„Afi Palli“ er vinsæll í leikskólanum á Flúðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. september 2022 20:07 “Afi Palli” er vinsæll í leikskólanum á Flúðum hjá krökkunum en hér erum við að tala um Pál Skaftason, sem kann mjög vel við sig í nýja starfinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Börnin í leikskólanum á Flúðum eru alsæl með að vera búin að fá „afa“ í leikskólann sinn enda er hann alltaf kallaður „Afi Palli“. Á leikskólanum Undralandi eru 42 leikskólabörn og um 15 starfsmenn og Palli Skafta eins og hann er alltaf kallaður er mjög vinsæll hjá börnunum. Hér erum við að tala um Pál Skaftason, sem er 59 ára en hann hefur verið mikið til sjós og unnið við járnabindingar stórra bygginga. Síðustu ár hefur hann unnið í Færeyjum við járnabindingar eða þar til að hann flutti á Flúðir með konu sinni, Ingveldi Eiríksdóttur, sem er einmitt leikskólastjóri á Flúðum. Í leikskólanum eru 42 börn og 15 starfsmenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson “Afi Palli” eins og hann er alltaf kallaður í leikskólanum er elskaður og dáður af börnunum og hann sjálfur er alsæll í nýja starfinu. “Það eru forréttindi að fá að vinna með börnunum,” segir Palli. Hvernig datt þér þetta í hug, að fara að vinna á leikskóla? 1 “Ég hafði tekið ART- námskeið og er Artari sjálfur, unnið með krökkum í skóla. Svo bara var ég að koma heim eftir langa fjarveru frá Íslandi í Færeyjum í járnabindingum og ákvað að fara í krefjandi vinnu, þetta er líka krefjandi starf eins og járnabindingar,” segir Palli. Leikskólabörnin sogast að Palla og þau segja að hann sé bestur að ýta þeim þegar þau eru að róla því hann ýti svo hátt. Börnin eru ánægð með hvað “Afi Palli” ýtir þeim hátt í rólunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað er skemmtilegast við börn? “Það er bara hugmyndaríki þeirra og hvernig þau ímynda sér veröldina og sjá fyrir sér hlutina. Þau sjá hlutina í allt öðru ljósi heldur en við fullorðna fólkið.” Palli hvetur karlmenn á öllum aldri að vinna á leikskóla, þeir muni ekki sjá eftir því. “Þetta er bara vinna eins og annað en þetta er miklu skemmtilegri vinna. Þeir, sem þola áreitið og lætin í börnunum inn á milli ættu alveg hiklaust að fara í þetta, þetta er fín vinna. Svæðið hér á Flúðum er æðislegt og veðursældin er góð, og mér finnst þetta bara vera opinn og skemmtilegur leikskóli,” segir “Afi Palli”. Palli hvetur karlmenn á öllum aldri til að sækja um vinnu í leikskólum landsins, það séu frábærir vinnustaðir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
Á leikskólanum Undralandi eru 42 leikskólabörn og um 15 starfsmenn og Palli Skafta eins og hann er alltaf kallaður er mjög vinsæll hjá börnunum. Hér erum við að tala um Pál Skaftason, sem er 59 ára en hann hefur verið mikið til sjós og unnið við járnabindingar stórra bygginga. Síðustu ár hefur hann unnið í Færeyjum við járnabindingar eða þar til að hann flutti á Flúðir með konu sinni, Ingveldi Eiríksdóttur, sem er einmitt leikskólastjóri á Flúðum. Í leikskólanum eru 42 börn og 15 starfsmenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson “Afi Palli” eins og hann er alltaf kallaður í leikskólanum er elskaður og dáður af börnunum og hann sjálfur er alsæll í nýja starfinu. “Það eru forréttindi að fá að vinna með börnunum,” segir Palli. Hvernig datt þér þetta í hug, að fara að vinna á leikskóla? 1 “Ég hafði tekið ART- námskeið og er Artari sjálfur, unnið með krökkum í skóla. Svo bara var ég að koma heim eftir langa fjarveru frá Íslandi í Færeyjum í járnabindingum og ákvað að fara í krefjandi vinnu, þetta er líka krefjandi starf eins og járnabindingar,” segir Palli. Leikskólabörnin sogast að Palla og þau segja að hann sé bestur að ýta þeim þegar þau eru að róla því hann ýti svo hátt. Börnin eru ánægð með hvað “Afi Palli” ýtir þeim hátt í rólunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hvað er skemmtilegast við börn? “Það er bara hugmyndaríki þeirra og hvernig þau ímynda sér veröldina og sjá fyrir sér hlutina. Þau sjá hlutina í allt öðru ljósi heldur en við fullorðna fólkið.” Palli hvetur karlmenn á öllum aldri að vinna á leikskóla, þeir muni ekki sjá eftir því. “Þetta er bara vinna eins og annað en þetta er miklu skemmtilegri vinna. Þeir, sem þola áreitið og lætin í börnunum inn á milli ættu alveg hiklaust að fara í þetta, þetta er fín vinna. Svæðið hér á Flúðum er æðislegt og veðursældin er góð, og mér finnst þetta bara vera opinn og skemmtilegur leikskóli,” segir “Afi Palli”. Palli hvetur karlmenn á öllum aldri til að sækja um vinnu í leikskólum landsins, það séu frábærir vinnustaðir.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira