Innherji á Vísi færður fyrir aftan greiðsluvegg Tinni Sveinsson skrifar 15. september 2022 07:01 Innherji býður lesendum sínum upp á dýpri umfjöllun um viðskipti og efnahagsmál. vísir Frá og með deginum í dag verður viðskiptamiðillinn Innherji á Vísi í áskrift og færður fyrir aftan greiðsluvegg. Samhliða þessu er ný innskráning á Vísi kynnt til leiks þar sem notast er við rafræn skilríki. Þegar fram líða stundir verður ýmis önnur þjónusta í boði fyrir innskráða lesendur. Innherji hóf göngu sína á Vísi fyrir tæpu ári síðan. Á síðum miðilsins er boðið upp á leiðandi umfjöllun um viðskiptalífið og efnahagsmál frá þrautreyndum viðskiptablaðamönnum. Innherji verður í boði án endurgjalds til 1. nóvember. Eftir það verður mánaðaráskrift á 2.490 krónur og ársáskrift á 1.658 krónur á mánuði. Fyrirtæki geta keypt áskrift fyrir starfsmenn sína með því að hafa samband í netfangið askrift@visir.is. Hægt er að virkja áskrift að Innherja hér. Þórður Gunnarsson viðskiptablaðamaður. Þórður bætist við ritstjórnina Ritstjórn Innherja samanstendur af Herði Ægissyni ritstjóra, Þorsteini Friðriki Halldórssyni blaðamanni og Þórði Gunnarssyni blaðamanni, sem bættist í hópinn nú í mánuðinum. Þórður mun meðal annars leiða gerð viðtals- og umræðuþátta um viðskipti á vettvangi Innherja. Hann er hagfræðingur að mennt og hefur unnið á viðskiptaritstjórnum Morgunblaðsins, Fréttablaðsins og Viðskiptablaðsins auk þess að hafa starfað hjá forverum Kviku banka. Þá var hann sérfræðingur hjá Standard & Poor´s Global í London um nokkurra ára skeið við greiningar á alþjóðlegum orku- og hrávörumörkuðum. Nýjungar á Innherja Fleiri nýjungar eru í farvatninu hjá Innherja samhliða því að nýtt útlit á miðlinum verður kynnt. Á næstu vikum fer af stað samstarfsverkefni með Kviku eignastýringu sem nefnist Fjóla fjárfestir þar sem fylgst verður með tilbúnum fjárfesti sem spreytir sig á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þá verða einnig á næstunni settar í loftið rauntímaupplýsingar yfir íslensk félög á markaði og nýju hlaðvarpi hleypt af stokkunum. Fjölmiðlar Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira
Innherji hóf göngu sína á Vísi fyrir tæpu ári síðan. Á síðum miðilsins er boðið upp á leiðandi umfjöllun um viðskiptalífið og efnahagsmál frá þrautreyndum viðskiptablaðamönnum. Innherji verður í boði án endurgjalds til 1. nóvember. Eftir það verður mánaðaráskrift á 2.490 krónur og ársáskrift á 1.658 krónur á mánuði. Fyrirtæki geta keypt áskrift fyrir starfsmenn sína með því að hafa samband í netfangið askrift@visir.is. Hægt er að virkja áskrift að Innherja hér. Þórður Gunnarsson viðskiptablaðamaður. Þórður bætist við ritstjórnina Ritstjórn Innherja samanstendur af Herði Ægissyni ritstjóra, Þorsteini Friðriki Halldórssyni blaðamanni og Þórði Gunnarssyni blaðamanni, sem bættist í hópinn nú í mánuðinum. Þórður mun meðal annars leiða gerð viðtals- og umræðuþátta um viðskipti á vettvangi Innherja. Hann er hagfræðingur að mennt og hefur unnið á viðskiptaritstjórnum Morgunblaðsins, Fréttablaðsins og Viðskiptablaðsins auk þess að hafa starfað hjá forverum Kviku banka. Þá var hann sérfræðingur hjá Standard & Poor´s Global í London um nokkurra ára skeið við greiningar á alþjóðlegum orku- og hrávörumörkuðum. Nýjungar á Innherja Fleiri nýjungar eru í farvatninu hjá Innherja samhliða því að nýtt útlit á miðlinum verður kynnt. Á næstu vikum fer af stað samstarfsverkefni með Kviku eignastýringu sem nefnist Fjóla fjárfestir þar sem fylgst verður með tilbúnum fjárfesti sem spreytir sig á íslenskum hlutabréfamarkaði. Þá verða einnig á næstunni settar í loftið rauntímaupplýsingar yfir íslensk félög á markaði og nýju hlaðvarpi hleypt af stokkunum.
Fjölmiðlar Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Sjá meira