Sögurnar of margar til að rengja þær Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. september 2022 19:00 Hulda Hrönn Björgúlfsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Vísir/Egill Þrjár sendingar af svokölluðum byrlunarvökva hafa verið stöðvaðar í tollinum það sem af er ári. Byrlunarlyf hafa aldrei greinst við blóðprufu en verkefnastjóri neyðarmóttöku segir þó ljóst að konum sé byrlað ólyfjan úti í samfélaginu. Frásagnirnar séu hreinlega of margar til að ástæða sé til að rengja þær. Byrlanir komast reglulega í hámæli. Nú síðast um nýliðna helgi þegar lögregla á höfuðborgarsvæðinu gat þess sérstaklega í dagbók sinni eftir skemmtanahald aðfaranótt sunnudags að fjögur byrlanamál væru til rannsóknar. Svo virðist reyndar sem nær hvergi sé haldið sérstaklega utan um þau mál þar sem grunur vaknar um byrlun en fyrsti viðkomustaður þeirra sem telja sér hafa verið byrlað er oft bráðamóttaka. Þar er ekki tekið blóðsýni nema rannsókn sé hafin en á neyðarmóttöku þolenda kynferðisofbeldis er hins vegar tekið blóðsýni úr öllum sem þangað leita. „Sirka 40-50 prósent mála sem koma til okkar fara inn á borð lögreglu og hún hefur aldrei greint þessi byrlunarlyf í blóði,“ segir Hulda Hrönn Björgúlfsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Síðustu ár hafa um 7 til 10 byrlanamál komið á borð neyðarmóttöku á ári hverju. Þau lyf sem flokkuð eru sem „byrlunarlyf“ eru til dæmis GHB-sýra, benzódíazepín-lyf eins og róhypnol, og svo ketamín og MDMA. En þessi efni hætta að greinast í blóði innan 48 tíma - og flest raunar innan 24. Þó að efnin greinist við þvagprufu hafa þær nær ekkert sönnunargildi fyrir dómi og teljast óáreiðanlegar. „Við höfum aldrei mælt þetta í blóði og þess vegna er erfitt að segja: Þetta er að gerast. En það eru bara of margar sögur í gangi í samfélaginu frá konum til þess að þetta sé ekki satt, það hlýtur að vera. Þannig að ég myndi aldrei segja að vandamálið væri ekki raunverulegt. Heldur frekar það að við erum ekki að ná sýnunum nógu fljótt, hvernig sem það er,“ segir Hulda. Mikael Smári Mikaelsson er yfirlæknir á bráðamóttöku. „Ef við erum alveg hreinskilin þá grunar okkur að algengasta lyfið í byrlun sé auðvitað áfengi, sem er greiður aðgangur að, og mælist í flestum tilvikum. Þannig að við vitum auðvitað ekki hversu mikið þau drukku eða vildu drekka eða hversu miklu var ýtt að þeim.“ Þrjár sendingar af byrlunarvökva Greint var frá því fyrr á árinu að tollverðir hefðu stöðvað sendingu af svokölluðum byrlunarvökva. Sendingarnar eru nú orðnar þrjár en um er að ræða GBL-vökva, efni sem er náskylt áðurnefndri GHB-sýru og talið er notað til byrlana. Í eitt skipti kom vökvinn með flugfarþega en hraðsendingum í hin tvö skiptin. Sendingarnar komu til landsins í janúar, febrúar og apríl, einn lítri af vökvanum í senn. Samkvæmt upplýsingum frá yfirtollverði er þetta aukning miðað við undanfarin ár. Næturlíf Lyf Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Merki um að yfirvöld séu að taka tilkynningum um byrlun alvarlega Fjögur mál þar sem grunur er um byrlun eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Talskona Stígamóta segir jákvætt að sýni hafi verið tekin úr þolendum og lögregla tekið tilkynningarnar alvarlega. Viðhorf til byrlana virðist hafa breyst en meira þurfi til. 4. september 2022 20:36 Fjórar byrlanir tilkynntar til lögreglu Lögregluþjónar höfðu aftur nóg fyrir stefni vegna margra útkalla og verkefna í nótt. Fjórar tilkynningar um mögulegar byrlanir bárust lögreglu. Málin eru í rannsókn og var blóðsýni tekið úr öllum þolendum. 