Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Bjarki Sigurðsson skrifar 30. ágúst 2022 20:46 Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn. EPA/Alejandro Bringas Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. Gorbatsjov fæddist í Privolnoye í mars árið 1931. Bærinn tilheyrir í dag Rússlandi en tilheyrði þá Sovétríkjunum. Hann varð meðlimur Kommúnistaflokksins í landinu árið 1950, þá nítján ára háskólanemi, en á þeim tíma lærði hann lögfræði við Háskólann í Moskvu. Gorbatsjov var valinn aðalritari Kommúnistaflokksins í Sovétríkjunum árið 1985, þá 54 ára gamall. Flokkurinn var eini stjórnmálaflokkurinn í Sovétríkjunum á þessum tíma og Gorbatsjov þar með orðinn leiðtogi landsins. Fundaði í Höfða Gorbatsjov kom hingað til lands árið 1986 og fundaði með Ronald Reagan, þáverandi forseta Bandaríkjanna, í Höfða vegna Kalda stríðsins. Fundurinn er einn sá þekktasti í sögunni en lítið kom upp úr honum. Leiðtogarnir komust ansi nálægt því að útiloka notkun kjarnorkuvopna í stríðinu en tókst ekki að semja um það í Reykjavík. Frá vinstri: Raissa Gorbatsjov, Míkhaíl Gorbatsjov og Vigdís Finnbogadóttir í Höfða árið 1986.Getty/Martin Athenstädt Kalda stríðinu lauk árið 1991 þegar Sovétríkin féllu en árið áður hafði Gorbatsjov fengið Friðarverðlaun Nóbels fyrir hlutverk sitt í að bæta samskipti vestursins og austursins. Mikil gagnrýni á flokkinn Gorbatsjov reyndi að breyta stefnu Kommúnistaflokksins með glasnost (opnun) og perestrojka (endurskipulagningu). Til að mynda var tjáningarfrelsi aukið í landinu á valdatíma hans en því fylgdi mikil gagnrýni á Kommúnistaflokkinn og Sovétríkin í heild sinni. Þessi stefna hans leiddi einnig til þess að íbúar Eystrasaltsríkjanna urðu djarfari í baráttu sinni um sjálfstæði. Gorbatsjov var síðasti leiðtogi Sovétríkjanna en árið 1991 féllu þau en fjöldi þjóða hafði þá lýst yfir sjálfstæði sínu frá ríkjunum. Gorbatsjov reyndi sitt besta við að halda ríkjunum saman áður en það gekk ekki. Þeir Rússar sem syrgja Sovétríkin hafa ávallt gagnrýnt Gorbatsjov fyrir þann óróa sem hann skapaði með þessum stefnum sínum. Gorbatsjov lést í dag á sjúkrahúsi í Moskvu en hann hafði dvalið þar um nokkra stund vegna veikinda. Ekki hefur verið greint nánar frá veikindum hans hingað til. Andlát Kalda stríðið Rússland Sovétríkin Leiðtogafundurinn í Höfða Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Tengdar fréttir Michael Douglas leikur Reagan í nýjum þáttum um „sögulegan leiðtogafund“ í Reykjavík 1986 Stórleikararnir Michael Douglas og Christoph Waltz munu fara með hlutverk Ronalds Reagan og Mikhail Gorbatsjov nýrri þáttarröð í leikstjórn James Foley sem fjalla mun um þessa fyrrum leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Fyrst og fremst munu þættirnir fjalla um leiðtogafundinn í Höfða 1986. 12. desember 2020 11:15 RAX Augnablik: „Maður þurfti að passa sig á þessum gaurum sem voru þarna“ Á leiðtogafundinum í Höfða árið 1986 var Ragnar Axelsson ljósmyndari í hópi fjölmiðlafólksins á staðnum. Hann tók þar eftirminnilegar myndir af Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna og Ronald Reagan, forsela Bandarikjanna. 10. janúar 2021 07:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Gorbatsjov fæddist í Privolnoye í mars árið 1931. Bærinn tilheyrir í dag Rússlandi en tilheyrði þá Sovétríkjunum. Hann varð meðlimur Kommúnistaflokksins í landinu árið 1950, þá nítján ára háskólanemi, en á þeim tíma lærði hann lögfræði við Háskólann í Moskvu. Gorbatsjov var valinn aðalritari Kommúnistaflokksins í Sovétríkjunum árið 1985, þá 54 ára gamall. Flokkurinn var eini stjórnmálaflokkurinn í Sovétríkjunum á þessum tíma og Gorbatsjov þar með orðinn leiðtogi landsins. Fundaði í Höfða Gorbatsjov kom hingað til lands árið 1986 og fundaði með Ronald Reagan, þáverandi forseta Bandaríkjanna, í Höfða vegna Kalda stríðsins. Fundurinn er einn sá þekktasti í sögunni en lítið kom upp úr honum. Leiðtogarnir komust ansi nálægt því að útiloka notkun kjarnorkuvopna í stríðinu en tókst ekki að semja um það í Reykjavík. Frá vinstri: Raissa Gorbatsjov, Míkhaíl Gorbatsjov og Vigdís Finnbogadóttir í Höfða árið 1986.Getty/Martin Athenstädt Kalda stríðinu lauk árið 1991 þegar Sovétríkin féllu en árið áður hafði Gorbatsjov fengið Friðarverðlaun Nóbels fyrir hlutverk sitt í að bæta samskipti vestursins og austursins. Mikil gagnrýni á flokkinn Gorbatsjov reyndi að breyta stefnu Kommúnistaflokksins með glasnost (opnun) og perestrojka (endurskipulagningu). Til að mynda var tjáningarfrelsi aukið í landinu á valdatíma hans en því fylgdi mikil gagnrýni á Kommúnistaflokkinn og Sovétríkin í heild sinni. Þessi stefna hans leiddi einnig til þess að íbúar Eystrasaltsríkjanna urðu djarfari í baráttu sinni um sjálfstæði. Gorbatsjov var síðasti leiðtogi Sovétríkjanna en árið 1991 féllu þau en fjöldi þjóða hafði þá lýst yfir sjálfstæði sínu frá ríkjunum. Gorbatsjov reyndi sitt besta við að halda ríkjunum saman áður en það gekk ekki. Þeir Rússar sem syrgja Sovétríkin hafa ávallt gagnrýnt Gorbatsjov fyrir þann óróa sem hann skapaði með þessum stefnum sínum. Gorbatsjov lést í dag á sjúkrahúsi í Moskvu en hann hafði dvalið þar um nokkra stund vegna veikinda. Ekki hefur verið greint nánar frá veikindum hans hingað til.
Andlát Kalda stríðið Rússland Sovétríkin Leiðtogafundurinn í Höfða Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Tengdar fréttir Michael Douglas leikur Reagan í nýjum þáttum um „sögulegan leiðtogafund“ í Reykjavík 1986 Stórleikararnir Michael Douglas og Christoph Waltz munu fara með hlutverk Ronalds Reagan og Mikhail Gorbatsjov nýrri þáttarröð í leikstjórn James Foley sem fjalla mun um þessa fyrrum leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Fyrst og fremst munu þættirnir fjalla um leiðtogafundinn í Höfða 1986. 12. desember 2020 11:15 RAX Augnablik: „Maður þurfti að passa sig á þessum gaurum sem voru þarna“ Á leiðtogafundinum í Höfða árið 1986 var Ragnar Axelsson ljósmyndari í hópi fjölmiðlafólksins á staðnum. Hann tók þar eftirminnilegar myndir af Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna og Ronald Reagan, forsela Bandarikjanna. 10. janúar 2021 07:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Michael Douglas leikur Reagan í nýjum þáttum um „sögulegan leiðtogafund“ í Reykjavík 1986 Stórleikararnir Michael Douglas og Christoph Waltz munu fara með hlutverk Ronalds Reagan og Mikhail Gorbatsjov nýrri þáttarröð í leikstjórn James Foley sem fjalla mun um þessa fyrrum leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Fyrst og fremst munu þættirnir fjalla um leiðtogafundinn í Höfða 1986. 12. desember 2020 11:15
RAX Augnablik: „Maður þurfti að passa sig á þessum gaurum sem voru þarna“ Á leiðtogafundinum í Höfða árið 1986 var Ragnar Axelsson ljósmyndari í hópi fjölmiðlafólksins á staðnum. Hann tók þar eftirminnilegar myndir af Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna og Ronald Reagan, forsela Bandarikjanna. 10. janúar 2021 07:00