Kanadíska árásarmannsins enn leitað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. september 2022 08:31 Evan Bray lögreglustjóri í Regina og Rhonda Blackmore varalögreglustjóri í Saskatchewan á blaðamannafundi í gær. AP/Michael Bell Kanadíska lögreglan leitar enn Myles Sanderson, sem grunaður er að hafa banað ellefu og sært átján í röð hnífstunguárása í Kanada á sunnudag og mánudag. Lögregla segir hann ekki staddann á landi James Smith Cree þjóðarinnar en grunur var uppi um að til hans hafi sést á svæðinu í gær. Í gærdag sendu lögregluyfirvöld út viðvörun til íbúa James Smith Cree samfélagasins um að vera ekki á ferðinni að óþörfu vegna þess að talið var mögulegt að sést hafi til Sanderson á svæðinu. Lögregla leitar enn að Sanderson. Sanderson er auk bróður síns Damien Sanderson grunaður um að hafa banað tíu og sært átján í röð hnífstunguárása fyrr í vikunni. Flestar árásanna voru framdar í James Smith Cree samfélaginu og í nærliggjandi bænum Weldon. Damien fannst hins vegar látinn á mánudag með auðsjáanlega áverka, sem hann er ekki sagður hafa getað veitt sjálfum sér. Allt bendir til að Myles hafi banað bróður sínum og svo látið sig hverfa. Fyrr í vikunni var grunur um að Myles væri niður kominn í borginni Regina eftir að bifreið, sem hann var talinn vera í, sást í borginni. Rhonda Blackmore varalögreglustjóri í Saskatchewan héraðinu sagði í samtali við kanadíska ríkisútvarpið síðdegis í gær að lögreglan viti ekki hvort Myles sé enn í Regina. Upplýsingar um að hann sé þar niðurkominn séu orðnar úreltar. Þá staðfestir Evan Bray lögreglustjóri í Regina að lögreglu hafi borist upplýsingar sem bentu til að Myles hefði yfirgefið borgina. RPS continues to support the RCMP investigation and search for Myles Sanderson. Today, police received information that is leading us to believe that he may no longer be in Regina.The situation is dynamic & our Service is committed to joint work with our @RCMPSK partners. pic.twitter.com/qmothriIcL— Regina Police (@reginapolice) September 6, 2022 „Þó að við vitum ekki hvar hann er niðurkominn leitum við hans enn, ekki bara í borginni Regina heldur víðar í hérðainu,“ sagði Bray í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum lögreglunnar síðdegis í gær. Myles á að baki tveggja áratuga langan brotaferil og hefur hann hlotið 59 dóma, meðal annars fyrir líkamsárás, stórfellda líkamsárás, líkamsárás gegn lögreglumanni, hótanir og þjófnað. Myles hefur þá hlotið lífstíðarbann við því að bera skotvopn vegna ofbeldisfullrar hegðunar. Hann hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir brot sín en afplánaði tvo þriðju þess dóms áður en honum var sleppt úr fangelsi síðasta sumar. Það sem eftir var dómsins var gert skilorðsbundið en Myles var hins vegar handtekinn aftur síðasta haust fyrir brot á skilorði og var svo sleppt aftur úr fangelsi síðastliðinn febrúar. Fangelsismálayfirvöld mátu það svo að engin ógn stafaði af Myles og var honum því sleppt gegn því skilorði að hann hitti félagsráðgjafa í maí til að fara yfir stöðu mála. Myles lét sig hins vegar hverfa og hitti félagsráðgjafann aldrei. Tíu fórnarlamba þeirra bræðra voru enn á sjúkrahúsi klukkan eitt eftir hádegi, að staðartíma, í gær og þrír á gjörgæslu vegna áverka sem þau hlutu. Sjö fórnarlömb hafa verið útskrifuð af sjúkrahúsi síðan á sunnudag. Kanada Tengdar fréttir Annar árásarmannanna fannst látinn Lögreglan í Kanada tilkynnti rétt í þessu að annar tveggja árásarmannanna, sem leitað hefur verið vegna fjölda stunguárása, hafi fundist látinn. 5. september 2022 22:26 Segir brýnt að árásarmennirnir verði sóttir til saka Tveir menn, sem taldir eru hafa stungið tíu til bana og sært fimmtán í héraðinu Saskatchewan í Kanada í gær, eru enn ófundnir. Forsætisráðherra landsins segist fylgjast grannt með stöðu mála og brýnt sé að árásarmennirnir verði sóttir til saka. 5. september 2022 07:13 Dæmdur fimmtíu og níu sinnum á rúmum tuttugu árum Myles Sanderson, annar bræðranna sem grunaðir eru um mannskæðar stunguárásir í Kanada, á sér langan sakaferil að baki og hafði margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá hafði hann átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefni frá unga aldri. 6. september 2022 11:26 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Sjá meira
Í gærdag sendu lögregluyfirvöld út viðvörun til íbúa James Smith Cree samfélagasins um að vera ekki á ferðinni að óþörfu vegna þess að talið var mögulegt að sést hafi til Sanderson á svæðinu. Lögregla leitar enn að Sanderson. Sanderson er auk bróður síns Damien Sanderson grunaður um að hafa banað tíu og sært átján í röð hnífstunguárása fyrr í vikunni. Flestar árásanna voru framdar í James Smith Cree samfélaginu og í nærliggjandi bænum Weldon. Damien fannst hins vegar látinn á mánudag með auðsjáanlega áverka, sem hann er ekki sagður hafa getað veitt sjálfum sér. Allt bendir til að Myles hafi banað bróður sínum og svo látið sig hverfa. Fyrr í vikunni var grunur um að Myles væri niður kominn í borginni Regina eftir að bifreið, sem hann var talinn vera í, sást í borginni. Rhonda Blackmore varalögreglustjóri í Saskatchewan héraðinu sagði í samtali við kanadíska ríkisútvarpið síðdegis í gær að lögreglan viti ekki hvort Myles sé enn í Regina. Upplýsingar um að hann sé þar niðurkominn séu orðnar úreltar. Þá staðfestir Evan Bray lögreglustjóri í Regina að lögreglu hafi borist upplýsingar sem bentu til að Myles hefði yfirgefið borgina. RPS continues to support the RCMP investigation and search for Myles Sanderson. Today, police received information that is leading us to believe that he may no longer be in Regina.The situation is dynamic & our Service is committed to joint work with our @RCMPSK partners. pic.twitter.com/qmothriIcL— Regina Police (@reginapolice) September 6, 2022 „Þó að við vitum ekki hvar hann er niðurkominn leitum við hans enn, ekki bara í borginni Regina heldur víðar í hérðainu,“ sagði Bray í myndbandi sem birt var á samfélagsmiðlum lögreglunnar síðdegis í gær. Myles á að baki tveggja áratuga langan brotaferil og hefur hann hlotið 59 dóma, meðal annars fyrir líkamsárás, stórfellda líkamsárás, líkamsárás gegn lögreglumanni, hótanir og þjófnað. Myles hefur þá hlotið lífstíðarbann við því að bera skotvopn vegna ofbeldisfullrar hegðunar. Hann hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir brot sín en afplánaði tvo þriðju þess dóms áður en honum var sleppt úr fangelsi síðasta sumar. Það sem eftir var dómsins var gert skilorðsbundið en Myles var hins vegar handtekinn aftur síðasta haust fyrir brot á skilorði og var svo sleppt aftur úr fangelsi síðastliðinn febrúar. Fangelsismálayfirvöld mátu það svo að engin ógn stafaði af Myles og var honum því sleppt gegn því skilorði að hann hitti félagsráðgjafa í maí til að fara yfir stöðu mála. Myles lét sig hins vegar hverfa og hitti félagsráðgjafann aldrei. Tíu fórnarlamba þeirra bræðra voru enn á sjúkrahúsi klukkan eitt eftir hádegi, að staðartíma, í gær og þrír á gjörgæslu vegna áverka sem þau hlutu. Sjö fórnarlömb hafa verið útskrifuð af sjúkrahúsi síðan á sunnudag.
Kanada Tengdar fréttir Annar árásarmannanna fannst látinn Lögreglan í Kanada tilkynnti rétt í þessu að annar tveggja árásarmannanna, sem leitað hefur verið vegna fjölda stunguárása, hafi fundist látinn. 5. september 2022 22:26 Segir brýnt að árásarmennirnir verði sóttir til saka Tveir menn, sem taldir eru hafa stungið tíu til bana og sært fimmtán í héraðinu Saskatchewan í Kanada í gær, eru enn ófundnir. Forsætisráðherra landsins segist fylgjast grannt með stöðu mála og brýnt sé að árásarmennirnir verði sóttir til saka. 5. september 2022 07:13 Dæmdur fimmtíu og níu sinnum á rúmum tuttugu árum Myles Sanderson, annar bræðranna sem grunaðir eru um mannskæðar stunguárásir í Kanada, á sér langan sakaferil að baki og hafði margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá hafði hann átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefni frá unga aldri. 6. september 2022 11:26 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Sjá meira
Annar árásarmannanna fannst látinn Lögreglan í Kanada tilkynnti rétt í þessu að annar tveggja árásarmannanna, sem leitað hefur verið vegna fjölda stunguárása, hafi fundist látinn. 5. september 2022 22:26
Segir brýnt að árásarmennirnir verði sóttir til saka Tveir menn, sem taldir eru hafa stungið tíu til bana og sært fimmtán í héraðinu Saskatchewan í Kanada í gær, eru enn ófundnir. Forsætisráðherra landsins segist fylgjast grannt með stöðu mála og brýnt sé að árásarmennirnir verði sóttir til saka. 5. september 2022 07:13
Dæmdur fimmtíu og níu sinnum á rúmum tuttugu árum Myles Sanderson, annar bræðranna sem grunaðir eru um mannskæðar stunguárásir í Kanada, á sér langan sakaferil að baki og hafði margsinnis verið dæmdur fyrir ofbeldi. Þá hafði hann átt í vandræðum með neyslu áfengis og fíkniefni frá unga aldri. 6. september 2022 11:26