„Áttaði mig ekki á því fyrr en ég mætti á leikinn hversu vel mannaðir þeir eru“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. september 2022 23:31 Patrekur Jóhannesson er með virkilega spennandi lið í höndunum að mati Handkastsins. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan vann öruggan fimm marka sigur, 28-33, er liðið heimsótti FH í fyrstu umferð Olís-deildar karla í seinustu viku. Hópurinn sem Patrekur Jóhannesson er með í höndunum lofar virkilega góðu, eins og strákarnir í Handkastinu voru sammála um í seinasta þætti. „Fyrir það fyrsta þá fannst mér Stjarnan líta svakalega vel út,“ sagði Andri Berg Haraldsson, sérfræðingur Handkastsins um Stjörnuna í seinasta þætti. „Ég áttaði mig eiginlega ekki á því fyrr en ég mætti á leikinn hversu vel mannaðir þeir eru. Þeir eru með frábært lið. Mér fannst bara eins og það væri varla veikan blett að finna á þeim. Hrikalega gott start hjá liðinu.“ Þrátt fyrir þessi ummæli sín um Stjörnuna get Andri þó fundið veikasta hlekk liðsins. „Hægri skyttan er kannski fínn leikmaður, en kannski ekki á pari við hina. En þeir litu rosalega vel út. Þetta eru margir góðir leikmenn á góðum aldri, reynsla og frábær þjálfari líka og ég held að þeir gætu gert góða hluti í vetur. Jóhann Ingi Guðmundsson var einnig í settinu og hann tók undir orð kollega síns. Hann vildi þó meina að þrátt fyrir að Stjarnan hafi litið ótrúlega vel út þá hafi það hjálpað þeim að FH-ingar litu sömuleiðis ekki nógu vel út. „Ég held að þetta sé svona sittlítið af hvoru. Ég er sammála Andra að Stjarnan er bara með massívan hóp og getur boðið upp á allskonar uppstillingar. Þeir þurftu engar krúsídúllur í þessum leik eins og að breyta vörninni og setja Hergeir [Grímsson] fyrir framan eða til að sprengja þetta eitthvað upp,“ sagði Jóhann. „Þer stóðu bara í sex-núll og unnu allar stöður einn á móti einum. Mér fannst þeir hafa þennan leik algjörlega í teskeið. En á móti kemur að mér fannst FH-ingarnir bara líta eiginlega illa út. Ég átti von á þeim aðeins beittari. En þá spyr maður sig hvort að það hafi verið af því að Stjarnan var svona rosalega góð eða áttu þeir slakan leik,“ sagði Jóhann að lokum. Umræðu Handkastsins um Stjörnuna má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Handkastið: Umræða um Stjörnuna Næsti leikur Stjörnunnar í Olís-deild karla er næstkomandi fimmtudag klukkan 20:00 er liðið tekur á móti Fram, en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
„Fyrir það fyrsta þá fannst mér Stjarnan líta svakalega vel út,“ sagði Andri Berg Haraldsson, sérfræðingur Handkastsins um Stjörnuna í seinasta þætti. „Ég áttaði mig eiginlega ekki á því fyrr en ég mætti á leikinn hversu vel mannaðir þeir eru. Þeir eru með frábært lið. Mér fannst bara eins og það væri varla veikan blett að finna á þeim. Hrikalega gott start hjá liðinu.“ Þrátt fyrir þessi ummæli sín um Stjörnuna get Andri þó fundið veikasta hlekk liðsins. „Hægri skyttan er kannski fínn leikmaður, en kannski ekki á pari við hina. En þeir litu rosalega vel út. Þetta eru margir góðir leikmenn á góðum aldri, reynsla og frábær þjálfari líka og ég held að þeir gætu gert góða hluti í vetur. Jóhann Ingi Guðmundsson var einnig í settinu og hann tók undir orð kollega síns. Hann vildi þó meina að þrátt fyrir að Stjarnan hafi litið ótrúlega vel út þá hafi það hjálpað þeim að FH-ingar litu sömuleiðis ekki nógu vel út. „Ég held að þetta sé svona sittlítið af hvoru. Ég er sammála Andra að Stjarnan er bara með massívan hóp og getur boðið upp á allskonar uppstillingar. Þeir þurftu engar krúsídúllur í þessum leik eins og að breyta vörninni og setja Hergeir [Grímsson] fyrir framan eða til að sprengja þetta eitthvað upp,“ sagði Jóhann. „Þer stóðu bara í sex-núll og unnu allar stöður einn á móti einum. Mér fannst þeir hafa þennan leik algjörlega í teskeið. En á móti kemur að mér fannst FH-ingarnir bara líta eiginlega illa út. Ég átti von á þeim aðeins beittari. En þá spyr maður sig hvort að það hafi verið af því að Stjarnan var svona rosalega góð eða áttu þeir slakan leik,“ sagði Jóhann að lokum. Umræðu Handkastsins um Stjörnuna má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Handkastið: Umræða um Stjörnuna Næsti leikur Stjörnunnar í Olís-deild karla er næstkomandi fimmtudag klukkan 20:00 er liðið tekur á móti Fram, en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira