„Frammistaðan er mjög góð í þessum leik og verðskuldar sigur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. september 2022 18:44 Kristján Guðmundsson er þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Diego Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var hálf svekktur eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Selfyssingum í 15. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í dag. „Okkur tókst ekki að búa til nógu mörg góð færi í leiknum. Við vorum nálægt því að komast í færi, og þá sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Kristján að leik loknum. „Við eigum góðan kafla í byrjun leiksins, en svo svona jafnast það út. Við áttum okkur ekki alveg á leiknum fyrr en við jöfnum og þá breyttum við aðeins skipulaginu. Þá náðum við stjórn á leiknum út fyrri hálfleikinn og allan seinni hálfleikinn líka. Það gekk hægt að búa til færi, en við fengum held ég tvö sem verða að teljast góð færi sem við eigum að skora úr.“ Eins og Kristján segir þá voru Stjörnukonur með ágætis stjórn á leiknum í upphafi og alveg þangað til Selfyssingar taka forystuna eftir tæplega tuttugu mínútna leik. „Markið er klaufalegt. Ég er ekki alveg með það í kollinum en það klaufalegt. Mér fannst okkar leikmenn samt bregðast bara nokkuð vel við því og settu meiri þrýsting sem endaði með því að við jöfnuðum leikinn.“ „Við tókum svo alveg yfir í seinni hálfleik og frammistaðan hjá liðinu er mjög góð í þessum leik og verðskuldar sigur.“ Stjarnan situr í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig eftir leik dagsins, stigi á eftir Breiðablik sem situr í öðru sæti. Þrátt fyrir það að hafa ekki náð að lyfta sér upp fyrir Blikana í dag segist Kristján frekar ætla að horfa á stigið sem liðið fékk, frekar en stigin sem liðið fékk ekki. „Ég ætla bara að horfa á þetta þannig að þetta var mjög gott stig. Það þýðir ekkert annað. Þó að frammistaðan bjóði upp á að við eigum að vinna þá er það ekki alltaf gefið þó liðið spili vel.“ Breiðablik mætir toppliði Vals næstkomandi mánudag og getur með sigri í þeim leik aukið bilið á liðin fyrir neðan sig í fjögur stig. „Það eru fleiri en við sem erum að elta Breiðablik. Það eru lið sem eru með áþekkan stigafjölda og við sem eiga alveg möguleika á að fara í þennan eltingaleik við Blikana, og kannski Val,“ sagði Kristján og hló. „En við verðum bara að sjá. Við verðum bara fyrst og fremst að vinna í okkar leikjum og okkur bara kemur ekkert við hvað gerist á hinum stöðunum,“ sagði Kristján að lokum. Besta deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss-Stjarnan 1-1 | Allt jafnt á Selfossi Selfoss og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á Jáverk-vellinum í 15. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. 11. september 2022 18:07 Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjá meira
„Okkur tókst ekki að búa til nógu mörg góð færi í leiknum. Við vorum nálægt því að komast í færi, og þá sérstaklega í fyrri hálfleik,“ sagði Kristján að leik loknum. „Við eigum góðan kafla í byrjun leiksins, en svo svona jafnast það út. Við áttum okkur ekki alveg á leiknum fyrr en við jöfnum og þá breyttum við aðeins skipulaginu. Þá náðum við stjórn á leiknum út fyrri hálfleikinn og allan seinni hálfleikinn líka. Það gekk hægt að búa til færi, en við fengum held ég tvö sem verða að teljast góð færi sem við eigum að skora úr.“ Eins og Kristján segir þá voru Stjörnukonur með ágætis stjórn á leiknum í upphafi og alveg þangað til Selfyssingar taka forystuna eftir tæplega tuttugu mínútna leik. „Markið er klaufalegt. Ég er ekki alveg með það í kollinum en það klaufalegt. Mér fannst okkar leikmenn samt bregðast bara nokkuð vel við því og settu meiri þrýsting sem endaði með því að við jöfnuðum leikinn.“ „Við tókum svo alveg yfir í seinni hálfleik og frammistaðan hjá liðinu er mjög góð í þessum leik og verðskuldar sigur.“ Stjarnan situr í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig eftir leik dagsins, stigi á eftir Breiðablik sem situr í öðru sæti. Þrátt fyrir það að hafa ekki náð að lyfta sér upp fyrir Blikana í dag segist Kristján frekar ætla að horfa á stigið sem liðið fékk, frekar en stigin sem liðið fékk ekki. „Ég ætla bara að horfa á þetta þannig að þetta var mjög gott stig. Það þýðir ekkert annað. Þó að frammistaðan bjóði upp á að við eigum að vinna þá er það ekki alltaf gefið þó liðið spili vel.“ Breiðablik mætir toppliði Vals næstkomandi mánudag og getur með sigri í þeim leik aukið bilið á liðin fyrir neðan sig í fjögur stig. „Það eru fleiri en við sem erum að elta Breiðablik. Það eru lið sem eru með áþekkan stigafjölda og við sem eiga alveg möguleika á að fara í þennan eltingaleik við Blikana, og kannski Val,“ sagði Kristján og hló. „En við verðum bara að sjá. Við verðum bara fyrst og fremst að vinna í okkar leikjum og okkur bara kemur ekkert við hvað gerist á hinum stöðunum,“ sagði Kristján að lokum.
Besta deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss-Stjarnan 1-1 | Allt jafnt á Selfossi Selfoss og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á Jáverk-vellinum í 15. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. 11. september 2022 18:07 Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjá meira
Leik lokið: Selfoss-Stjarnan 1-1 | Allt jafnt á Selfossi Selfoss og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á Jáverk-vellinum í 15. umferð Bestu-deildar kvenna í dag. 11. september 2022 18:07