„Hefði betur átt að sleppa túnfiskssamloku fyrir æfingu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 14. september 2022 13:01 Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir keyrði sig út á æfingu Selfoss. Stöð 2 Sport Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, fór í vettvangsferð á Selfoss ásamt þáttastjórnandanum Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Þær kíktu á æfingu hjá nýliðunum og tóku stöðuna fyrir komandi tímabil. Selfoss vann Grill 66-deild kvenna úí fyrra og er því nýliði í deild þeirra bestu. Því var staðan tekin á liðinu þar sem Brynhildur var vel gíruð og mætti í Selfoss-treyju á æfinguna. „Ég á vinkonu sem á bróður, Magnús Öder Einarsson,“ þar á Brynhildur við um fyrrum leikmann Selfoss sem virðist hafa lánað henni treyjuna sína. Klippa: Seinni bylgjan: Brynhildur á Selfossi Misvel gekk hjá henni að finna netmöskvana og kveðst hún óviss um hvort hún hafi heillað Eyþór Lárusson, þjálfara liðsins. „Ég held ég sé alveg sammála því. Ég verð bara að játa mig sigraða. En ég á allavega sæti í Seinni bylgjunni,“ segir Brynhildur en Svava Kristín sagðist þá þurfa að sjá til með það. „Ég er farin að finna fyrir því, ég hefði betur átt að sleppa að fá mér túnfiskssamloku fyrir æfingu,“ Brynhildur býst þá við miklu af Selfoss-liðinu sem hafi lofað góðu á æfingunni. „Mér finnst þetta betri nýliðar en hafa verið að koma upp. Þær eru drulluflottar hérna á æfingu og ég er bara mjög spennt fyrir þeim. Ég er ekki að fara að skila þessari treyju. Vínrauður fer mér mjög vel og ég býst við nokkrum stigum frá þeim,“ Einnig er rætt við Kötlu Maríu Magnúsdóttur sem skipti frá Stjörnunni yfir í Selfoss í sumar. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Selfoss hefur leik í Olís-deildinni á laugardaginn þegar liðið heimsækir HK klukkan 18:00. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og fyrsti leikur mótsins annað kvöld er Stjarnan mætir Fram. Þá verður tvíhöfði í Garðabæ þar sem bæði kvennalið Stjörnunnar og Fram mætast. Alla fyrstu umferðina í Olís-deild kvenna má sjá að neðan. Fyrsta umferð Olís-deildar kvenna Fimmtudagur 15. september 18:00 Stjarnan - Fram (Stöð 2 Sport) Föstudagur 16. september 18:00 Valur - Haukar Laugardagur 17. september 13:30 ÍBV - KA/Þór 18:00 HK - Selfoss (Stöð 2 Sport) Mánudagur 19. september 20:00 Seinni bylgjan (Stöð 2 Sport) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Selfoss vann Grill 66-deild kvenna úí fyrra og er því nýliði í deild þeirra bestu. Því var staðan tekin á liðinu þar sem Brynhildur var vel gíruð og mætti í Selfoss-treyju á æfinguna. „Ég á vinkonu sem á bróður, Magnús Öder Einarsson,“ þar á Brynhildur við um fyrrum leikmann Selfoss sem virðist hafa lánað henni treyjuna sína. Klippa: Seinni bylgjan: Brynhildur á Selfossi Misvel gekk hjá henni að finna netmöskvana og kveðst hún óviss um hvort hún hafi heillað Eyþór Lárusson, þjálfara liðsins. „Ég held ég sé alveg sammála því. Ég verð bara að játa mig sigraða. En ég á allavega sæti í Seinni bylgjunni,“ segir Brynhildur en Svava Kristín sagðist þá þurfa að sjá til með það. „Ég er farin að finna fyrir því, ég hefði betur átt að sleppa að fá mér túnfiskssamloku fyrir æfingu,“ Brynhildur býst þá við miklu af Selfoss-liðinu sem hafi lofað góðu á æfingunni. „Mér finnst þetta betri nýliðar en hafa verið að koma upp. Þær eru drulluflottar hérna á æfingu og ég er bara mjög spennt fyrir þeim. Ég er ekki að fara að skila þessari treyju. Vínrauður fer mér mjög vel og ég býst við nokkrum stigum frá þeim,“ Einnig er rætt við Kötlu Maríu Magnúsdóttur sem skipti frá Stjörnunni yfir í Selfoss í sumar. Innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Selfoss hefur leik í Olís-deildinni á laugardaginn þegar liðið heimsækir HK klukkan 18:00. Sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og fyrsti leikur mótsins annað kvöld er Stjarnan mætir Fram. Þá verður tvíhöfði í Garðabæ þar sem bæði kvennalið Stjörnunnar og Fram mætast. Alla fyrstu umferðina í Olís-deild kvenna má sjá að neðan. Fyrsta umferð Olís-deildar kvenna Fimmtudagur 15. september 18:00 Stjarnan - Fram (Stöð 2 Sport) Föstudagur 16. september 18:00 Valur - Haukar Laugardagur 17. september 13:30 ÍBV - KA/Þór 18:00 HK - Selfoss (Stöð 2 Sport) Mánudagur 19. september 20:00 Seinni bylgjan (Stöð 2 Sport) Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fyrsta umferð Olís-deildar kvenna Fimmtudagur 15. september 18:00 Stjarnan - Fram (Stöð 2 Sport) Föstudagur 16. september 18:00 Valur - Haukar Laugardagur 17. september 13:30 ÍBV - KA/Þór 18:00 HK - Selfoss (Stöð 2 Sport) Mánudagur 19. september 20:00 Seinni bylgjan (Stöð 2 Sport)
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Leik lokið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Njarðvíkingar gáfu í undir lokin Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira