Spyr hvort ekki megi endurskilgreina hvenær lax teljist veiddur Snorri Másson skrifar 4. september 2022 10:01 Hvenær telst lax veiddur? Þegar maður er kominn með hann í hendurnar eða þegar hann er kominn alveg upp að bakka eftir viðureign um nokkra stund, og jafnvel þótt hann sleppi þá af önglinum? Borgarfulltrúi, sem jafnframt er mikill veiðimaður, kallar eftir umræðu um nýja talningaraðferð á veiddum löxum. Hví ekki, þegar þeim er nær öllum sleppt hvort eð er. Það kannast flestir veiðimenn við það að vera alveg að landa fisk, þegar hann losnar af og sleppur. Þetta er sár viðskilnaður við bráðina - og þegar hann verður, er ekki litið svo á að þú hafir veitt fisk - en nú er kallað eftir hugarfarsbreytingu í þessu efni. það gerir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, sem hefur viðamikla veiðireynslu í ýmsum tegundum, en hún kveðst ekki líta svo á að þarna sé maður að „missa fisk.“ Í sjónvarpsfréttinni hér að ofan er rætt við Þórdísi Lóu, sem kveðst hafa hugleitt það að undanförnu hvers vegna fiskur þurfi að koma alla leið á land og í hendur leiðsögumanns, félaga eða veiðimanns til þess að hann teljist veiddur. Ljóst er að ný nálgun Lóu er umdeilanleg, enda löngum verið litið á málið með þessum hætti. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi er mikill veiðimaður.Vísir/Arnar Snýst um að fiskurinn taki „Fyrir mér snýst þetta um að fiskurinn taki. Hann tekur fluguna sem ég er búinn að pæla í og setja undir. Ég er búin að vera í viðureign í 10, 20 mínútur, jafnvel hálftíma. Ef ég er búin að standa í því og svo fer hann alveg á síðustu mínútunni, þá líður mér eins og ég hafi veitt. Svo kem ég í hús og þá spyr staðarhaldarinn, hvað komu margir laxar á land? Þá má ég ekki telja minn lax, sem var stórkostlegur,“ segir Þórdís Lóa. Laxastofninn hefur ekki verið ýkja gjöfull við veiðimenn á síðari árum og margir staðarhaldarar vildu heldur að fleiri veiddust á hverju sumri. Lóa var í Langá nýlega, þar sem 16 laxar komu á land en hópurinn missti tólf laxa. Það hefðu verið 28 laxar ef allir hefðu verið taldir með. Skemmtifélagið Dollý fékk 16 laxa á land og missti tólf í veiðiferð í Langá í sumar. Þórdís Lóa segir sífellt fleiri konur sækja í veiðina. Hún hafi prófað bæði blandaða hópa og ekki, og að stemningin sé öðruvísi í kvennahópum. „Það er afslappaðra, skulum við segja. Og svolítil gleði stundum.“Aðsend mynd „Ég bara kalla eftir skemmtilegri umræðu. Ekki segja: Lóa ertu alveg klikk? Þetta gengur ekki. Tökum umræðuna. Af hverju er þetta svona? Er þetta frá því að bændur voru að draga lax upp úr ám og þetta var matarkista? Af því að sannarlega er þetta ekki peningamál fyrir staðarhaldarana af því að ef þetta væri peningamál þá hlytu þau að vilja fleiri laxa í bókina,“ segir Lóa. Lax Stangveiði Tengdar fréttir Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Ytri Rangá er efst á listanum yfir aflahæstu laxveiðiár landsins og er komin yfir 3.000 laxa en hún fer líklega nálægt 5.000 þetta árið. 29. ágúst 2022 08:57 Laxveiði róleg það sem af er sumri Landsamtök veiðifélaga hafa birt nýjar veiðitölur og þar kemur fram að veiðin er almennt langt frá sínu besta. 5. ágúst 2022 09:02 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Það kannast flestir veiðimenn við það að vera alveg að landa fisk, þegar hann losnar af og sleppur. Þetta er sár viðskilnaður við bráðina - og þegar hann verður, er ekki litið svo á að þú hafir veitt fisk - en nú er kallað eftir hugarfarsbreytingu í þessu efni. það gerir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, sem hefur viðamikla veiðireynslu í ýmsum tegundum, en hún kveðst ekki líta svo á að þarna sé maður að „missa fisk.“ Í sjónvarpsfréttinni hér að ofan er rætt við Þórdísi Lóu, sem kveðst hafa hugleitt það að undanförnu hvers vegna fiskur þurfi að koma alla leið á land og í hendur leiðsögumanns, félaga eða veiðimanns til þess að hann teljist veiddur. Ljóst er að ný nálgun Lóu er umdeilanleg, enda löngum verið litið á málið með þessum hætti. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi er mikill veiðimaður.Vísir/Arnar Snýst um að fiskurinn taki „Fyrir mér snýst þetta um að fiskurinn taki. Hann tekur fluguna sem ég er búinn að pæla í og setja undir. Ég er búin að vera í viðureign í 10, 20 mínútur, jafnvel hálftíma. Ef ég er búin að standa í því og svo fer hann alveg á síðustu mínútunni, þá líður mér eins og ég hafi veitt. Svo kem ég í hús og þá spyr staðarhaldarinn, hvað komu margir laxar á land? Þá má ég ekki telja minn lax, sem var stórkostlegur,“ segir Þórdís Lóa. Laxastofninn hefur ekki verið ýkja gjöfull við veiðimenn á síðari árum og margir staðarhaldarar vildu heldur að fleiri veiddust á hverju sumri. Lóa var í Langá nýlega, þar sem 16 laxar komu á land en hópurinn missti tólf laxa. Það hefðu verið 28 laxar ef allir hefðu verið taldir með. Skemmtifélagið Dollý fékk 16 laxa á land og missti tólf í veiðiferð í Langá í sumar. Þórdís Lóa segir sífellt fleiri konur sækja í veiðina. Hún hafi prófað bæði blandaða hópa og ekki, og að stemningin sé öðruvísi í kvennahópum. „Það er afslappaðra, skulum við segja. Og svolítil gleði stundum.“Aðsend mynd „Ég bara kalla eftir skemmtilegri umræðu. Ekki segja: Lóa ertu alveg klikk? Þetta gengur ekki. Tökum umræðuna. Af hverju er þetta svona? Er þetta frá því að bændur voru að draga lax upp úr ám og þetta var matarkista? Af því að sannarlega er þetta ekki peningamál fyrir staðarhaldarana af því að ef þetta væri peningamál þá hlytu þau að vilja fleiri laxa í bókina,“ segir Lóa.
Lax Stangveiði Tengdar fréttir Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Ytri Rangá er efst á listanum yfir aflahæstu laxveiðiár landsins og er komin yfir 3.000 laxa en hún fer líklega nálægt 5.000 þetta árið. 29. ágúst 2022 08:57 Laxveiði róleg það sem af er sumri Landsamtök veiðifélaga hafa birt nýjar veiðitölur og þar kemur fram að veiðin er almennt langt frá sínu besta. 5. ágúst 2022 09:02 Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Fleiri fréttir Virðist ekki vera hægt á Íslandi Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Sjá meira
Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Ytri Rangá er efst á listanum yfir aflahæstu laxveiðiár landsins og er komin yfir 3.000 laxa en hún fer líklega nálægt 5.000 þetta árið. 29. ágúst 2022 08:57
Laxveiði róleg það sem af er sumri Landsamtök veiðifélaga hafa birt nýjar veiðitölur og þar kemur fram að veiðin er almennt langt frá sínu besta. 5. ágúst 2022 09:02
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent