Það er Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands sem gerir tillögu um veitingu orðunnar. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins kemur fram að þau Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi í samráði skipað Drífu, Sigríði og Sigurbjörn Árna í nefndina.
Skipunartími þriggja nefndarmanna, þeirra Guðrúnar Nordal, forstöðumanns, Jóns Egils Egilssonar, fyrrverandi sendiherra, og Svanfríðar Jónasdóttur, fyrrverandi alþingismanns, rennur senn út.
Kristín Ingólfsdóttir, fv. háskólarektor er formaður nefndarinnar en til viðbótar sitja Bogi Ágústsson fréttamaður og Sif Gunnarsdóttir orðuritari í nefndinni sem telur sex manns.