Fjármálaráðuneytið á að hafa nálgast leyniþjónustuna vegna skoðana starfsmannanna sem en þeir voru sagðir fylgjandi rússneskum hagsmunum. Dæmi um það hafi verið fjárhagsleg björgun þýska orkufyrirtækisins Uniper. Uniper er stærsti innflutningsaðili Þýskalands á gasi frá Rússlandi en skortur á gasi í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna olli því að fyrirtækið var á barmi gjaldþrots.
Talsmenn þýska fjármálaráðuneytisins segja mikla samvinnu hafa átt sér stað á milli ráðuneytisins og leyniþjónustunnar vegna orkumála en það sé markmið hjá ráðuneytinu að Þýskaland verði minna háð rússneskri orku. Reuters greinir frá þessu.
Eftir nánari athugun vegna tengsla starfsmannanna við Rússland hafi ekki fundist stöndug sönnunargögn þess efnis að starfsmennirnir hafi tekið þátt í njósnum eða spillingu.