Segir að um augljóst brot á Ødegaard hafi verið að ræða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2022 11:01 Norðmaðurinn Martin Ødegaard og Daninn Christian Eriksen áttust við á sunnudaginn. Michael Regan/Getty Images Fyrrverandi knattspyrnudómarinn Dermot Gallagher starfar í dag fyrir Sky Sports á Englandi og fer þar reglulega yfir umdeildustu dómaraákvarðanir liðinnar helgar. Það var af nægu að taka í ensku úrvalsdeildinni um helgina þar sem myndbandsdómgæslan var enn og aftur þrætueplið. Enska dómarasambandið hefur nú þegar staðfest að jöfnunarmark West Ham United gegn Chelsea hafi átt að standa en markið var dæmt af eftir að dómari leiksins hafði skoðað það nánar í VAR-sjánni. Sömu sögu er að segja af sigurmarki Newcastle United gegn Crystal Palace. Var það ákvörðun sem féll á sunnudeginum er topplið Arsenal heimsótti Manchester United á Old Trafford sem var helsta umræðuefnið á kaffistofum landsins. Gestirnir töldu sig hafa komist yfir eftir að Gabriel Martinelli kom boltanum í netið í fyrri hálfleik. Markið var hins vegar dæmt af þar sem Martin Ødegaard keyrði inn í bakið á Christian Eriksen og vann þannig boltann af Dananum í aðdraganda marksins. Þetta staðfesti Gallagher og honum kom í raun á óvart að dómari leiksins hafi ekki flautað strax á brotið, svo augljóst hafi það verið. „Fyrir mér er þetta brot, Ødegaard ýtir Eriksen þarna og rekur líka hnéð í hann,“ sagði Gallagher. Það hefur verið talað um að dómarar á Englandi eigi að leyfa meira í ár þar sem það var dæmt um og of á síðustu leiktíð. Það breytir því ekki að um brot sé að ræða segir dómarinn fyrrverandi. „Horfðu, Ødegaard er með báðar hendur á bakinu á Eriksen þarna. Mér fannst þetta brot strax og ég sá atvikið. Þegar VAR skoðaði það nánar var ég viss um að þeir myndu taka markið af og dæma aukaspyrnu. Þegar Paul Tierny, dómari leiksins, fer í skjáinn og sér að það er ýtt í bakið á Eriksen og að Ødegaard rekur hnéð í hann þá taldi ég öruggt að hann myndi dæma brot.“ Dermot Gallagher reacts to Gabriel Martinelli's opener at Manchester United which was overturned for a foul by Martin Odegaard pic.twitter.com/1uGI3Wtxd2— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 5, 2022 Manchester United vann leikinn eins og frægt er orðið 3-1. Arsenal er því ekki lengur ósigrað en heldur þó í toppsætið með 15 stig að loknum sex leikjum. Man United er á sama tíma í 5. sæti með 12 stig eftir að hafa unnið fjóra leiki í röð. Enski boltinn Tengdar fréttir Gagnrýnir örvæntingarfullan Arteta fyrir þreföldu skiptinguna Gary Neville telur að Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hafi gert stór mistök þegar hann gerði þrefalda og mjög svo sóknarsinnaða skiptingu í leik liðsins gegn Manchester United í gær. 5. september 2022 07:31 Arteta: Við höfðum tækifæri til að vinna leikinn Mikel Arteta, stjóri Arsenal, telur sitt lið hafa skort hugrekki til að leggja Manchester United að velli í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4. september 2022 21:31 Man Utd fyrsta liðið til að leggja Arsenal að velli Manchester United hafði betur gegn Arsenal í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og stöðvaði þar með sigurgöngu Lundúnarliðsins. 4. september 2022 17:24 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Sjá meira
Enska dómarasambandið hefur nú þegar staðfest að jöfnunarmark West Ham United gegn Chelsea hafi átt að standa en markið var dæmt af eftir að dómari leiksins hafði skoðað það nánar í VAR-sjánni. Sömu sögu er að segja af sigurmarki Newcastle United gegn Crystal Palace. Var það ákvörðun sem féll á sunnudeginum er topplið Arsenal heimsótti Manchester United á Old Trafford sem var helsta umræðuefnið á kaffistofum landsins. Gestirnir töldu sig hafa komist yfir eftir að Gabriel Martinelli kom boltanum í netið í fyrri hálfleik. Markið var hins vegar dæmt af þar sem Martin Ødegaard keyrði inn í bakið á Christian Eriksen og vann þannig boltann af Dananum í aðdraganda marksins. Þetta staðfesti Gallagher og honum kom í raun á óvart að dómari leiksins hafi ekki flautað strax á brotið, svo augljóst hafi það verið. „Fyrir mér er þetta brot, Ødegaard ýtir Eriksen þarna og rekur líka hnéð í hann,“ sagði Gallagher. Það hefur verið talað um að dómarar á Englandi eigi að leyfa meira í ár þar sem það var dæmt um og of á síðustu leiktíð. Það breytir því ekki að um brot sé að ræða segir dómarinn fyrrverandi. „Horfðu, Ødegaard er með báðar hendur á bakinu á Eriksen þarna. Mér fannst þetta brot strax og ég sá atvikið. Þegar VAR skoðaði það nánar var ég viss um að þeir myndu taka markið af og dæma aukaspyrnu. Þegar Paul Tierny, dómari leiksins, fer í skjáinn og sér að það er ýtt í bakið á Eriksen og að Ødegaard rekur hnéð í hann þá taldi ég öruggt að hann myndi dæma brot.“ Dermot Gallagher reacts to Gabriel Martinelli's opener at Manchester United which was overturned for a foul by Martin Odegaard pic.twitter.com/1uGI3Wtxd2— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 5, 2022 Manchester United vann leikinn eins og frægt er orðið 3-1. Arsenal er því ekki lengur ósigrað en heldur þó í toppsætið með 15 stig að loknum sex leikjum. Man United er á sama tíma í 5. sæti með 12 stig eftir að hafa unnið fjóra leiki í röð.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gagnrýnir örvæntingarfullan Arteta fyrir þreföldu skiptinguna Gary Neville telur að Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hafi gert stór mistök þegar hann gerði þrefalda og mjög svo sóknarsinnaða skiptingu í leik liðsins gegn Manchester United í gær. 5. september 2022 07:31 Arteta: Við höfðum tækifæri til að vinna leikinn Mikel Arteta, stjóri Arsenal, telur sitt lið hafa skort hugrekki til að leggja Manchester United að velli í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4. september 2022 21:31 Man Utd fyrsta liðið til að leggja Arsenal að velli Manchester United hafði betur gegn Arsenal í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og stöðvaði þar með sigurgöngu Lundúnarliðsins. 4. september 2022 17:24 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti Fleiri fréttir Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Sjá meira
Gagnrýnir örvæntingarfullan Arteta fyrir þreföldu skiptinguna Gary Neville telur að Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, hafi gert stór mistök þegar hann gerði þrefalda og mjög svo sóknarsinnaða skiptingu í leik liðsins gegn Manchester United í gær. 5. september 2022 07:31
Arteta: Við höfðum tækifæri til að vinna leikinn Mikel Arteta, stjóri Arsenal, telur sitt lið hafa skort hugrekki til að leggja Manchester United að velli í ensku úrvalsdeildinni í dag. 4. september 2022 21:31
Man Utd fyrsta liðið til að leggja Arsenal að velli Manchester United hafði betur gegn Arsenal í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og stöðvaði þar með sigurgöngu Lundúnarliðsins. 4. september 2022 17:24