4. september 2022 07:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Byrlanir komast reglulega í hámæli. Nú síðast um nýliðna helgi þegar lögregla á höfuðborgarsvæðinu gat þess sérstaklega í dagbók sinni eftir skemmtanahald aðfaranótt sunnudags að fjögur byrlanamál væru til rannsóknar. Svo virðist reyndar sem nær hvergi sé haldið sérstaklega utan um þau mál þar sem grunur vaknar um byrlun en fyrsti viðkomustaður þeirra sem telja sér hafa verið byrlað er oft bráðamóttaka. Þar er ekki tekið blóðsýni nema rannsókn sé hafin en á neyðarmóttöku þolenda kynferðisofbeldis er hins vegar tekið blóðsýni úr öllum sem þangað leita. „Sirka 40-50 prósent mála sem koma til okkar fara inn á borð lögreglu og hún hefur aldrei greint þessi byrlunarlyf í blóði,“ segir Hulda Hrönn Björgúlfsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Síðustu ár hafa um 7 til 10 byrlanamál komið á borð neyðarmóttöku á ári hverju. Þau lyf sem flokkuð eru sem „byrlunarlyf“ eru til dæmis GHB-sýra, benzódíazepín-lyf eins og róhypnol, og svo ketamín og MDMA. En þessi efni hætta að greinast í blóði innan 48 tíma - og flest raunar innan 24. Þó að efnin greinist við þvagprufu hafa þær nær ekkert sönnunargildi fyrir dómi og teljast óáreiðanlegar. „Við höfum aldrei mælt þetta í blóði og þess vegna er erfitt að segja: Þetta er að gerast. En það eru bara of margar sögur í gangi í samfélaginu frá konum til þess að þetta sé ekki satt, það hlýtur að vera. Þannig að ég myndi aldrei segja að vandamálið væri ekki raunverulegt. Heldur frekar það að við erum ekki að ná sýnunum nógu fljótt, hvernig sem það er,“ segir Hulda. Mikael Smári Mikaelsson er yfirlæknir á bráðamóttöku. „Ef við erum alveg hreinskilin þá grunar okkur að algengasta lyfið í byrlun sé auðvitað áfengi, sem er greiður aðgangur að, og mælist í flestum tilvikum. Þannig að við vitum auðvitað ekki hversu mikið þau drukku eða vildu drekka eða hversu miklu var ýtt að þeim.“ Þrjár sendingar af byrlunarvökva Greint var frá því fyrr á árinu að tollverðir hefðu stöðvað sendingu af svokölluðum byrlunarvökva. Sendingarnar eru nú orðnar þrjár en um er að ræða GBL-vökva, efni sem er náskylt áðurnefndri GHB-sýru og talið er notað til byrlana. Í eitt skipti kom vökvinn með flugfarþega en hraðsendingum í hin tvö skiptin. Sendingarnar komu til landsins í janúar, febrúar og apríl, einn lítri af vökvanum í senn. Samkvæmt upplýsingum frá yfirtollverði er þetta aukning miðað við undanfarin ár.
Næturlíf Lyf Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Merki um að yfirvöld séu að taka tilkynningum um byrlun alvarlega Fjögur mál þar sem grunur er um byrlun eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Talskona Stígamóta segir jákvætt að sýni hafi verið tekin úr þolendum og lögregla tekið tilkynningarnar alvarlega. Viðhorf til byrlana virðist hafa breyst en meira þurfi til. 4. september 2022 20:36 Fjórar byrlanir tilkynntar til lögreglu Lögregluþjónar höfðu aftur nóg fyrir stefni vegna margra útkalla og verkefna í nótt. Fjórar tilkynningar um mögulegar byrlanir bárust lögreglu. Málin eru í rannsókn og var blóðsýni tekið úr öllum þolendum. 4. september 2022 07:30 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Merki um að yfirvöld séu að taka tilkynningum um byrlun alvarlega Fjögur mál þar sem grunur er um byrlun eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Talskona Stígamóta segir jákvætt að sýni hafi verið tekin úr þolendum og lögregla tekið tilkynningarnar alvarlega. Viðhorf til byrlana virðist hafa breyst en meira þurfi til. 4. september 2022 20:36
Fjórar byrlanir tilkynntar til lögreglu Lögregluþjónar höfðu aftur nóg fyrir stefni vegna margra útkalla og verkefna í nótt. Fjórar tilkynningar um mögulegar byrlanir bárust lögreglu. Málin eru í rannsókn og var blóðsýni tekið úr öllum þolendum. 4. september 2022 07:30