Þrír þjálfarar efstir á lista Chelsea Valur Páll Eiríksson skrifar 7. september 2022 11:00 Zidane er á meðal þriggja þjálfara sem eru efstir á óskalista Chelsea. Denis Thaust/SOPA Images/LightRocket via Getty Images Þrír kostir eru sagði heilla forráðamenn Chelsea mest þegar kemur að ráðningu nýs þjálfara. Thomas Tuchel var rekinn frá félaginu í morgun. Tuchel varð annar þjálfarinn til að missa starfið í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að aðeins sex umferðir séu að baki. Scott Parker var rekinn frá Bournemouth eftir 9-0 tap fyrir Liverpool í ágúst. Ef marka má breska fjölmiðla hefur Chelsea þegar sett sig í samband við Brighton vegna möguleikans á að ráða Graham Potter sem nýjan þjálfara liðsins. Ljóst er að Lundúnaliðið myndi þurfa að greiða suðurstrandarfélaginu ríkulega summu til að losa hann undan samningi. Mauricio Pochettino og Zinedine Zidane eru einnig ofarlega á lista, en báðir eru þeir atvinnulausir sem stendur. Graham Potter (Brighton) Spratt fram á sjónarsviðið sem þjálfari Östersund í Svíþjóð. Tók við liðinu árið 2011 og kom því upp um þrjár deildir, í þá efstu í Svíþjóð og vann sænska bikarinn 2017. Fór í kjölfarið með liðið í Evrópudeildina þar sem það komst upp úr riðli sínum og vann annan leik sinn við Arsenal en féll úr leik samanlagt 4-2 í 32-liða úrslitum. Graham Potter hefur náð góðum árangri með Brighton og liðið stendur vel að vígi eftir fyrstu umferðir ensku úrvalsdeildarinnar.Robin Jones/Getty Images Gerði í kjölfarið góða hluti með Swansea í næst efstu deild og tók við Brighton árið 2019. Hefur vakið frekari athygli fyrir góðan árangur og fallegan fótbolta. Brighton hefur unnið fjóra af fyrstu sex leikjum sínum á leiktíðinni og sitja í 4. sæti með 13 stig, tveimur frá toppnum. Mauricio Pochettino (Án félags) Hóf þjálfaraferilinn hjá Espanyol árið 2009 þegar liðið sat á botni spænsku deildarinnar. Bjargaði liðinu frá falli og endaði um miðja deild. Náði ágætum árangri við erfiðar fjárhagslegar aðstæður í tæp fjögur ár áður en hann tók við Southampton á Englandi. Færði sig yfir til Tottenham eftir eitt og hálft ár í starfi á suðurströndinni. Pochettino náði góðum árangri með Tottenham en titlarnir skiluðu sér ekki. Átti erfiðara uppdráttar í París.David Ramos/Getty Images Var hvað næst enska meistaratitlinum þegar Chelsea fagnaði sigri 2017 og setti stigamet hjá Tottenham í úrvalsdeildinni með 86 stig. Komst í Meistaradeildarúrslit 2019, þar sem Spurs tapaði fyrir Liverpool, en sagt upp seinna sama ár. Tók við PSG í janúar í fyrra, af Thomasi Tuchel sem var rekinn. Mistókst að vinna franska titilinn á fyrstu leiktíð sinni en vann franska bikarinn og ofurbikarinn. Vann frönsku deildina í vor en var sagt upp störfum í sumar. Zinedine Zidane (Án félags) Hefur verið allan sinn þjálfaraferil hjá Real Madrid. Var aðstoðarþjálfari 2013 til 2014 og þjálfaði B-lið félagsins frá 2014 til 2016. Tók við aðalliðinu í janúar 2016 og vann Meistaradeild Evrópu strax um vorið. Varði Meistaradeildartitilinn næstu tvö ár, auk þess að vinna Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða tvisvar, 2016 og 2017. Vann einnig spænsku deildina 2017 en sagði svo óvænt upp vorið 2018 eftir þriðja Meistaradeildartitil liðsins í röð. Zidane þyrfti að fara út fyrir þægindarammann til að taka við Chelsea. Hefur aðeins þjálfað í spænsku höfuðborginni.Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Það var þá ekki síður óvænt þegar Zidane sneri aftur til liðsins sem þjálfari í mars 2018, rúmum níu mánuðum eftir afsögnina. Vann spænsku deildina og spænska ofurbikarinn eftir endurkomuna en sagði upp í annað sinn vorið 2021 eftir titlalaust tímabil. Enski boltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Tuchel varð annar þjálfarinn til að missa starfið í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að aðeins sex umferðir séu að baki. Scott Parker var rekinn frá Bournemouth eftir 9-0 tap fyrir Liverpool í ágúst. Ef marka má breska fjölmiðla hefur Chelsea þegar sett sig í samband við Brighton vegna möguleikans á að ráða Graham Potter sem nýjan þjálfara liðsins. Ljóst er að Lundúnaliðið myndi þurfa að greiða suðurstrandarfélaginu ríkulega summu til að losa hann undan samningi. Mauricio Pochettino og Zinedine Zidane eru einnig ofarlega á lista, en báðir eru þeir atvinnulausir sem stendur. Graham Potter (Brighton) Spratt fram á sjónarsviðið sem þjálfari Östersund í Svíþjóð. Tók við liðinu árið 2011 og kom því upp um þrjár deildir, í þá efstu í Svíþjóð og vann sænska bikarinn 2017. Fór í kjölfarið með liðið í Evrópudeildina þar sem það komst upp úr riðli sínum og vann annan leik sinn við Arsenal en féll úr leik samanlagt 4-2 í 32-liða úrslitum. Graham Potter hefur náð góðum árangri með Brighton og liðið stendur vel að vígi eftir fyrstu umferðir ensku úrvalsdeildarinnar.Robin Jones/Getty Images Gerði í kjölfarið góða hluti með Swansea í næst efstu deild og tók við Brighton árið 2019. Hefur vakið frekari athygli fyrir góðan árangur og fallegan fótbolta. Brighton hefur unnið fjóra af fyrstu sex leikjum sínum á leiktíðinni og sitja í 4. sæti með 13 stig, tveimur frá toppnum. Mauricio Pochettino (Án félags) Hóf þjálfaraferilinn hjá Espanyol árið 2009 þegar liðið sat á botni spænsku deildarinnar. Bjargaði liðinu frá falli og endaði um miðja deild. Náði ágætum árangri við erfiðar fjárhagslegar aðstæður í tæp fjögur ár áður en hann tók við Southampton á Englandi. Færði sig yfir til Tottenham eftir eitt og hálft ár í starfi á suðurströndinni. Pochettino náði góðum árangri með Tottenham en titlarnir skiluðu sér ekki. Átti erfiðara uppdráttar í París.David Ramos/Getty Images Var hvað næst enska meistaratitlinum þegar Chelsea fagnaði sigri 2017 og setti stigamet hjá Tottenham í úrvalsdeildinni með 86 stig. Komst í Meistaradeildarúrslit 2019, þar sem Spurs tapaði fyrir Liverpool, en sagt upp seinna sama ár. Tók við PSG í janúar í fyrra, af Thomasi Tuchel sem var rekinn. Mistókst að vinna franska titilinn á fyrstu leiktíð sinni en vann franska bikarinn og ofurbikarinn. Vann frönsku deildina í vor en var sagt upp störfum í sumar. Zinedine Zidane (Án félags) Hefur verið allan sinn þjálfaraferil hjá Real Madrid. Var aðstoðarþjálfari 2013 til 2014 og þjálfaði B-lið félagsins frá 2014 til 2016. Tók við aðalliðinu í janúar 2016 og vann Meistaradeild Evrópu strax um vorið. Varði Meistaradeildartitilinn næstu tvö ár, auk þess að vinna Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða tvisvar, 2016 og 2017. Vann einnig spænsku deildina 2017 en sagði svo óvænt upp vorið 2018 eftir þriðja Meistaradeildartitil liðsins í röð. Zidane þyrfti að fara út fyrir þægindarammann til að taka við Chelsea. Hefur aðeins þjálfað í spænsku höfuðborginni.Juan Manuel Serrano Arce/Getty Images Það var þá ekki síður óvænt þegar Zidane sneri aftur til liðsins sem þjálfari í mars 2018, rúmum níu mánuðum eftir afsögnina. Vann spænsku deildina og spænska ofurbikarinn eftir endurkomuna en sagði upp í annað sinn vorið 2021 eftir titlalaust tímabil.
Enski boltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn