Árásin átti sér stað snemma í morgun en meðal slasaðra eru fleiri starfsmenn sendiráðsins og óbreyttir borgarar.
Samkvæmt Reuters gekk maður með sprengjuvesti í kringum sig í átt að inngangi sendiráðsins en öryggisverðir komu auga á hann og skutu hann til bana. Vestið sprakk þó stuttu síðar.
Sendiráð í Afganistan eru ekki mörg eftir að talibanar komust þar til valda en Rússar eru meðal þeirra þjóða sem hafa ákveðið halda sendiráði sínu í borginni.