Arnar framlengir í Víkinni Valur Páll Eiríksson skrifar 30. ágúst 2022 12:00 Arnar Gunnlaugsson hefur framlengt samning sinn við Víking fram yfir tímabilið 2025. Arnar Gunnlaugsson hefur framlengt samning sinn sem þjálfari Víkings í Reykjavík til loka tímabilsins 2025. Félagið tilkynnti um þetta í dag. Víkingur gerði síðast samning við Arnar í apríl í fyrra og náði gildandi samningur hans til 2024. Hann hefur nú framlengt á ný, um eitt ár, og tekið er fram í tilkynningu Víkings að samningurinn sé óuppsegjanlegur af beggja hálfu, líkt og fyrri samningar milli aðilanna. Arnar tók við Víkingsliðinu haustið 2018 eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Loga Ólafssonar hjá félaginu í tvö ár. Áður var hann aðstoðarþjálfari hjá KR í frá 2016 til 2017. Víkingur vann bikarkeppnina á fyrsta tímabili Arnars með liðið, sumarið 2019, og eftir strembið sumar 2020 vann liðið tvöfalt, bæði Íslandsmeistaratitilinn og bikartitilinn síðasta sumar. Víkingur situr í þriðja sæti Bestu deildar karla með 35 stig, stigi á eftir KA í öðru sæti og tíu stigum frá toppliði Breiðabliks. Víkingur hefur þó aðeins leikið 18 leiki samanborið við 19 leiki liðanna fyrir ofan þá. Víkingur er einnig kominn í undanúrslit Mjólkurbikars karla og mæta þar Breiðabliki á Kópavogsvelli annað kvöld. Tilkynning Víkings Knattspyrnudeild Víkings hefur framlengt samning sinn við Arnar Bergmann Gunnlaugsson til þriggja ára. Samningurinn er óuppsegjanlegur af beggja hálfu, rétt eins og fyrri samningar. Það er með mikilli ánægju sem Víkingur tilkynnir framlengingu á samningi við Arnar Gunnlaugsson. Arnar er einn farsælasti þjálfari félagsins frá upphafi. Frá árinu 2018 þegar Arnar tók við félaginu af Loga Ólafssyni hefur leiðin legið upp á við. Fyrsti titillinn kom í hús árið 2019 og tveir þeir næstu árið 2021. Umgjörð félagsins hefur batnað mikið á sama tíma. Með yfirmanni knattspyrnumála, Kára Árnasyni hefur skapast samfella í starfinu og meiri samhæfing á áherslum félagsins niður í yngri flokka starfið. Arnar Gunnlaugsson er leiðtogi mjög öflugs þjálfarateymis sem gengur samstillt til verka og nær árangri. Undir hans stjórn náði félagið að komast í þriðju umferð Evrópukeppninnar þar sem liðið átti stærstan þátt í að tryggja Íslandi fjórða evrópusætið að ári með mjög góðum úrslitum á móti sterkum andstæðingum. Evrópuævintýrið í sumar er byrjunin á þeirri vegferð sem félagið vill feta. Undir stjórn Arnars er Víkingum í nútíð og framtíð allir vegir færir. Sem þjálfari Víkings á undanförnum fjórum árum hefur Arnar byggt upp orðstír sem farin er að skyggja á glæstan leikmannaferil hans. Við Víkingar erum því sérstaklega ánægð með að vera búin að tryggja félaginu starfskrafta hans til næstu þriggja ára hið minnsta. Undir stjórn Arnars, með hjálp þjálfarateymisins, leikmanna og iðkenda félagsins ásamt sjálfboðaliðum og stuðningsmönnum væntum við áframhaldandi velgengni, uppbyggingar og sætra sigra! Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Víkingur gerði síðast samning við Arnar í apríl í fyrra og náði gildandi samningur hans til 2024. Hann hefur nú framlengt á ný, um eitt ár, og tekið er fram í tilkynningu Víkings að samningurinn sé óuppsegjanlegur af beggja hálfu, líkt og fyrri samningar milli aðilanna. Arnar tók við Víkingsliðinu haustið 2018 eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Loga Ólafssonar hjá félaginu í tvö ár. Áður var hann aðstoðarþjálfari hjá KR í frá 2016 til 2017. Víkingur vann bikarkeppnina á fyrsta tímabili Arnars með liðið, sumarið 2019, og eftir strembið sumar 2020 vann liðið tvöfalt, bæði Íslandsmeistaratitilinn og bikartitilinn síðasta sumar. Víkingur situr í þriðja sæti Bestu deildar karla með 35 stig, stigi á eftir KA í öðru sæti og tíu stigum frá toppliði Breiðabliks. Víkingur hefur þó aðeins leikið 18 leiki samanborið við 19 leiki liðanna fyrir ofan þá. Víkingur er einnig kominn í undanúrslit Mjólkurbikars karla og mæta þar Breiðabliki á Kópavogsvelli annað kvöld. Tilkynning Víkings Knattspyrnudeild Víkings hefur framlengt samning sinn við Arnar Bergmann Gunnlaugsson til þriggja ára. Samningurinn er óuppsegjanlegur af beggja hálfu, rétt eins og fyrri samningar. Það er með mikilli ánægju sem Víkingur tilkynnir framlengingu á samningi við Arnar Gunnlaugsson. Arnar er einn farsælasti þjálfari félagsins frá upphafi. Frá árinu 2018 þegar Arnar tók við félaginu af Loga Ólafssyni hefur leiðin legið upp á við. Fyrsti titillinn kom í hús árið 2019 og tveir þeir næstu árið 2021. Umgjörð félagsins hefur batnað mikið á sama tíma. Með yfirmanni knattspyrnumála, Kára Árnasyni hefur skapast samfella í starfinu og meiri samhæfing á áherslum félagsins niður í yngri flokka starfið. Arnar Gunnlaugsson er leiðtogi mjög öflugs þjálfarateymis sem gengur samstillt til verka og nær árangri. Undir hans stjórn náði félagið að komast í þriðju umferð Evrópukeppninnar þar sem liðið átti stærstan þátt í að tryggja Íslandi fjórða evrópusætið að ári með mjög góðum úrslitum á móti sterkum andstæðingum. Evrópuævintýrið í sumar er byrjunin á þeirri vegferð sem félagið vill feta. Undir stjórn Arnars er Víkingum í nútíð og framtíð allir vegir færir. Sem þjálfari Víkings á undanförnum fjórum árum hefur Arnar byggt upp orðstír sem farin er að skyggja á glæstan leikmannaferil hans. Við Víkingar erum því sérstaklega ánægð með að vera búin að tryggja félaginu starfskrafta hans til næstu þriggja ára hið minnsta. Undir stjórn Arnars, með hjálp þjálfarateymisins, leikmanna og iðkenda félagsins ásamt sjálfboðaliðum og stuðningsmönnum væntum við áframhaldandi velgengni, uppbyggingar og sætra sigra!
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann