Balotelli yfirgefur Birki og félaga Valur Páll Eiríksson skrifar 31. ágúst 2022 15:31 Balotelli var öflugur í Tyrklandi á síðustu leiktíð. Elif Ozturk Ozgoncu/Anadolu Agency via Getty Images Mario Balotelli verður ekki áfram liðsfélagi Birkis Bjarnasonar hjá Adana Demirspor í Tyrklandi. Hann er á leið til Sviss. Ferillinn hefur legið töluvert niður á við hjá hinum 32 ára gamla Balotelli sem var álitinn eitt mesta efni heims á sínum tíma. Hann vann þrjá ítalska meistaratitla með Inter fyrir tvítugt og var þá hluti af liði Manchester City sem vann ensku deildina árið 2012. City gafst upp á honum árið 2013, þegar hann var 23 ára, en þá hafði dregið undan frammistöðu hans innan vallar og umdeild atvik utan vallar ollu einnig vandræðum. Aðeins ári fyrr hafði hann verið stór hluti af árangri Ítala sem hlutu silfur á EM 2012. Hann átti eitt og hálft gott ár hjá AC Milan en fann sig aldrei hjá Liverpool sem hann samdi við sumarið 2014, þar sem hann skoraði aðeins eitt mark í 16 deildarleikjum. Hann hefur flakkað töluvert um síðan og á flestum stöðum staðið sig ágætlega í markaskorun. Hann hefur leikið með AC Milan, Nice og Marseille í Frakklandi, Brescia og Monza á Ítalíu og síðast Adana Demirspor í Tyrklandi hvar hann skoraði 18 deildarmörk í 33 leikjum á síðustu leiktíð, þar af fimm í síðasta leik tímabilsins. Hann er nú á leið til Sviss hvar hann mun leika með FC Sion. Liðið lenti í sjöunda sæti í svissnesku deildinni í fyrra og vonast eflaust eftir að Balotelli geti hjálpað liðinu að ná betri árangri í ár. Mario Balotelli has decided to join Swiss side FC Sion. Full agreement in place but still not signed he wants Sion as priority. It s over with Adana Demirspor. #transfersBeen told Mario Balotelli will undergo medical tests in the morning with Sion. pic.twitter.com/pYJmzuLtLL— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2022 Tyrkneski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira
Ferillinn hefur legið töluvert niður á við hjá hinum 32 ára gamla Balotelli sem var álitinn eitt mesta efni heims á sínum tíma. Hann vann þrjá ítalska meistaratitla með Inter fyrir tvítugt og var þá hluti af liði Manchester City sem vann ensku deildina árið 2012. City gafst upp á honum árið 2013, þegar hann var 23 ára, en þá hafði dregið undan frammistöðu hans innan vallar og umdeild atvik utan vallar ollu einnig vandræðum. Aðeins ári fyrr hafði hann verið stór hluti af árangri Ítala sem hlutu silfur á EM 2012. Hann átti eitt og hálft gott ár hjá AC Milan en fann sig aldrei hjá Liverpool sem hann samdi við sumarið 2014, þar sem hann skoraði aðeins eitt mark í 16 deildarleikjum. Hann hefur flakkað töluvert um síðan og á flestum stöðum staðið sig ágætlega í markaskorun. Hann hefur leikið með AC Milan, Nice og Marseille í Frakklandi, Brescia og Monza á Ítalíu og síðast Adana Demirspor í Tyrklandi hvar hann skoraði 18 deildarmörk í 33 leikjum á síðustu leiktíð, þar af fimm í síðasta leik tímabilsins. Hann er nú á leið til Sviss hvar hann mun leika með FC Sion. Liðið lenti í sjöunda sæti í svissnesku deildinni í fyrra og vonast eflaust eftir að Balotelli geti hjálpað liðinu að ná betri árangri í ár. Mario Balotelli has decided to join Swiss side FC Sion. Full agreement in place but still not signed he wants Sion as priority. It s over with Adana Demirspor. #transfersBeen told Mario Balotelli will undergo medical tests in the morning with Sion. pic.twitter.com/pYJmzuLtLL— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2022
Tyrkneski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira