„Þá verður allt vitlaust á Akranesi“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. september 2022 21:46 Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar Akraness segir mikla reiði í bænum. Vísir/Vilhelm Forseti bæjarstjórnar Akraness segir að það verði allt vitlaust í bænum, nái hugmyndir innviðaráðherra um gjaldtöku í jarðgöngum fram að ganga. Það gildi allt annað um Hvalfjarðargöngin en önnur göng, enda sé löngu búið að borga göngin upp. Valgarður L. Jónsson, forseti bæjarstjórnar ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag en aðdragandann má rekja til ályktunar bæjarstjórnar um fyrirhugaða innheimtu veggjalda í göngunum. Í ályktuninni kom meðal annars fram að fyrirhuguð gjaldtaka í Hvalfjarðargöngum væri svik við íbúa á Akranesi, sem og aðra þá sem keyra í gegnum göngin. Valgarður segir að það gildi hreinlega allt annað um Hvalfjarðargöngin en önnur göng. „Það er bara þannig að Hvalfjarðargöngin eru eina samgöngumannvirkið á Íslandi sem nú þegar er búið að greiða upp - einmitt með veggjöldum. Við greiddum veggjöld í þessi göng í tuttugu ár, til þess að greiða upp kostnaðinn við gerð þeirra eða við byggingu þeirra,“ segir Valgarður. Með orðinu „við“ eigi hann við alla notendur ganganna, ekki aðeins íbúa Akraness. Fullkomlega galin hugmynd Hann bætir við að ríkið hafi lengi staðið fyrir dýrum samgönguframkvæmdum víðsvegar um landið og nefnir tvöföldun á Reykjanesvegi sem dæmi. Engum hafi dottið í hug að innheimta veggjöld vegna þeirra framkvæmda. „Okkur Skagamönnum finnst þetta fullkomlega galin hugmynd að ætla að fara að innheimta gjald núna til þess að safna fyrir næstu göngum. Þetta er alveg fráleit hugsun,“ segir Valgarður. Hann segir að með því að innheimta eingöngu veggjöld í jarðgöngum sé einfaldlega verið að mismuna fólki eftir búsetu. Ef þetta verður niðurstaðan, hvað gerist þá? „Þá verður allt vitlaust á Akranesi, það er bara svoleiðis. Það er mikil reiði í bænum, maður verður alveg mjög mikið var við það. Og Skagamenn verða mjög reiðir ef þetta á að verða niðurstaðan. Ég ætla ekki að trúa því fyrr en ég tek á því að þetta verði að veruleika,“ bætir Valgarður við. Samgöngur Vegtollar Hvalfjarðargöng Akranes Vegagerð Byggðamál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Gjaldtaka hrein og bein svik við íbúa Akraness Bæjarstjórn Akraness mótmælir þeim fyrirætlunum innviðaráðherra að hefja gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum til að fjármagna ný Fjarðarheiðargöng. Þá gerir bæjarstjórnin alvarlega athugasemd við að árskort í strætó hafi hækkað um tæplega hundrað þúsund krónur án samráðs við bæjarfélagið. 14. september 2022 10:29 Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10 Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Sjá meira
Valgarður L. Jónsson, forseti bæjarstjórnar ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag en aðdragandann má rekja til ályktunar bæjarstjórnar um fyrirhugaða innheimtu veggjalda í göngunum. Í ályktuninni kom meðal annars fram að fyrirhuguð gjaldtaka í Hvalfjarðargöngum væri svik við íbúa á Akranesi, sem og aðra þá sem keyra í gegnum göngin. Valgarður segir að það gildi hreinlega allt annað um Hvalfjarðargöngin en önnur göng. „Það er bara þannig að Hvalfjarðargöngin eru eina samgöngumannvirkið á Íslandi sem nú þegar er búið að greiða upp - einmitt með veggjöldum. Við greiddum veggjöld í þessi göng í tuttugu ár, til þess að greiða upp kostnaðinn við gerð þeirra eða við byggingu þeirra,“ segir Valgarður. Með orðinu „við“ eigi hann við alla notendur ganganna, ekki aðeins íbúa Akraness. Fullkomlega galin hugmynd Hann bætir við að ríkið hafi lengi staðið fyrir dýrum samgönguframkvæmdum víðsvegar um landið og nefnir tvöföldun á Reykjanesvegi sem dæmi. Engum hafi dottið í hug að innheimta veggjöld vegna þeirra framkvæmda. „Okkur Skagamönnum finnst þetta fullkomlega galin hugmynd að ætla að fara að innheimta gjald núna til þess að safna fyrir næstu göngum. Þetta er alveg fráleit hugsun,“ segir Valgarður. Hann segir að með því að innheimta eingöngu veggjöld í jarðgöngum sé einfaldlega verið að mismuna fólki eftir búsetu. Ef þetta verður niðurstaðan, hvað gerist þá? „Þá verður allt vitlaust á Akranesi, það er bara svoleiðis. Það er mikil reiði í bænum, maður verður alveg mjög mikið var við það. Og Skagamenn verða mjög reiðir ef þetta á að verða niðurstaðan. Ég ætla ekki að trúa því fyrr en ég tek á því að þetta verði að veruleika,“ bætir Valgarður við.
Samgöngur Vegtollar Hvalfjarðargöng Akranes Vegagerð Byggðamál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Gjaldtaka hrein og bein svik við íbúa Akraness Bæjarstjórn Akraness mótmælir þeim fyrirætlunum innviðaráðherra að hefja gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum til að fjármagna ný Fjarðarheiðargöng. Þá gerir bæjarstjórnin alvarlega athugasemd við að árskort í strætó hafi hækkað um tæplega hundrað þúsund krónur án samráðs við bæjarfélagið. 14. september 2022 10:29 Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10 Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Sjá meira
Gjaldtaka hrein og bein svik við íbúa Akraness Bæjarstjórn Akraness mótmælir þeim fyrirætlunum innviðaráðherra að hefja gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum til að fjármagna ný Fjarðarheiðargöng. Þá gerir bæjarstjórnin alvarlega athugasemd við að árskort í strætó hafi hækkað um tæplega hundrað þúsund krónur án samráðs við bæjarfélagið. 14. september 2022 10:29
Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04
Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10