Fótbolti

Alfons og félagar steinlágu í toppslagnum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Alfons Sampsted.
Alfons Sampsted. vísir/getty

Alfons Sampsted var á sínum stað í liði Bodo/Glimt þegar liðið fékk Molde í heimsókn í uppgjöri tveggja efstu liða norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

Molde hafði sjö stiga forystu á toppi deildarinnar fyrir leikinn og því mikilvægt fyrir Bodo/Glimt að ná sigri í dag til að eygja möguleikann á norska meistaratitlinum.

Toppliðið var hins vegar ekki á því og fór að lokum svo að Molde vann glæstan 1-4 sigur eftir að hafa leitt 1-2 í leikhléi.

Alfons lék allan tímann í hægri bakverðinum hjá Bodo/Glimt.

Molde hefur nú tíu stiga forystu á toppi deildarinnar þegar níu umferðir eru eftir af mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×