hækkaði um 0,9 prósent. Allt hafði þetta áhrif á lítilsháttar hækkun á vísitölunni.
Á móti kemur að verð á flugfargjöldum til útlanda lækkaði um 8,7 prósent og verð á bensíni og olíum lækkaði um 3,9%. Þetta hafði áhrif til lækkunar á vísitölunni.
Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,7 prósent og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 7,1 prósent.