Nokkrir pottar verða á hliðarlínunni í Mosfellsbæ annað kvöld þar sem fólk getur látið fara vel um sig meðan það horfir á leikinn. Það mun þá fá frían drykk með aðgangsmiða í pottinn, auk handklæðis og slopps.
Pottarnir koma frá Húsasmiðjunni og verða til sölu á svæðinu eftir að leik lýkur.
Þetta er ekki í fyrsta sinn í sumar sem Afturelding bíður upp á nýjungar í upplifun áhorfenda á leikjum sínum en fyrr á tímabilinu var boðið upp á steikarveislu og rauðvín. Þá hefur einnig verið staðið að rauðvínssmökkun, hægt var að fara í klippingu á meðan leik stóð, boðið var upp á nudd og þá var einnig vöfflukaffi.
Leikur Aftureldingar og Fylkis hefst klukkan 19:15 annað kvöld á Malbiksstöðinni að Varmá. Miði í pottinn kostar 4.000 krónur.