„Þá verður allt vitlaust á Akranesi“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. september 2022 21:46 Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar Akraness segir mikla reiði í bænum. Vísir/Vilhelm Forseti bæjarstjórnar Akraness segir að það verði allt vitlaust í bænum, nái hugmyndir innviðaráðherra um gjaldtöku í jarðgöngum fram að ganga. Það gildi allt annað um Hvalfjarðargöngin en önnur göng, enda sé löngu búið að borga göngin upp. Valgarður L. Jónsson, forseti bæjarstjórnar ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag en aðdragandann má rekja til ályktunar bæjarstjórnar um fyrirhugaða innheimtu veggjalda í göngunum. Í ályktuninni kom meðal annars fram að fyrirhuguð gjaldtaka í Hvalfjarðargöngum væri svik við íbúa á Akranesi, sem og aðra þá sem keyra í gegnum göngin. Valgarður segir að það gildi hreinlega allt annað um Hvalfjarðargöngin en önnur göng. „Það er bara þannig að Hvalfjarðargöngin eru eina samgöngumannvirkið á Íslandi sem nú þegar er búið að greiða upp - einmitt með veggjöldum. Við greiddum veggjöld í þessi göng í tuttugu ár, til þess að greiða upp kostnaðinn við gerð þeirra eða við byggingu þeirra,“ segir Valgarður. Með orðinu „við“ eigi hann við alla notendur ganganna, ekki aðeins íbúa Akraness. Fullkomlega galin hugmynd Hann bætir við að ríkið hafi lengi staðið fyrir dýrum samgönguframkvæmdum víðsvegar um landið og nefnir tvöföldun á Reykjanesvegi sem dæmi. Engum hafi dottið í hug að innheimta veggjöld vegna þeirra framkvæmda. „Okkur Skagamönnum finnst þetta fullkomlega galin hugmynd að ætla að fara að innheimta gjald núna til þess að safna fyrir næstu göngum. Þetta er alveg fráleit hugsun,“ segir Valgarður. Hann segir að með því að innheimta eingöngu veggjöld í jarðgöngum sé einfaldlega verið að mismuna fólki eftir búsetu. Ef þetta verður niðurstaðan, hvað gerist þá? „Þá verður allt vitlaust á Akranesi, það er bara svoleiðis. Það er mikil reiði í bænum, maður verður alveg mjög mikið var við það. Og Skagamenn verða mjög reiðir ef þetta á að verða niðurstaðan. Ég ætla ekki að trúa því fyrr en ég tek á því að þetta verði að veruleika,“ bætir Valgarður við. Samgöngur Vegtollar Hvalfjarðargöng Akranes Vegagerð Byggðamál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Gjaldtaka hrein og bein svik við íbúa Akraness Bæjarstjórn Akraness mótmælir þeim fyrirætlunum innviðaráðherra að hefja gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum til að fjármagna ný Fjarðarheiðargöng. Þá gerir bæjarstjórnin alvarlega athugasemd við að árskort í strætó hafi hækkað um tæplega hundrað þúsund krónur án samráðs við bæjarfélagið. 14. september 2022 10:29 Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Valgarður L. Jónsson, forseti bæjarstjórnar ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag en aðdragandann má rekja til ályktunar bæjarstjórnar um fyrirhugaða innheimtu veggjalda í göngunum. Í ályktuninni kom meðal annars fram að fyrirhuguð gjaldtaka í Hvalfjarðargöngum væri svik við íbúa á Akranesi, sem og aðra þá sem keyra í gegnum göngin. Valgarður segir að það gildi hreinlega allt annað um Hvalfjarðargöngin en önnur göng. „Það er bara þannig að Hvalfjarðargöngin eru eina samgöngumannvirkið á Íslandi sem nú þegar er búið að greiða upp - einmitt með veggjöldum. Við greiddum veggjöld í þessi göng í tuttugu ár, til þess að greiða upp kostnaðinn við gerð þeirra eða við byggingu þeirra,“ segir Valgarður. Með orðinu „við“ eigi hann við alla notendur ganganna, ekki aðeins íbúa Akraness. Fullkomlega galin hugmynd Hann bætir við að ríkið hafi lengi staðið fyrir dýrum samgönguframkvæmdum víðsvegar um landið og nefnir tvöföldun á Reykjanesvegi sem dæmi. Engum hafi dottið í hug að innheimta veggjöld vegna þeirra framkvæmda. „Okkur Skagamönnum finnst þetta fullkomlega galin hugmynd að ætla að fara að innheimta gjald núna til þess að safna fyrir næstu göngum. Þetta er alveg fráleit hugsun,“ segir Valgarður. Hann segir að með því að innheimta eingöngu veggjöld í jarðgöngum sé einfaldlega verið að mismuna fólki eftir búsetu. Ef þetta verður niðurstaðan, hvað gerist þá? „Þá verður allt vitlaust á Akranesi, það er bara svoleiðis. Það er mikil reiði í bænum, maður verður alveg mjög mikið var við það. Og Skagamenn verða mjög reiðir ef þetta á að verða niðurstaðan. Ég ætla ekki að trúa því fyrr en ég tek á því að þetta verði að veruleika,“ bætir Valgarður við.
Samgöngur Vegtollar Hvalfjarðargöng Akranes Vegagerð Byggðamál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Gjaldtaka hrein og bein svik við íbúa Akraness Bæjarstjórn Akraness mótmælir þeim fyrirætlunum innviðaráðherra að hefja gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum til að fjármagna ný Fjarðarheiðargöng. Þá gerir bæjarstjórnin alvarlega athugasemd við að árskort í strætó hafi hækkað um tæplega hundrað þúsund krónur án samráðs við bæjarfélagið. 14. september 2022 10:29 Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Gjaldtaka hrein og bein svik við íbúa Akraness Bæjarstjórn Akraness mótmælir þeim fyrirætlunum innviðaráðherra að hefja gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum til að fjármagna ný Fjarðarheiðargöng. Þá gerir bæjarstjórnin alvarlega athugasemd við að árskort í strætó hafi hækkað um tæplega hundrað þúsund krónur án samráðs við bæjarfélagið. 14. september 2022 10:29
Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04
Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10