Kanté á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Chelsea og þessi 31 árs gamli leikmaður hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning.
The Athletic greinir frá því að Chelsea hafi boðið Kanté samning til tveggja ára, með möguleika á eins árs framlengingu, en að það dugi Frakkanum ekki.
Kanté vill sjálfur fá lengri samning, ekki síst með tilliti til þess að jafnaldri hans, Kalidou Koulibaly, fékk samning til fjögurra ára þegar hann var keyptur í sumar.
Chelsea made N Golo Kante verbal offer last month of new 2+1y contract
— David Ornstein (@David_Ornstein) September 12, 2022
31yo unwilling to accept, wants longer (old regime discussed 3+1)
#CFC factoring injuries
If not sorted, free agent 2023
2 PL clubs & others in Europe keen@TheAthleticUK https://t.co/Tg3ezKgiFL
Ástæðan fyrir því að forráðamenn Chelsea vilja ekki gera lengri samning mun vera vandræði hans vegna meiðsla.
The Athletic segir að tvö félög í ensku úrvalsdeildinni og fjöldi félaga erlendis, á Spáni í Þýskalandi og Frakklandi, fylgist nú með þróun mála hjá Kanté.
Chelsea keypti Kanté frá Leicester árið 2016 og hann hefur síðan þá leikið 262 leiki fyrir félagið.