Vill sýna að KR sé að gera mistök Atli Arason skrifar 10. september 2022 13:31 Jóhannes Karl Sigursteinsson (t.v.) ásamt Arnari Páli Garðarsyni(t.h.) Hulda Margrét Arnar Páll Garðarsson, þjálfari kvennaliðs KR, er á förum frá félaginu eftir tímabilið en hann er ekki sáttur með viðskilnaðinn við KR. „Ég fékk tilkynningu um að breytingar yrðu í meistaraflokki, að ég yrði ekki áfram,“ sagði Arnar í viðtali við Fótbolta.net eftir 0-6 tapið gegn Val í gær. KR-ingar eru í neðsta sæti deildarinnar með sjö stig eftir 14 umferðir, sex stigum frá öruggu sæti. Öll sjö stig KR hafa komið eftir að Arnar tók við liðinu þann 22. maí, eftir 5. umferð deildarinnar. Arnar var áður aðstoðamaður Jóhannesar Karls Sigursteinsonar, sem sagði upp störfum. „Ég fékk enga ástæðu fyrir þessu, ekki neitt. Ég átti samtal við mann í félaginu, sem stjórnar svo sem ekki þessum breytingum, en þeir sem stjórna þeim hafa ekki talað við mig,“ bætti Arnar við. Arnar starfar líka sem þjálfari í yngri flokkum en gat ekki séð sér fært um að halda því starfi áfram eftir uppsögnina hjá meistaraflokk kvenna. Hann viðurkennir að erfiðara sé að gíra sig upp í leiki og æfingar eftir að honum var tilkynnt um starfslok sín hjá félaginu. „Fyrstu dagana eftir að ég fékk þetta tilkynnt þá fannst mér erfitt að mæta á æfingar og erfitt að finna hvatninguna til að gera hlutina eins vel og maður á að gera. Það þýðir ekkert. Ég hef fullt að sanna og ég vil enda þetta tímabil vel. Ég vil sýna KR að þeir séu að gera mistök með þessu,“ sagði Arnar Páll Garðarsson, þjálfari KR. KR Besta deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR-Valur 0-6 | Stórsigur Íslandsmeistaranna og titillinn í augsýn Valskonur unnu nágranna sína í KR með sex mörkum gegn engu í Bestu deild kvenna í kvöld. Valur er ríkjandi Íslandsmeistari og það virðist fátt geta stöðvað liðið í að vinna sinn annan titil í röð en Breiðablik gerði markalaust jafntefli í Eyjum í kvöld. Viðtöl og umfjöllun koma von bráðar. 9. september 2022 18:55 Arnar Páll eftir fyrsta sigur KR í Bestu deildinni: „Skemmtilegast í heimi“ KR vann sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn Aftureldingu í 6. umferð Bestu deildar kvenna á Meistaravöllum í kvöld. Marcella Barberic skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu. 23. maí 2022 22:11 Hættur hjá KR eftir að hafa sagt upp í byrjun maí Jóhannes Karl Sigursteinsson er hættur þjálfun KR sem situr á botni Bestu deildar kvenna í fótbolta. 22. maí 2022 23:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Sjá meira
„Ég fékk tilkynningu um að breytingar yrðu í meistaraflokki, að ég yrði ekki áfram,“ sagði Arnar í viðtali við Fótbolta.net eftir 0-6 tapið gegn Val í gær. KR-ingar eru í neðsta sæti deildarinnar með sjö stig eftir 14 umferðir, sex stigum frá öruggu sæti. Öll sjö stig KR hafa komið eftir að Arnar tók við liðinu þann 22. maí, eftir 5. umferð deildarinnar. Arnar var áður aðstoðamaður Jóhannesar Karls Sigursteinsonar, sem sagði upp störfum. „Ég fékk enga ástæðu fyrir þessu, ekki neitt. Ég átti samtal við mann í félaginu, sem stjórnar svo sem ekki þessum breytingum, en þeir sem stjórna þeim hafa ekki talað við mig,“ bætti Arnar við. Arnar starfar líka sem þjálfari í yngri flokkum en gat ekki séð sér fært um að halda því starfi áfram eftir uppsögnina hjá meistaraflokk kvenna. Hann viðurkennir að erfiðara sé að gíra sig upp í leiki og æfingar eftir að honum var tilkynnt um starfslok sín hjá félaginu. „Fyrstu dagana eftir að ég fékk þetta tilkynnt þá fannst mér erfitt að mæta á æfingar og erfitt að finna hvatninguna til að gera hlutina eins vel og maður á að gera. Það þýðir ekkert. Ég hef fullt að sanna og ég vil enda þetta tímabil vel. Ég vil sýna KR að þeir séu að gera mistök með þessu,“ sagði Arnar Páll Garðarsson, þjálfari KR.
KR Besta deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR-Valur 0-6 | Stórsigur Íslandsmeistaranna og titillinn í augsýn Valskonur unnu nágranna sína í KR með sex mörkum gegn engu í Bestu deild kvenna í kvöld. Valur er ríkjandi Íslandsmeistari og það virðist fátt geta stöðvað liðið í að vinna sinn annan titil í röð en Breiðablik gerði markalaust jafntefli í Eyjum í kvöld. Viðtöl og umfjöllun koma von bráðar. 9. september 2022 18:55 Arnar Páll eftir fyrsta sigur KR í Bestu deildinni: „Skemmtilegast í heimi“ KR vann sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn Aftureldingu í 6. umferð Bestu deildar kvenna á Meistaravöllum í kvöld. Marcella Barberic skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu. 23. maí 2022 22:11 Hættur hjá KR eftir að hafa sagt upp í byrjun maí Jóhannes Karl Sigursteinsson er hættur þjálfun KR sem situr á botni Bestu deildar kvenna í fótbolta. 22. maí 2022 23:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR-Valur 0-6 | Stórsigur Íslandsmeistaranna og titillinn í augsýn Valskonur unnu nágranna sína í KR með sex mörkum gegn engu í Bestu deild kvenna í kvöld. Valur er ríkjandi Íslandsmeistari og það virðist fátt geta stöðvað liðið í að vinna sinn annan titil í röð en Breiðablik gerði markalaust jafntefli í Eyjum í kvöld. Viðtöl og umfjöllun koma von bráðar. 9. september 2022 18:55
Arnar Páll eftir fyrsta sigur KR í Bestu deildinni: „Skemmtilegast í heimi“ KR vann sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn Aftureldingu í 6. umferð Bestu deildar kvenna á Meistaravöllum í kvöld. Marcella Barberic skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu. 23. maí 2022 22:11
Hættur hjá KR eftir að hafa sagt upp í byrjun maí Jóhannes Karl Sigursteinsson er hættur þjálfun KR sem situr á botni Bestu deildar kvenna í fótbolta. 22. maí 2022 23:00