Heilu hraukarnir af ólesnum dagblöðum fara beint í ruslið Jakob Bjarnar skrifar 9. september 2022 08:01 Algeng sjón. Beint úr prentinu og í ruslið. Jónas Björgvinsson Reglulega má sjá kvartanir í hinum ýmsu hverfishópum á Facebook, þess efnis að dagblöðin hafi ekki borist. Ástæðan fyrir því er meðal annars sú að sumir blaðberar liggja á því lúalaginu að demba blöðum dagsins beint í ruslið. Fyrir skömmu birti íbúi nokkur á höfuðborgarsvæðinu myndskeið af tveimur blaðberum sem voru árla dags á rafskútum sínum í óða önn við að troða útburði dagsins í ruslastamp sem stendur við Sogaveg. Þeir voru fljótir að koma blaðinu frá sér en fólk í því hverfinu fékk ekki dagblöðin sín þann daginn frekar en svo oft. Leikarinn og spaugarinn Karl Ágúst á forsíðu en allt kemur fyrir ekki; beint í gáminn með blaðið ólesið.Jónas Björgvinsson Í öðrum hverfahópi, Langholtshverfi – 104, er einnig að finna kunnulega umræðu; þar kannast ýmsir íbúar ekki við að hafa séð dagblöð lengi. Og einn í hópnum birti mynd af vænum stafla af Fréttablaðinu sem lá á endurvinnslugámi. Karl Ágúst Úlfsson leikari á forsíðu blaðs sem fór ólesið í ruslið. Myndaeigandinn spyr hvort það kunni að vera ástæðan? Vert er að geta þess að vitaskuld er víða að finna samviskusama blaðbera en þeir sem afgreiða blaðburðinn með þessum hraðvirka hætti koma sannarlega óorði á þá annars gagnmerku stétt sem eru blaðberar. Viðvarandi vandi að blaðabunkar fari beint í ruslið Vísir beindi fyrirspurn til Sorphirðu Reykjavíkur og fyrir svörum varð Inga Rún Sigurðardóttir, sérfræðingur í upplýsingamálum og miðlun. Hún sagði að þetta hafi verið viðvarandi vandamál og lengi. „Já, ég get staðfest það að við könnumst vel við það að „heilu hraukarnir“ eins og þú segir fari í ruslið,“ segir Inga Rún eftir að hafa séð skjáskot af hinum bíræfnu blaðberum. Inga Rún sagði það jafnframt vera svo að við endurvinnslugáma fyrir pappír á grenndarstöðvum sem Reykjavíkurborg rekur megi gjarnan finna heilu dagblaðabunkana. Jón Þórisson forstjóri Torgs. Helur hljóta að koma að því að hætt verði að prenta Fréttablaðið og að það komi þá aðeins út stafrænt.vísir/vilhelm „Því miður hefur þetta verið með þessum hætti um langa tíð. Við höfum orðið vör við þetta við losun gámanna. Einnig hafa verið settar upp eftirlitsmyndavélar við tvær grenndarstöðvar en blaðburðarfólk hendir ítrekað blaðabunkum í þá. Rætt hefur verið við Póstdreifingu vegna þessa. Við höfum lagt til að Póstdreifing safni saman eða bjóði upp á losunarstað fyrir þessa bunka fyrir blaðburðafólk en án árangurs,“ segir Inga Rún. Fyrirtækið Póstdreifing, sem Inga Rún vísar til, sérhæfir sig í dreifingu prentefnis hér á landi. Fréttablaðið og Morgunblaðið eru meðal dagblaða og tímarita sem fyrirtækið dreifir. Hnignun prentaðra miðla Ljóst er að mjög hefur fjarað undan dagblaðaútgáfu með netinu, ekki bara á Íslandi heldur um allan hinn vestræna heim. Í nýjustu lestrartölum Gallup mælist lestur Fréttablaðsins 27,7 prósent alls. Þetta er veruleg hnignun frá því sem var árið 2007 þegar rúm 65 prósent lásu blaðið, eins og segir í umfjöllun Kjarnans um dagblaðalestur. Jón Þórisson, forstjóri Torgs, talar í nýlegri umfjöllun Fréttablaðsins um hnignun á dagblaðamarkaði. Hann segir að Fréttablaðið beri á prenti „ægishjálm yfir aðra miðla á hér á landi hvað varðar útbreiðslu og lestur.“ Þó verði að horfast í augu við það að á einhverjum tímapunkti í framtíðinni muni Fréttablaðið, sem í dag má einnig lesa í rafrænni útgáfu, hætta að koma út á prenti. Í Fréttablaðinu var í síðustu viku fjallað um breytingar á fjölmiðlamarkaði.skjáskot Fjölmiðlar Umhverfismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Fyrir skömmu birti íbúi nokkur á höfuðborgarsvæðinu myndskeið af tveimur blaðberum sem voru árla dags á rafskútum sínum í óða önn við að troða útburði dagsins í ruslastamp sem stendur við Sogaveg. Þeir voru fljótir að koma blaðinu frá sér en fólk í því hverfinu fékk ekki dagblöðin sín þann daginn frekar en svo oft. Leikarinn og spaugarinn Karl Ágúst á forsíðu en allt kemur fyrir ekki; beint í gáminn með blaðið ólesið.Jónas Björgvinsson Í öðrum hverfahópi, Langholtshverfi – 104, er einnig að finna kunnulega umræðu; þar kannast ýmsir íbúar ekki við að hafa séð dagblöð lengi. Og einn í hópnum birti mynd af vænum stafla af Fréttablaðinu sem lá á endurvinnslugámi. Karl Ágúst Úlfsson leikari á forsíðu blaðs sem fór ólesið í ruslið. Myndaeigandinn spyr hvort það kunni að vera ástæðan? Vert er að geta þess að vitaskuld er víða að finna samviskusama blaðbera en þeir sem afgreiða blaðburðinn með þessum hraðvirka hætti koma sannarlega óorði á þá annars gagnmerku stétt sem eru blaðberar. Viðvarandi vandi að blaðabunkar fari beint í ruslið Vísir beindi fyrirspurn til Sorphirðu Reykjavíkur og fyrir svörum varð Inga Rún Sigurðardóttir, sérfræðingur í upplýsingamálum og miðlun. Hún sagði að þetta hafi verið viðvarandi vandamál og lengi. „Já, ég get staðfest það að við könnumst vel við það að „heilu hraukarnir“ eins og þú segir fari í ruslið,“ segir Inga Rún eftir að hafa séð skjáskot af hinum bíræfnu blaðberum. Inga Rún sagði það jafnframt vera svo að við endurvinnslugáma fyrir pappír á grenndarstöðvum sem Reykjavíkurborg rekur megi gjarnan finna heilu dagblaðabunkana. Jón Þórisson forstjóri Torgs. Helur hljóta að koma að því að hætt verði að prenta Fréttablaðið og að það komi þá aðeins út stafrænt.vísir/vilhelm „Því miður hefur þetta verið með þessum hætti um langa tíð. Við höfum orðið vör við þetta við losun gámanna. Einnig hafa verið settar upp eftirlitsmyndavélar við tvær grenndarstöðvar en blaðburðarfólk hendir ítrekað blaðabunkum í þá. Rætt hefur verið við Póstdreifingu vegna þessa. Við höfum lagt til að Póstdreifing safni saman eða bjóði upp á losunarstað fyrir þessa bunka fyrir blaðburðafólk en án árangurs,“ segir Inga Rún. Fyrirtækið Póstdreifing, sem Inga Rún vísar til, sérhæfir sig í dreifingu prentefnis hér á landi. Fréttablaðið og Morgunblaðið eru meðal dagblaða og tímarita sem fyrirtækið dreifir. Hnignun prentaðra miðla Ljóst er að mjög hefur fjarað undan dagblaðaútgáfu með netinu, ekki bara á Íslandi heldur um allan hinn vestræna heim. Í nýjustu lestrartölum Gallup mælist lestur Fréttablaðsins 27,7 prósent alls. Þetta er veruleg hnignun frá því sem var árið 2007 þegar rúm 65 prósent lásu blaðið, eins og segir í umfjöllun Kjarnans um dagblaðalestur. Jón Þórisson, forstjóri Torgs, talar í nýlegri umfjöllun Fréttablaðsins um hnignun á dagblaðamarkaði. Hann segir að Fréttablaðið beri á prenti „ægishjálm yfir aðra miðla á hér á landi hvað varðar útbreiðslu og lestur.“ Þó verði að horfast í augu við það að á einhverjum tímapunkti í framtíðinni muni Fréttablaðið, sem í dag má einnig lesa í rafrænni útgáfu, hætta að koma út á prenti. Í Fréttablaðinu var í síðustu viku fjallað um breytingar á fjölmiðlamarkaði.skjáskot
Fjölmiðlar Umhverfismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira