„Þá verður allt vitlaust á Akranesi“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. september 2022 21:46 Valgarður L. Jónsson forseti bæjarstjórnar Akraness segir mikla reiði í bænum. Vísir/Vilhelm Forseti bæjarstjórnar Akraness segir að það verði allt vitlaust í bænum, nái hugmyndir innviðaráðherra um gjaldtöku í jarðgöngum fram að ganga. Það gildi allt annað um Hvalfjarðargöngin en önnur göng, enda sé löngu búið að borga göngin upp. Valgarður L. Jónsson, forseti bæjarstjórnar ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag en aðdragandann má rekja til ályktunar bæjarstjórnar um fyrirhugaða innheimtu veggjalda í göngunum. Í ályktuninni kom meðal annars fram að fyrirhuguð gjaldtaka í Hvalfjarðargöngum væri svik við íbúa á Akranesi, sem og aðra þá sem keyra í gegnum göngin. Valgarður segir að það gildi hreinlega allt annað um Hvalfjarðargöngin en önnur göng. „Það er bara þannig að Hvalfjarðargöngin eru eina samgöngumannvirkið á Íslandi sem nú þegar er búið að greiða upp - einmitt með veggjöldum. Við greiddum veggjöld í þessi göng í tuttugu ár, til þess að greiða upp kostnaðinn við gerð þeirra eða við byggingu þeirra,“ segir Valgarður. Með orðinu „við“ eigi hann við alla notendur ganganna, ekki aðeins íbúa Akraness. Fullkomlega galin hugmynd Hann bætir við að ríkið hafi lengi staðið fyrir dýrum samgönguframkvæmdum víðsvegar um landið og nefnir tvöföldun á Reykjanesvegi sem dæmi. Engum hafi dottið í hug að innheimta veggjöld vegna þeirra framkvæmda. „Okkur Skagamönnum finnst þetta fullkomlega galin hugmynd að ætla að fara að innheimta gjald núna til þess að safna fyrir næstu göngum. Þetta er alveg fráleit hugsun,“ segir Valgarður. Hann segir að með því að innheimta eingöngu veggjöld í jarðgöngum sé einfaldlega verið að mismuna fólki eftir búsetu. Ef þetta verður niðurstaðan, hvað gerist þá? „Þá verður allt vitlaust á Akranesi, það er bara svoleiðis. Það er mikil reiði í bænum, maður verður alveg mjög mikið var við það. Og Skagamenn verða mjög reiðir ef þetta á að verða niðurstaðan. Ég ætla ekki að trúa því fyrr en ég tek á því að þetta verði að veruleika,“ bætir Valgarður við. Samgöngur Vegtollar Hvalfjarðargöng Akranes Vegagerð Byggðamál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Gjaldtaka hrein og bein svik við íbúa Akraness Bæjarstjórn Akraness mótmælir þeim fyrirætlunum innviðaráðherra að hefja gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum til að fjármagna ný Fjarðarheiðargöng. Þá gerir bæjarstjórnin alvarlega athugasemd við að árskort í strætó hafi hækkað um tæplega hundrað þúsund krónur án samráðs við bæjarfélagið. 14. september 2022 10:29 Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Valgarður L. Jónsson, forseti bæjarstjórnar ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag en aðdragandann má rekja til ályktunar bæjarstjórnar um fyrirhugaða innheimtu veggjalda í göngunum. Í ályktuninni kom meðal annars fram að fyrirhuguð gjaldtaka í Hvalfjarðargöngum væri svik við íbúa á Akranesi, sem og aðra þá sem keyra í gegnum göngin. Valgarður segir að það gildi hreinlega allt annað um Hvalfjarðargöngin en önnur göng. „Það er bara þannig að Hvalfjarðargöngin eru eina samgöngumannvirkið á Íslandi sem nú þegar er búið að greiða upp - einmitt með veggjöldum. Við greiddum veggjöld í þessi göng í tuttugu ár, til þess að greiða upp kostnaðinn við gerð þeirra eða við byggingu þeirra,“ segir Valgarður. Með orðinu „við“ eigi hann við alla notendur ganganna, ekki aðeins íbúa Akraness. Fullkomlega galin hugmynd Hann bætir við að ríkið hafi lengi staðið fyrir dýrum samgönguframkvæmdum víðsvegar um landið og nefnir tvöföldun á Reykjanesvegi sem dæmi. Engum hafi dottið í hug að innheimta veggjöld vegna þeirra framkvæmda. „Okkur Skagamönnum finnst þetta fullkomlega galin hugmynd að ætla að fara að innheimta gjald núna til þess að safna fyrir næstu göngum. Þetta er alveg fráleit hugsun,“ segir Valgarður. Hann segir að með því að innheimta eingöngu veggjöld í jarðgöngum sé einfaldlega verið að mismuna fólki eftir búsetu. Ef þetta verður niðurstaðan, hvað gerist þá? „Þá verður allt vitlaust á Akranesi, það er bara svoleiðis. Það er mikil reiði í bænum, maður verður alveg mjög mikið var við það. Og Skagamenn verða mjög reiðir ef þetta á að verða niðurstaðan. Ég ætla ekki að trúa því fyrr en ég tek á því að þetta verði að veruleika,“ bætir Valgarður við.
Samgöngur Vegtollar Hvalfjarðargöng Akranes Vegagerð Byggðamál Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Gjaldtaka hrein og bein svik við íbúa Akraness Bæjarstjórn Akraness mótmælir þeim fyrirætlunum innviðaráðherra að hefja gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum til að fjármagna ný Fjarðarheiðargöng. Þá gerir bæjarstjórnin alvarlega athugasemd við að árskort í strætó hafi hækkað um tæplega hundrað þúsund krónur án samráðs við bæjarfélagið. 14. september 2022 10:29 Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Gjaldtaka hrein og bein svik við íbúa Akraness Bæjarstjórn Akraness mótmælir þeim fyrirætlunum innviðaráðherra að hefja gjaldtöku í Hvalfjarðargöngunum til að fjármagna ný Fjarðarheiðargöng. Þá gerir bæjarstjórnin alvarlega athugasemd við að árskort í strætó hafi hækkað um tæplega hundrað þúsund krónur án samráðs við bæjarfélagið. 14. september 2022 10:29
Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04
Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10