„Það er enginn að verja Ingvar“ Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2022 13:30 Ingvar Jónsson reyndi að teygja sig í boltann, í baráttu við tvo Keflvíkinga, en boltinn hafnaði í netinu. Stöð 2 Sport Sérfræðingarnir í Stúkunni á Stöð 2 Sport voru allir sammála um það að löglegt mark hefði verið tekið af Keflvíkingum í gær þegar liðið tapaði gegn Víkingi í Bestu deild karla í fótbolta. Keflvíkingar virtust hafa jafnað metin í 1-1 þegar hornspyrna sveif yfir Ingvar Jónsson og inn í mark Víkinga. Dómari leiksins, Jóhann Ingi Jónsson, var ekki á sama máli og dæmdi aukaspyrnu á Keflvíkinga sem á endanum töpuðu leiknum 3-0. „Mér finnst Víkingar vera að bjóða Keflvíkingum upp í þennan dans,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir um „draugamark“ Keflvíkinga. „Það er enginn að verja Ingvar, sem mér finnst óskiljanlegt. Hann er skilinn eftir með 2-3 Keflvíkingum og þeir geta bara myndað blokk fyrir framan hann. Þeir mega það alveg, og hann eðlilega kemst ekkert í boltann. Ég skil ekki af hverju enginn af varnarmönnunum er þarna að aðstoða hann og verja markvörðinn sinn,“ sagði Margrét Lára. Klippa: Stúkan - Mark dæmt af Keflavík Baldur Sigurðsson tók í sama streng og gagnrýndi uppstillingu Víkinga í horninu: „Þetta mætti vera löglegt bara vegna þess hvernig Víkingarnir stilla upp í þessu horni. Það er meðvindur og boltinn alltaf að fara að skrúfast að markinu. Þeir skilja Ingvar eftir einan og það er meðvituð ákvörðun. Síðan taka þeir allir skrefið út, vindurinn tekur boltann og Ingvar lendir á vegg,“ sagði Baldur og taldi Keflvíkinga ekki hafa brotið af sér: „Það eru tveir menn sem standa þarna, þeir eru smá eins og senter í körfubolta, setja rassinn aðeins út, en það er ekki meira en það og að því leitinu til finnst mér þetta bara vera löglegt mark.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Keflavík ÍF Víkingur Reykjavík Stúkan Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Keflvíkingar virtust hafa jafnað metin í 1-1 þegar hornspyrna sveif yfir Ingvar Jónsson og inn í mark Víkinga. Dómari leiksins, Jóhann Ingi Jónsson, var ekki á sama máli og dæmdi aukaspyrnu á Keflvíkinga sem á endanum töpuðu leiknum 3-0. „Mér finnst Víkingar vera að bjóða Keflvíkingum upp í þennan dans,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir um „draugamark“ Keflvíkinga. „Það er enginn að verja Ingvar, sem mér finnst óskiljanlegt. Hann er skilinn eftir með 2-3 Keflvíkingum og þeir geta bara myndað blokk fyrir framan hann. Þeir mega það alveg, og hann eðlilega kemst ekkert í boltann. Ég skil ekki af hverju enginn af varnarmönnunum er þarna að aðstoða hann og verja markvörðinn sinn,“ sagði Margrét Lára. Klippa: Stúkan - Mark dæmt af Keflavík Baldur Sigurðsson tók í sama streng og gagnrýndi uppstillingu Víkinga í horninu: „Þetta mætti vera löglegt bara vegna þess hvernig Víkingarnir stilla upp í þessu horni. Það er meðvindur og boltinn alltaf að fara að skrúfast að markinu. Þeir skilja Ingvar eftir einan og það er meðvituð ákvörðun. Síðan taka þeir allir skrefið út, vindurinn tekur boltann og Ingvar lendir á vegg,“ sagði Baldur og taldi Keflvíkinga ekki hafa brotið af sér: „Það eru tveir menn sem standa þarna, þeir eru smá eins og senter í körfubolta, setja rassinn aðeins út, en það er ekki meira en það og að því leitinu til finnst mér þetta bara vera löglegt mark.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Keflavík ÍF Víkingur Reykjavík Stúkan Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira