Telur að Valur yrði neðarlega í Danmörku Sindri Sverrisson skrifar 15. september 2022 11:30 Valsmenn hafa borið höfuð og herðar yfir önnur íslensk lið síðustu ár. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Arnór Atlason, sem þjálfað hefur í Danmörku um árabil, segir að miðað við það að Olís-deild karla í handbolta sé áhugamannadeild þá séu liðin á Íslandi að „gera það ótrúlega gott“. Arnór var í viðtali við Seinni bylgjuna í vikunni og var meðal annars spurður að því hvernig liðið sem drottnaði yfir íslenskum handbolta á síðustu leiktíð, Valur, myndi plumma sig í dönsku úrvalsdeildinni: „Þetta er alveg ótrúlega erfið spurning en ég er ekki í neinum vafa um það að ef að Valur dregst til dæmis gegn þeim dönsku liðum sem eru í Evrópukeppninni núna, eins og Skjern eða Skanderborg Aarhus eða Bjerringbro, þá er ég viss um að Valur gæti staðist þeim snúning í einum leik. Ég efast um að þeir [Valsmenn] myndu enda ofar en þessi lið í riðlinum en þeir gætu alveg gefið þeim leik. Þeir yrðu að berjast neðarlega í [dönsku] deildinni, myndi ég halda, en það er rosalega erfitt að segja. Akkúrat Valur myndi geta strítt mörgum liðum hérna í Danmörku,“ sagði Arnór. „Menn heima eru að gera þetta ótrúlega vel miðað við aðstæður“ Arnór hefur verið aðstoðarþjálfari stórliðs Álaborgar frá árinu 2018 og þjálfar einnig danska U20-landsliðið. Hann var spurður að því í hverju munurinn fælist varðandi stöðu Vals hér heima miðað við hvernig liðinu myndi ganga í Danmörku: „Þeir myndu þarna mæta liðum með svipaða „physique“. Þeir virðast geta hlaupið yfir öll lið á Íslandi en myndu ekki geta gert það að sama leyti í allri deildinni í Danmörku. Hér eru liðin líka með breiðari hópa, 15-16 leikmenn sem alla er hægt að nota,“ sagði Arnór og bætti við að miðað við aðstæður væri staðan í íslenskum handbolta afar góð: „Stóri munurinn er að þetta er atvinnumannadeild hér og menn heima eru að gera þetta ótrúlega vel miðað við aðstæður. Fólk er bara í skóla og vinnu með þessu. Ef maður hugsar út í það þá eru liðin heima að gera það ótrúlega gott. Liðin eru ótrúlega vel þjálfuð öll, færir þjálfarar í öllum liðum í deildinni, svo þetta er mjög fín deild á marga vegu.“ Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en viðtalið við Arnór hefst eftir nítján mínútur af þættinum. Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira
Arnór var í viðtali við Seinni bylgjuna í vikunni og var meðal annars spurður að því hvernig liðið sem drottnaði yfir íslenskum handbolta á síðustu leiktíð, Valur, myndi plumma sig í dönsku úrvalsdeildinni: „Þetta er alveg ótrúlega erfið spurning en ég er ekki í neinum vafa um það að ef að Valur dregst til dæmis gegn þeim dönsku liðum sem eru í Evrópukeppninni núna, eins og Skjern eða Skanderborg Aarhus eða Bjerringbro, þá er ég viss um að Valur gæti staðist þeim snúning í einum leik. Ég efast um að þeir [Valsmenn] myndu enda ofar en þessi lið í riðlinum en þeir gætu alveg gefið þeim leik. Þeir yrðu að berjast neðarlega í [dönsku] deildinni, myndi ég halda, en það er rosalega erfitt að segja. Akkúrat Valur myndi geta strítt mörgum liðum hérna í Danmörku,“ sagði Arnór. „Menn heima eru að gera þetta ótrúlega vel miðað við aðstæður“ Arnór hefur verið aðstoðarþjálfari stórliðs Álaborgar frá árinu 2018 og þjálfar einnig danska U20-landsliðið. Hann var spurður að því í hverju munurinn fælist varðandi stöðu Vals hér heima miðað við hvernig liðinu myndi ganga í Danmörku: „Þeir myndu þarna mæta liðum með svipaða „physique“. Þeir virðast geta hlaupið yfir öll lið á Íslandi en myndu ekki geta gert það að sama leyti í allri deildinni í Danmörku. Hér eru liðin líka með breiðari hópa, 15-16 leikmenn sem alla er hægt að nota,“ sagði Arnór og bætti við að miðað við aðstæður væri staðan í íslenskum handbolta afar góð: „Stóri munurinn er að þetta er atvinnumannadeild hér og menn heima eru að gera þetta ótrúlega vel miðað við aðstæður. Fólk er bara í skóla og vinnu með þessu. Ef maður hugsar út í það þá eru liðin heima að gera það ótrúlega gott. Liðin eru ótrúlega vel þjálfuð öll, færir þjálfarar í öllum liðum í deildinni, svo þetta er mjög fín deild á marga vegu.“ Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en viðtalið við Arnór hefst eftir nítján mínútur af þættinum.
Olís-deild karla Valur Seinni bylgjan Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira