„Áttaði mig ekki á því fyrr en ég mætti á leikinn hversu vel mannaðir þeir eru“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. september 2022 23:31 Patrekur Jóhannesson er með virkilega spennandi lið í höndunum að mati Handkastsins. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan vann öruggan fimm marka sigur, 28-33, er liðið heimsótti FH í fyrstu umferð Olís-deildar karla í seinustu viku. Hópurinn sem Patrekur Jóhannesson er með í höndunum lofar virkilega góðu, eins og strákarnir í Handkastinu voru sammála um í seinasta þætti. „Fyrir það fyrsta þá fannst mér Stjarnan líta svakalega vel út,“ sagði Andri Berg Haraldsson, sérfræðingur Handkastsins um Stjörnuna í seinasta þætti. „Ég áttaði mig eiginlega ekki á því fyrr en ég mætti á leikinn hversu vel mannaðir þeir eru. Þeir eru með frábært lið. Mér fannst bara eins og það væri varla veikan blett að finna á þeim. Hrikalega gott start hjá liðinu.“ Þrátt fyrir þessi ummæli sín um Stjörnuna get Andri þó fundið veikasta hlekk liðsins. „Hægri skyttan er kannski fínn leikmaður, en kannski ekki á pari við hina. En þeir litu rosalega vel út. Þetta eru margir góðir leikmenn á góðum aldri, reynsla og frábær þjálfari líka og ég held að þeir gætu gert góða hluti í vetur. Jóhann Ingi Guðmundsson var einnig í settinu og hann tók undir orð kollega síns. Hann vildi þó meina að þrátt fyrir að Stjarnan hafi litið ótrúlega vel út þá hafi það hjálpað þeim að FH-ingar litu sömuleiðis ekki nógu vel út. „Ég held að þetta sé svona sittlítið af hvoru. Ég er sammála Andra að Stjarnan er bara með massívan hóp og getur boðið upp á allskonar uppstillingar. Þeir þurftu engar krúsídúllur í þessum leik eins og að breyta vörninni og setja Hergeir [Grímsson] fyrir framan eða til að sprengja þetta eitthvað upp,“ sagði Jóhann. „Þer stóðu bara í sex-núll og unnu allar stöður einn á móti einum. Mér fannst þeir hafa þennan leik algjörlega í teskeið. En á móti kemur að mér fannst FH-ingarnir bara líta eiginlega illa út. Ég átti von á þeim aðeins beittari. En þá spyr maður sig hvort að það hafi verið af því að Stjarnan var svona rosalega góð eða áttu þeir slakan leik,“ sagði Jóhann að lokum. Umræðu Handkastsins um Stjörnuna má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Handkastið: Umræða um Stjörnuna Næsti leikur Stjörnunnar í Olís-deild karla er næstkomandi fimmtudag klukkan 20:00 er liðið tekur á móti Fram, en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira
„Fyrir það fyrsta þá fannst mér Stjarnan líta svakalega vel út,“ sagði Andri Berg Haraldsson, sérfræðingur Handkastsins um Stjörnuna í seinasta þætti. „Ég áttaði mig eiginlega ekki á því fyrr en ég mætti á leikinn hversu vel mannaðir þeir eru. Þeir eru með frábært lið. Mér fannst bara eins og það væri varla veikan blett að finna á þeim. Hrikalega gott start hjá liðinu.“ Þrátt fyrir þessi ummæli sín um Stjörnuna get Andri þó fundið veikasta hlekk liðsins. „Hægri skyttan er kannski fínn leikmaður, en kannski ekki á pari við hina. En þeir litu rosalega vel út. Þetta eru margir góðir leikmenn á góðum aldri, reynsla og frábær þjálfari líka og ég held að þeir gætu gert góða hluti í vetur. Jóhann Ingi Guðmundsson var einnig í settinu og hann tók undir orð kollega síns. Hann vildi þó meina að þrátt fyrir að Stjarnan hafi litið ótrúlega vel út þá hafi það hjálpað þeim að FH-ingar litu sömuleiðis ekki nógu vel út. „Ég held að þetta sé svona sittlítið af hvoru. Ég er sammála Andra að Stjarnan er bara með massívan hóp og getur boðið upp á allskonar uppstillingar. Þeir þurftu engar krúsídúllur í þessum leik eins og að breyta vörninni og setja Hergeir [Grímsson] fyrir framan eða til að sprengja þetta eitthvað upp,“ sagði Jóhann. „Þer stóðu bara í sex-núll og unnu allar stöður einn á móti einum. Mér fannst þeir hafa þennan leik algjörlega í teskeið. En á móti kemur að mér fannst FH-ingarnir bara líta eiginlega illa út. Ég átti von á þeim aðeins beittari. En þá spyr maður sig hvort að það hafi verið af því að Stjarnan var svona rosalega góð eða áttu þeir slakan leik,“ sagði Jóhann að lokum. Umræðu Handkastsins um Stjörnuna má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Handkastið: Umræða um Stjörnuna Næsti leikur Stjörnunnar í Olís-deild karla er næstkomandi fimmtudag klukkan 20:00 er liðið tekur á móti Fram, en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira