Ummæli Gary Neville á borði ríkissaksóknara | Gæti fengið allt að 2 ára fangelsisdóm Atli Arason skrifar 1. september 2022 23:16 Gary Neville gæti verið í vandræðum fyrir færslu á samfélagsmiðlum. Gary Neville, sparkspekingur hjá Sky Sports og fyrrum leikmaður Manchester United, gæti átt von á fangelsisvist ef hann verður fundinn sekur fyrir tilraun til að spilla kviðdómi í réttarhöldum Ryan Giggs. Ummæli sem Neville setti á Instagram eru á borði Suella Braverman, ríkissaksóknara í Bretlandi. Hilary Manley, dómari í máli Giggs, telur ummæli Neville ámælisverð og hefur því vísað þeim áfram til ríkissaksóknara sem mun ákveða framhaldið. „Þar sem höfundur ummælanna er opinber persóna með fjölda fylgjanda þá er hægt að horfa á þau sem tilraun til að hafa áhrif á kviðdómendur. Því hef ég vísað þeim til ríkissaksóknara með mögulegri málsókn í huga,“ sagði Manley í réttarsalnum í dag. Einstaklingur sem reynir að hafa áhrif á kviðdóm í Bretlandi gæti átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisvist. View this post on Instagram A post shared by Gary Neville (@gneville2) „Sannleikurinn sigrar alltaf en því miður fá lygarar fyrsta höggið,“ er skrifað á mynd sem Neville setti á Instagram. Við færsluna skrifaði Neville „vangaveltur vikurnar.“ Færsluna setti Neville inn klukkan 4 að morgni þann 8. ágúst, sem var fyrsti dagur í réttarhöldum yfir Ryan Giggs. Giggs er ákærður fyrir að beita fyrrverandi kærustu sína, Kate Greville, og systur hennar, Emma Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi. Gary Neville og Ryan Giggs voru samherjar hjá Manchester United til fjölda ára.Getty Images Neville og Giggs voru samherjar hjá Manchester United til margra ára. Saman brutu þeir sér leið inn í lið United á sínum tíma með hinum vel þekkta 92 árgangi. Eftir að skórnir fóru á hilluna gerðust þeir viðskiptafélagar og eiga saman knattspyrnuliðið Salford City ásamt fyrirtækinu GG Hospitality, sem sérhæfir sig í rekstri lúxus hótela. Kate Greville starfaði um tíma sem almannatengill hjá GG Hospitaliy, Gary Neville þekkir báða aðila málsins því nokkuð vel. Í samtali við Daily Mail neitar umboðsmaður Neville að ummæli hans tengdust réttarhöldunum á einhvern hátt. „Gary neitar því alfarið en þessi ummæli sneru að Glazer fjölskyldunni [eigendur Manchester United]. Allar aðrar afbakanir eru rangar og við munum líta á þær með alvarlegum augum,“ sagði umboðsmaður Gary Neville. Enski boltinn Mál Ryan Giggs Tengdar fréttir Kviðdómur í máli Giggs komst ekki að niðurstöðu Búið er að leysa frá störfum kviðdóminn sem skera átti úr um sekt eða sakleysi Ryan Giggs, sem ákærður var fyrir að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína og yngri systur hennar líkamlegu og andlegu ofbeldi. 31. ágúst 2022 14:34 Ferguson varði Giggs í réttarsal | Sagður hafa haldið við átta konur Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United, og lærifaðir Ryans Giggs, sagði frá góðu sambandi sem hann hefði átt við Giggs í gegnum tíðina fyrir rétti í Manchester-borg. Giggs er sakaður um líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni, Kate Greville. 20. ágúst 2022 10:01 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira
Ummæli sem Neville setti á Instagram eru á borði Suella Braverman, ríkissaksóknara í Bretlandi. Hilary Manley, dómari í máli Giggs, telur ummæli Neville ámælisverð og hefur því vísað þeim áfram til ríkissaksóknara sem mun ákveða framhaldið. „Þar sem höfundur ummælanna er opinber persóna með fjölda fylgjanda þá er hægt að horfa á þau sem tilraun til að hafa áhrif á kviðdómendur. Því hef ég vísað þeim til ríkissaksóknara með mögulegri málsókn í huga,“ sagði Manley í réttarsalnum í dag. Einstaklingur sem reynir að hafa áhrif á kviðdóm í Bretlandi gæti átt yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisvist. View this post on Instagram A post shared by Gary Neville (@gneville2) „Sannleikurinn sigrar alltaf en því miður fá lygarar fyrsta höggið,“ er skrifað á mynd sem Neville setti á Instagram. Við færsluna skrifaði Neville „vangaveltur vikurnar.“ Færsluna setti Neville inn klukkan 4 að morgni þann 8. ágúst, sem var fyrsti dagur í réttarhöldum yfir Ryan Giggs. Giggs er ákærður fyrir að beita fyrrverandi kærustu sína, Kate Greville, og systur hennar, Emma Greville, andlegu og líkamlegu ofbeldi. Gary Neville og Ryan Giggs voru samherjar hjá Manchester United til fjölda ára.Getty Images Neville og Giggs voru samherjar hjá Manchester United til margra ára. Saman brutu þeir sér leið inn í lið United á sínum tíma með hinum vel þekkta 92 árgangi. Eftir að skórnir fóru á hilluna gerðust þeir viðskiptafélagar og eiga saman knattspyrnuliðið Salford City ásamt fyrirtækinu GG Hospitality, sem sérhæfir sig í rekstri lúxus hótela. Kate Greville starfaði um tíma sem almannatengill hjá GG Hospitaliy, Gary Neville þekkir báða aðila málsins því nokkuð vel. Í samtali við Daily Mail neitar umboðsmaður Neville að ummæli hans tengdust réttarhöldunum á einhvern hátt. „Gary neitar því alfarið en þessi ummæli sneru að Glazer fjölskyldunni [eigendur Manchester United]. Allar aðrar afbakanir eru rangar og við munum líta á þær með alvarlegum augum,“ sagði umboðsmaður Gary Neville.
Enski boltinn Mál Ryan Giggs Tengdar fréttir Kviðdómur í máli Giggs komst ekki að niðurstöðu Búið er að leysa frá störfum kviðdóminn sem skera átti úr um sekt eða sakleysi Ryan Giggs, sem ákærður var fyrir að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína og yngri systur hennar líkamlegu og andlegu ofbeldi. 31. ágúst 2022 14:34 Ferguson varði Giggs í réttarsal | Sagður hafa haldið við átta konur Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United, og lærifaðir Ryans Giggs, sagði frá góðu sambandi sem hann hefði átt við Giggs í gegnum tíðina fyrir rétti í Manchester-borg. Giggs er sakaður um líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni, Kate Greville. 20. ágúst 2022 10:01 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Fleiri fréttir Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti Sjá meira
Kviðdómur í máli Giggs komst ekki að niðurstöðu Búið er að leysa frá störfum kviðdóminn sem skera átti úr um sekt eða sakleysi Ryan Giggs, sem ákærður var fyrir að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína og yngri systur hennar líkamlegu og andlegu ofbeldi. 31. ágúst 2022 14:34
Ferguson varði Giggs í réttarsal | Sagður hafa haldið við átta konur Sir Alex Ferguson, fyrrum þjálfari Manchester United, og lærifaðir Ryans Giggs, sagði frá góðu sambandi sem hann hefði átt við Giggs í gegnum tíðina fyrir rétti í Manchester-borg. Giggs er sakaður um líkamsárás gegn fyrrverandi kærustu sinni, Kate Greville. 20. ágúst 2022 10:01