Reynolds segir ákvörðunina að banna félögum í utandeildum Englands að sýna leiki sína í gegnum streymi, hvort sem það er innan- eða utanlands, vera „algjörlega fáránlega“. Hann telur að deildin sé með þessu að neita félögum um tækifæri til að afla sér aukinna tekna, ásamt því að stækka aðdáendahópa sína.
Reynolds keypti Wrexham árið 2021 ásamt leikaranum og vini sínum, Rob McElhenny.
Það er hins vegar BT Sport sem á sýningarréttin á utandeildum Englands, en stöðin hefur átt réttin frá árinu 2013. Núverandi samningur BT Sport um sýningarréttinn gildir til ársins 2024.
Reynolds lét óánægju sína um málið í ljós á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann gagnrýnir þá ákvörðun að banna félögum að senda út beint streymi frá leikjum sínum.
After months of maximum effort, the decision (through inaction of the @Vanarama National League) to not allow domestic/international streaming of matches of Wrexham and the other clubs in the league is truly baffling. CC @btsport. Pls RT!!! 1/4
— Ryan Reynolds (@VancityReynolds) August 29, 2022
„Eftir marga mánuði af mikilli vinnu er ákvörðunin (þökk sé aðgerðarleysi Vanarama National League) að banna streymi frá leikjum Wrexham og annarra liða í deildinni algjörlega fáránleg,“ ritaði Reynolds á Twitter-síðu sína.
„Hún sviptir öll liðin í deildinni því tækifæri að stækka aðdáendahópa sína á sama tíma og tekjur deildarinnar sem væri öllum til hagsbóta.“
Vanarama, helsti styrktaraðili utandeildanna, svaraði Reynolds á samfélagsmiðlum sínum þar sem fyrirtækið sagðist vera hlynnt því að liðin fengju að sýna frá leikjum sínum, svo lengi sem öll lið myndu hagnast á því og það væri það sem öll liðin vildu.