„Þetta er svo langt frá því að vera allt í lagi“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. september 2022 21:37 Siglufjarðarvegur er óboðlegur farartálmi að sögn formanns bæjarráðs Fjallabyggðar sem telur veginn sjálfan vera á fleygiferð. vísir Siglufjarðarvegur er óboðlegur farartálmi að sögn formanns bæjarráðs Fjallabyggðar sem telur veginn sjálfan vera á fleygiferð. Hann segir að íbúum sé illa við að keyra veginn, en þeir hafi ekki annað val. Í sjónvarpsfréttinni má sjá hvernig vegurinn um Almenninga milli Fljóta og Fjallabyggðar lítur út. Á svæðinu er mikið jarðsig og hætta á skriðuföllum, en á köflum virðist eins og ekki megi miklu muna að jarðsigið grafi undan veginum. Formaður bæjarráðs Fjallabyggðar segir málið viðkvæmt enga vilji sumir ferðaþjónustuaðilar ekki tala niður aðstæður á svæðinu. Engum sé þó hollt að horfa fram hjá vandamálinu. „Það er augljóst mál að þessi vegur er farartálmi og ég held að við verðum að horfast í augu við það sem samfélag að við græðum ekkert á því til lengdar að stinga hausnum í sandinn og segja að þetta sé bara allt í lagi því eins og þú sást sjálf þá er þetta ekki allt í lagi þetta er svo langt frá því að vera allt í lagi,“ sagði Guðjón M. Ólafsson, formaður bæjarráðs Fjallabyggðar. Hann segir að vegurinn hafi verið gríðarleg samgöngubylting á sínum tíma en í dag sé hann barn síns tíma. Vegna hlýnunar jarðar hefur orðið jarðsig sem hefur dregið veginn niður, en Guðjón segir hann á fleygiferð. „Það eru þessir blettir sem þið keyrðuð um. Þið skiptust á að keyra annars vegar á bundnu slitlagi og svo á forapittum þar á milli og það er afleiðingin af hreyfingu jarðarinnar út af jarðsiginu.“ Hætta er á jarðsigi.elísabet inga Hann segir veginn óboðlegan. „Hann er á fleygiferð, það held ég að sé alveg ljóst og það er þarna hluti af veginum sem féll stór skriða fyrir nokkrum árum sem heitir Kóngsnef og þar í rauninni blokkeraðist vegurinn og það var farið í það með jarðýtum og þungavinnuvélum að opna veginn aftur. Við þurfum aðra lausn en þetta. Við þurfum jarðgöng vestur í Fljót.“ Guðjón segir að íbúum Fjallabyggðar sé ekki vel við að fara vegin en þeir hafi ekki annað val. „Maður hefur ekkert annað val. Hvað á ég að gera? Hin leiðin er að fara bílaleiðina í gegnum Dalvík, þannig ég keyri bara veginn og ef það er einhver túristi fyrir mér þá bara spæni ég fram úr honum.“ Fjallabyggð Samgöngur Vegagerð Skagafjörður Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Sjá meira
Í sjónvarpsfréttinni má sjá hvernig vegurinn um Almenninga milli Fljóta og Fjallabyggðar lítur út. Á svæðinu er mikið jarðsig og hætta á skriðuföllum, en á köflum virðist eins og ekki megi miklu muna að jarðsigið grafi undan veginum. Formaður bæjarráðs Fjallabyggðar segir málið viðkvæmt enga vilji sumir ferðaþjónustuaðilar ekki tala niður aðstæður á svæðinu. Engum sé þó hollt að horfa fram hjá vandamálinu. „Það er augljóst mál að þessi vegur er farartálmi og ég held að við verðum að horfast í augu við það sem samfélag að við græðum ekkert á því til lengdar að stinga hausnum í sandinn og segja að þetta sé bara allt í lagi því eins og þú sást sjálf þá er þetta ekki allt í lagi þetta er svo langt frá því að vera allt í lagi,“ sagði Guðjón M. Ólafsson, formaður bæjarráðs Fjallabyggðar. Hann segir að vegurinn hafi verið gríðarleg samgöngubylting á sínum tíma en í dag sé hann barn síns tíma. Vegna hlýnunar jarðar hefur orðið jarðsig sem hefur dregið veginn niður, en Guðjón segir hann á fleygiferð. „Það eru þessir blettir sem þið keyrðuð um. Þið skiptust á að keyra annars vegar á bundnu slitlagi og svo á forapittum þar á milli og það er afleiðingin af hreyfingu jarðarinnar út af jarðsiginu.“ Hætta er á jarðsigi.elísabet inga Hann segir veginn óboðlegan. „Hann er á fleygiferð, það held ég að sé alveg ljóst og það er þarna hluti af veginum sem féll stór skriða fyrir nokkrum árum sem heitir Kóngsnef og þar í rauninni blokkeraðist vegurinn og það var farið í það með jarðýtum og þungavinnuvélum að opna veginn aftur. Við þurfum aðra lausn en þetta. Við þurfum jarðgöng vestur í Fljót.“ Guðjón segir að íbúum Fjallabyggðar sé ekki vel við að fara vegin en þeir hafi ekki annað val. „Maður hefur ekkert annað val. Hvað á ég að gera? Hin leiðin er að fara bílaleiðina í gegnum Dalvík, þannig ég keyri bara veginn og ef það er einhver túristi fyrir mér þá bara spæni ég fram úr honum.“
Fjallabyggð Samgöngur Vegagerð Skagafjörður Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Sjá meira