Klopp: Þetta er fyrsta skrefið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. september 2022 22:30 Jürgen Klopp gat andað léttar eftir sigur Liverpool í kvöld. Matthew Ashton - AMA/2022 AMA Sports Photo Agency Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega kátur eftir 2-1 sigur sinna manna gegn Ajax í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Eftir brösulegt gengi í upphafi tímabils segir hann sigurinn í kvöld vera skref í rétta átt. „Ég held að allir hafi séð það að við þurftum að gera eitthvað allt öðruvísi í leiknum í kvöld og strákarnir gerðu það,“ sagði Klopp eftir leikinn. „Við spiluðum vel á móti baráttuglöðum andstæðingum. Við skoruðum fyrsta markið og hefðum átt að skora fleiri, sérstaklega úr föstum leikatriðum.“ Gestirnir í Ajax sköpuðu sér ekki mikið af færum í kvöld, en Mohammed Kudus jafnaði þó metin fyrir þá með frábæru marki eftir tæplega hálftíma leik. „Ég veit ekki hvort þetta var fyrsta alvöru sóknin þeirra, en Ajax skapaði ekki mikið. Svona er þetta, það getur allt gerst, en þetta var geggjað skot hjá Kudus.“ „Þetta var bara annað próf fyrir okkur. Við vonumst allir til að við séum á leið í rétta átt, en svo getur maður lent í öðru bakslagi og það hefur áhrif á mann. Pressan hjá okkur fyrir markið var mun betri en eftir markið. Við féllum aðeins niður, en við verðum að gera hlutina rétt.“ „Vinnan er ekki búin. Þetta er fyrsta skrefið. Mjög mikilvægt skref. Nú tekur við skrýtin pása sem er frekar löng. En Brighton bíður,“ sagði Klopp að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira
„Ég held að allir hafi séð það að við þurftum að gera eitthvað allt öðruvísi í leiknum í kvöld og strákarnir gerðu það,“ sagði Klopp eftir leikinn. „Við spiluðum vel á móti baráttuglöðum andstæðingum. Við skoruðum fyrsta markið og hefðum átt að skora fleiri, sérstaklega úr föstum leikatriðum.“ Gestirnir í Ajax sköpuðu sér ekki mikið af færum í kvöld, en Mohammed Kudus jafnaði þó metin fyrir þá með frábæru marki eftir tæplega hálftíma leik. „Ég veit ekki hvort þetta var fyrsta alvöru sóknin þeirra, en Ajax skapaði ekki mikið. Svona er þetta, það getur allt gerst, en þetta var geggjað skot hjá Kudus.“ „Þetta var bara annað próf fyrir okkur. Við vonumst allir til að við séum á leið í rétta átt, en svo getur maður lent í öðru bakslagi og það hefur áhrif á mann. Pressan hjá okkur fyrir markið var mun betri en eftir markið. Við féllum aðeins niður, en við verðum að gera hlutina rétt.“ „Vinnan er ekki búin. Þetta er fyrsta skrefið. Mjög mikilvægt skref. Nú tekur við skrýtin pása sem er frekar löng. En Brighton bíður,“ sagði Klopp að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Sjá meira