Leysingar og úrkoma gærdagsins áttu ekkert í skyndiflóðið fyrir tveimur árum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. ágúst 2022 11:42 Rennsli jókst töluvert í Hvítá í gær vegna leysinga og úrkomu. Þessi mynd er tekin þegar rennslið var um það bil að ná hámarki í gærkvöldi. Flóðið úr Hafrafellslóni árið 2020 náði alveg upp að brúargólfinu. Vefmyndavél Elmars Snorrasonar. Veðurstofan fylgist áfram grannt með Hafrafellslóni við Langjökul vegna hættu á skyndiflóði úr lóni. Rennsli í Hvítá jókst til muna í hlýindum og rigningu í gær, en þó ekkert á við það sem myndi gerast ef flóð úr lóninu færi af stað. Undanfarna vikur hefur vatnsstaða Hafrafellslóns í jaðri Langjökuls hækkað jafnt og þétt. Talið er mögulegt að hlaupið geti úr lóninu á næstu dögum eða vikum. Töluvert skyndiflóð varð úr lóninu fyrir tveimur árum og flæddi þá mikið vatn niður farveg Svartár, yfir í Hvítá. Hreyfimyndir sýna aukninguna í rennslu Hvítár í gær glögglega Heimamaðurinn Elmar Snorrason hefur sett upp vefmyndavél við Hvítárbrú, ofan við Húsafell, svo fylgjast megi með rennsli árinnar. Í færslu á Facebook í gær vakti Elmar athygli á auknu rennsli í Hvítá við brúnna. Hið aukna rennsli tengist hins vegar leysingum og úrkomu, en ekki neinu flóði úr Hafrafellslónu. Rennsli Hvítár í gær fór hæst í um 130 rúmmetra á sekúndu samkvæmt óyfirförnum gögnum Veðurstofunnar. Á hreyfimyndinni hér fyrir neðan sem byggð er á myndum úr vefmyndavél Elmars og nær yfir um þriggja klukkutíma tímabil í gærkvöldi má glögglega sjá hvernig rennslið eykst hratt, en á þessum árstíma er venjulegt rennsli Hvítár rúmlega áttatíu rúmmetrar á sekúndu. Þó að glögglega megi sjá þó nokkra aukningu á rennsli er þetta þó talið lítið í samanburði við það vatnsmagn sem búast má við að flæði niður Hvítá komi til skyndiflóðs úr Hafrafellslóni. „Það yrði töluvert stærra. Við erum með viðmið fyrir flóðtoppinn og þetta er langt undir því. Það munar alveg 100-150 rúmmetrum í rennsli,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni í samtali við Vísi. Landhelgisgæslan flaug á dögunum yfir lónið.Landhelgisgæslan. Til samanburðar má geta að rennsli í Soginu er nú í kringum 110-120 rúmmetrar á sekúndu. Talið er að í flóðinu 2020 hafi áin náð alveg upp að brúargólfi Hvítárbrúar, þar sem vefmyndavélin er staðsett. Sjá má á hreyfimyndinni hér fyrir neðan að rennslið í gær átti langt í land með að ná því, þrátt fyrir að rennsli hafi aukist töluvert á um þriggja tíma tímabili í gærkvöldi. Talið er rennsli í Hvítá þegar flóðið varð 2020 hafi náð rúmum 250 rúmmetrum á sekúndu. Til samanburðar má nefna að meðaltalsrennsli Jökulsár á Fjöllum síðasta sólarhring er 275,6 rúmmetrar á sekúndu. Grannt fylgst með Sem fyrr segir fylgist Veðurstofan grannt með stöðuna við Hafrafellslón. „Við fylgjumst með gögnum inn á okkar kerfi. Maður sér ef að þetta fer að hækka og fer að nálgast einhver mörk. Þá höfum við samband við Almannavarnir. Þeir sjá svo um að taka við viðbragðinu eftir það,“ segir Sigríður Magnea. Verði svipað flóð og árið 2020 er ekki búist við teljandi áhrifum á mannvirki á svæðinu. Hins vegar getur fólki á ferð við Svartá eða á bökkum Hvítár stafað hætta af flóði. Náttúruhamfarir Borgarbyggð Tengdar fréttir Ný vefmyndavél vaktar Hvítá Möguleiki er á að jökulhlaup verði í Svartá úr lóni við Langjökul en Elmar Snorrason hefur sett upp vefmyndavél til þess að vakta megi svæðið og bregðast fyrr við ef af hlaupinu verður. 20. ágúst 2022 14:00 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Undanfarna vikur hefur vatnsstaða Hafrafellslóns í jaðri Langjökuls hækkað jafnt og þétt. Talið er mögulegt að hlaupið geti úr lóninu á næstu dögum eða vikum. Töluvert skyndiflóð varð úr lóninu fyrir tveimur árum og flæddi þá mikið vatn niður farveg Svartár, yfir í Hvítá. Hreyfimyndir sýna aukninguna í rennslu Hvítár í gær glögglega Heimamaðurinn Elmar Snorrason hefur sett upp vefmyndavél við Hvítárbrú, ofan við Húsafell, svo fylgjast megi með rennsli árinnar. Í færslu á Facebook í gær vakti Elmar athygli á auknu rennsli í Hvítá við brúnna. Hið aukna rennsli tengist hins vegar leysingum og úrkomu, en ekki neinu flóði úr Hafrafellslónu. Rennsli Hvítár í gær fór hæst í um 130 rúmmetra á sekúndu samkvæmt óyfirförnum gögnum Veðurstofunnar. Á hreyfimyndinni hér fyrir neðan sem byggð er á myndum úr vefmyndavél Elmars og nær yfir um þriggja klukkutíma tímabil í gærkvöldi má glögglega sjá hvernig rennslið eykst hratt, en á þessum árstíma er venjulegt rennsli Hvítár rúmlega áttatíu rúmmetrar á sekúndu. Þó að glögglega megi sjá þó nokkra aukningu á rennsli er þetta þó talið lítið í samanburði við það vatnsmagn sem búast má við að flæði niður Hvítá komi til skyndiflóðs úr Hafrafellslóni. „Það yrði töluvert stærra. Við erum með viðmið fyrir flóðtoppinn og þetta er langt undir því. Það munar alveg 100-150 rúmmetrum í rennsli,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni í samtali við Vísi. Landhelgisgæslan flaug á dögunum yfir lónið.Landhelgisgæslan. Til samanburðar má geta að rennsli í Soginu er nú í kringum 110-120 rúmmetrar á sekúndu. Talið er að í flóðinu 2020 hafi áin náð alveg upp að brúargólfi Hvítárbrúar, þar sem vefmyndavélin er staðsett. Sjá má á hreyfimyndinni hér fyrir neðan að rennslið í gær átti langt í land með að ná því, þrátt fyrir að rennsli hafi aukist töluvert á um þriggja tíma tímabili í gærkvöldi. Talið er rennsli í Hvítá þegar flóðið varð 2020 hafi náð rúmum 250 rúmmetrum á sekúndu. Til samanburðar má nefna að meðaltalsrennsli Jökulsár á Fjöllum síðasta sólarhring er 275,6 rúmmetrar á sekúndu. Grannt fylgst með Sem fyrr segir fylgist Veðurstofan grannt með stöðuna við Hafrafellslón. „Við fylgjumst með gögnum inn á okkar kerfi. Maður sér ef að þetta fer að hækka og fer að nálgast einhver mörk. Þá höfum við samband við Almannavarnir. Þeir sjá svo um að taka við viðbragðinu eftir það,“ segir Sigríður Magnea. Verði svipað flóð og árið 2020 er ekki búist við teljandi áhrifum á mannvirki á svæðinu. Hins vegar getur fólki á ferð við Svartá eða á bökkum Hvítár stafað hætta af flóði.
Náttúruhamfarir Borgarbyggð Tengdar fréttir Ný vefmyndavél vaktar Hvítá Möguleiki er á að jökulhlaup verði í Svartá úr lóni við Langjökul en Elmar Snorrason hefur sett upp vefmyndavél til þess að vakta megi svæðið og bregðast fyrr við ef af hlaupinu verður. 20. ágúst 2022 14:00 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Ný vefmyndavél vaktar Hvítá Möguleiki er á að jökulhlaup verði í Svartá úr lóni við Langjökul en Elmar Snorrason hefur sett upp vefmyndavél til þess að vakta megi svæðið og bregðast fyrr við ef af hlaupinu verður. 20. ágúst 2022 14:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent