Topplið Breiðabliks mætir Val og getur Kópavogsliðið komið sér í afar þægilega stöðu á toppi deildarinnar á meðan Valur situr í fjórða sæti og þarf á öllum stigum að halda til að eygja einhverja von á að ná einu af þremur efstu sætum deildarinnar.
Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 og í kjölfarið verður öll 20.umferðin gerð upp í Stúkunni en óhætt er að segja að dramatíkin hafi verið allsráðandi í umferðinni.
Auk íslenska boltans verður ítalski fótboltinn, rafíþróttir og handbolti meðal dagskrárefnis en allar útsendingar dagsins má sjá hér að neðan.