„Hornið hentar minni líkamsbyggingu betur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. september 2022 13:01 Ívar Logi Styrmisson var hinn ánægðasti í viðtali eftir leikinn gegn Selfossi, og ekki að ástæðulausu. stöð 2 sport Leikur Fram og Selfoss í gærkvöldi var ekki bara fyrsti leikur tímabilsins 2022-23 í Olís-deild karla, fyrsti leikur Fram á nýjum heimavelli í Úlfarsárdal heldur einnig fyrsti alvöru leikur Ívars Loga Styrmissonar í nýrri stöðu. Eyjamaðurinn kom til Fram frá Gróttu í sumar. Hingað til hefur hann spilað sem miðjumaður en hefur nú fært sig niður í vinstra hornið. Og ekki er annað hægt að segja en að byrjunin lofi góðu. Ívar skoraði átta mörk úr jafn mörgum skotum og var markahæstur í liði Fram ásamt Þorsteini Gauta Hjálmarssyni. „Aðallega að ná í tvo punkta, mitt breytir minna máli, hvað ég skora eða hvernig ég stóð mig. Ég var bara ánægður með að liðið stóð saman, það er góð stemmning og góður andi í hópnum og við náðum að klára þá með einhverjum mörkum,“ sagði Ívar í samtali við Vísi eftir leik. Hann var ekki alveg með lokatölurnar á hreinu en til að halda því til haga vann Fram leikinn sjö marka mun, 33-26. Ívar sagði að góður undirbúningur fyrir leikinn, og tímabilið sem framundan er, hafi reynst gulls ígildi í gær. „Við æfðum vel og fórum í æfingaferð sem nýttist vel og þjappaði hópnum saman.“ Sem fyrr sagði er Ívar farinn að hreiðra um sig í vinstra horninu. Hann ætti að geta fengið góð ráð frá bróður sínum, Hákoni Daða Styrmissyni sem er einmitt vinstri hornamaður. Hann spilar með Gummersbach í Þýskalandi og hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið undanfarin misseri. Ívar segir að þetta verði væntanlega framtíðarstaða sín. Klippa: Draumbyrjun Ívars Loga „Allavega núna. Ef ég skora átta mörk í hverjum leik þá hlýt ég að vera þar. En mér líður mun betur og er með meira sjálfstraust í horninu,“ sagði Ívar. Hann telur meiri möguleika á að ná langt sem hornamaður en miðjumaður. „Ég myndi segja. Það hentar minni líkamsbyggingu betur. Ég get hlaupið eins og ég vil og þarf ekki að bæta á mig tuttugu kílóum.“ Viðtalið við Ívar og mörkin átta sem hann skoraði í leiknum gegn Selfossi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Fram Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira
Eyjamaðurinn kom til Fram frá Gróttu í sumar. Hingað til hefur hann spilað sem miðjumaður en hefur nú fært sig niður í vinstra hornið. Og ekki er annað hægt að segja en að byrjunin lofi góðu. Ívar skoraði átta mörk úr jafn mörgum skotum og var markahæstur í liði Fram ásamt Þorsteini Gauta Hjálmarssyni. „Aðallega að ná í tvo punkta, mitt breytir minna máli, hvað ég skora eða hvernig ég stóð mig. Ég var bara ánægður með að liðið stóð saman, það er góð stemmning og góður andi í hópnum og við náðum að klára þá með einhverjum mörkum,“ sagði Ívar í samtali við Vísi eftir leik. Hann var ekki alveg með lokatölurnar á hreinu en til að halda því til haga vann Fram leikinn sjö marka mun, 33-26. Ívar sagði að góður undirbúningur fyrir leikinn, og tímabilið sem framundan er, hafi reynst gulls ígildi í gær. „Við æfðum vel og fórum í æfingaferð sem nýttist vel og þjappaði hópnum saman.“ Sem fyrr sagði er Ívar farinn að hreiðra um sig í vinstra horninu. Hann ætti að geta fengið góð ráð frá bróður sínum, Hákoni Daða Styrmissyni sem er einmitt vinstri hornamaður. Hann spilar með Gummersbach í Þýskalandi og hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið undanfarin misseri. Ívar segir að þetta verði væntanlega framtíðarstaða sín. Klippa: Draumbyrjun Ívars Loga „Allavega núna. Ef ég skora átta mörk í hverjum leik þá hlýt ég að vera þar. En mér líður mun betur og er með meira sjálfstraust í horninu,“ sagði Ívar. Hann telur meiri möguleika á að ná langt sem hornamaður en miðjumaður. „Ég myndi segja. Það hentar minni líkamsbyggingu betur. Ég get hlaupið eins og ég vil og þarf ekki að bæta á mig tuttugu kílóum.“ Viðtalið við Ívar og mörkin átta sem hann skoraði í leiknum gegn Selfossi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Fram Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ Sjá meira