Slembilukkan og verðleikarnir Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 15. september 2022 11:01 Slembilukka ræður því hvar á Jörðinni við fæðumst en það er ákvörðun að velja sér nýjan samastað og hana þarf stundum að taka vegna aðstæðna sem einstaklingar bera enga ábyrgð á; stríðið í Úkraínu er nærtækt dæmi um það. Og kannski ræður heppnin meiru um það hvernig okkur farnast í lífinu en við kærum okkur um að viðurkenna? Hverjir græða peninga, hver njóta virðingar eða hver eru talin skara fram úr. Höfum í huga að mælistika verðleikanna getur villt okkur sýn. Öll eigum við nefnilega sömu réttindi - mannréttindi, borgaraleg og félagsleg – og öll verðskuldum við gott líf. Hlutverk okkar í þessum sal er að sjá til þess að mannréttindi séu virt og tryggð og lífskjörin bætt. Hvernig það er gert gerir gæfumuninn fyrir fólkið sem býr á Íslandi, innfætt og aðflutt. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið í tæplega fimm ár og sýnt svo ekki verður um villst að stefna hennar snýst um að finna lægsta pólitíska samnefnara VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Forsætisráðherra talar um málamiðlanir, og þær þarf vissulega að gera, en eftir fimm ár er alveg ljóst á hverra kostnað þær eru gerðar. Ekki þarf að fara lengra aftur en til afgreiðslu rammaáætlunar um nýtingu og vernd orkusvæða í sumar til að sjá það. Er ekki bara best að auglýsa? Meðferð valds ræður úrslitum um traust almennings til stjórnmálafólks og stjórnmálanna. Hvers vegna kjósa ráðherrar að auglýsa ekki æðstu embætti innan stjórnarráðsins og hjá hinu opinbera? Opinber embætti eru ekki gæði sem ráðherrar útdeila með persónulegu mati á hæfni fólks eða til að safna að sér „bestu vinkonum aðal,“ eins og þar segir. Embætti eru auglýst til að tryggja jafnræði borgaranna. Öll eiga að geta sótt um, fengið faglegt og gagnsætt mat á grundvelli málefnalegra sjónarmiða. Þegar þetta er ekki gert, trekk í trekk, grefur það undan trausti almennings til stjórnsýslunnar og stjórnmálanna. Því spyr ég: er ekki bara best að auglýsa? Sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr á þessu ári er líka talandi dæmi um skilningsleysi ríkisstjórnarinnar á valdmörkum og nauðsyn armslengdar við slíkar ákvarðanir. Við bíðum enn skýrslu Ríkisendurskoðunar um bankasöluna en ekki síður haldbærra skýringa fjármála- og efnahagsráðherra og flokkanna sem styðja hann á því hvers vegna ekki var strax samþykkt að gjörningurinn útheimti rannsóknarnefnd á vegum Alþingis. Í þess stað var reidd fram ein stærsta smjörklípa síðara ára – og hún er farin að þrána. Hamfarahlýnun og orkuskipti Daglega horfum við uppá afleiðingar hamfarahlýnunar um allan heim. Það er ekki ofsagt að jörðin brenni. Í þriggja mánaða gömlu áliti Loftslagsráðs má lesa ákalltil stjórnvalda um meiri festu og hraða í lífsnauðsynlegum aðgerðum til að draga úr losun og bregðast við þeim breytingum sem þegar eru hafnar. Þar segir orðrétt: „markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 eru óljós og ófullnægjandi.“ Óljós og ófullnægjandi! Það var því með nokkurri eftirvæntingu sem ég fletti upp í málaskrá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra en vonbrigðin voru mikil. Orkuskiptin margumtöluðu og nauðsynlegar lagabreytingar til að forgangsraða orkuöflun í þágu þeirra verða ekki á dagskrá þingsins fyrr en á vormánuðum 2023. Einu og hálfu ári eftir að nýr ráðherra tók við sameinuðu ráðuneyti með afar stórt nafn. Samt leyfir forsætisráðherra sér að segja í stefnuræðu sinni að Ísland sé „á fullri ferð út úr kolefnishagkerfinu, inn í nýtt grænt hagkerfi.“ Hvernig er það, eru ráðherrar ólæsir á stöðuna? Eða kannski bara fastir í málmiðlununum? Nafn Samfylkingarinnar vísar til samfylkingar á fjórða áratug síðustu aldar gegn uppgangi nasisma og fasisma í Evrópu. Hvern hefði grunað þegar við stofnuðum Samfylkinguna vorið 2000 að tveim áratugum síðar væri baráttan gegn fasisma 21. aldarinnar? Fasismi á fínum fötum Í austurvegi er tjáningarfrelsið fótum troðið og stjórnarandstæðingar í fangelsi eða búnir að mæta skyndilegum dauðdaga. Í Svíþjóð er jaðarhreyfing nýnasista orðin næststærsti stjórnmálaflokkurinn. Hina nýju strauma í evrópskum stjórnmálum má kalla fasisma á fínum fötum. Hreyfingarnar eiga það sameiginlegt að ráða ekki við stærstu verkefni samtímans: fólksflutningum skal mætt með lokun landamæra; hamfarahlýnun með afneitun; og kröfunni um jöfnuð og velferð með yfirboðum og skyndilausnum. Það er sótt er að kvenfrelsi og mannréttindum hinsegin fólks, það er sótt að lýðræðinu og hinu opna samfélagi, ekki bara í útlöndum. Hér heima verðum við gera okkar til að næra frelsið og fjölbreytileikann og styrkja samfélagið sem við erum svo heppin að tilheyra. Gildi jafnaðarhugsjónarinnar um jafnrétti, frelsi og samstöðu veita skýra leiðsögn í flóknu verkefnum samtímans og þingmál okkar í Samfylkingunni munu bera þess merki. Samfylkingin er í sókn og sækir kraft sinn í allt það fólk sem hafnar samfélagi hins lægsta samnefnara. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands. Grein þessi byggir á ræðu sem flutt var við stefnuræðu forsætisráðherra 14. sept. 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingin Alþingi Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Sjá meira
Slembilukka ræður því hvar á Jörðinni við fæðumst en það er ákvörðun að velja sér nýjan samastað og hana þarf stundum að taka vegna aðstæðna sem einstaklingar bera enga ábyrgð á; stríðið í Úkraínu er nærtækt dæmi um það. Og kannski ræður heppnin meiru um það hvernig okkur farnast í lífinu en við kærum okkur um að viðurkenna? Hverjir græða peninga, hver njóta virðingar eða hver eru talin skara fram úr. Höfum í huga að mælistika verðleikanna getur villt okkur sýn. Öll eigum við nefnilega sömu réttindi - mannréttindi, borgaraleg og félagsleg – og öll verðskuldum við gott líf. Hlutverk okkar í þessum sal er að sjá til þess að mannréttindi séu virt og tryggð og lífskjörin bætt. Hvernig það er gert gerir gæfumuninn fyrir fólkið sem býr á Íslandi, innfætt og aðflutt. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið í tæplega fimm ár og sýnt svo ekki verður um villst að stefna hennar snýst um að finna lægsta pólitíska samnefnara VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Forsætisráðherra talar um málamiðlanir, og þær þarf vissulega að gera, en eftir fimm ár er alveg ljóst á hverra kostnað þær eru gerðar. Ekki þarf að fara lengra aftur en til afgreiðslu rammaáætlunar um nýtingu og vernd orkusvæða í sumar til að sjá það. Er ekki bara best að auglýsa? Meðferð valds ræður úrslitum um traust almennings til stjórnmálafólks og stjórnmálanna. Hvers vegna kjósa ráðherrar að auglýsa ekki æðstu embætti innan stjórnarráðsins og hjá hinu opinbera? Opinber embætti eru ekki gæði sem ráðherrar útdeila með persónulegu mati á hæfni fólks eða til að safna að sér „bestu vinkonum aðal,“ eins og þar segir. Embætti eru auglýst til að tryggja jafnræði borgaranna. Öll eiga að geta sótt um, fengið faglegt og gagnsætt mat á grundvelli málefnalegra sjónarmiða. Þegar þetta er ekki gert, trekk í trekk, grefur það undan trausti almennings til stjórnsýslunnar og stjórnmálanna. Því spyr ég: er ekki bara best að auglýsa? Sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrr á þessu ári er líka talandi dæmi um skilningsleysi ríkisstjórnarinnar á valdmörkum og nauðsyn armslengdar við slíkar ákvarðanir. Við bíðum enn skýrslu Ríkisendurskoðunar um bankasöluna en ekki síður haldbærra skýringa fjármála- og efnahagsráðherra og flokkanna sem styðja hann á því hvers vegna ekki var strax samþykkt að gjörningurinn útheimti rannsóknarnefnd á vegum Alþingis. Í þess stað var reidd fram ein stærsta smjörklípa síðara ára – og hún er farin að þrána. Hamfarahlýnun og orkuskipti Daglega horfum við uppá afleiðingar hamfarahlýnunar um allan heim. Það er ekki ofsagt að jörðin brenni. Í þriggja mánaða gömlu áliti Loftslagsráðs má lesa ákalltil stjórnvalda um meiri festu og hraða í lífsnauðsynlegum aðgerðum til að draga úr losun og bregðast við þeim breytingum sem þegar eru hafnar. Þar segir orðrétt: „markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030 eru óljós og ófullnægjandi.“ Óljós og ófullnægjandi! Það var því með nokkurri eftirvæntingu sem ég fletti upp í málaskrá umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra en vonbrigðin voru mikil. Orkuskiptin margumtöluðu og nauðsynlegar lagabreytingar til að forgangsraða orkuöflun í þágu þeirra verða ekki á dagskrá þingsins fyrr en á vormánuðum 2023. Einu og hálfu ári eftir að nýr ráðherra tók við sameinuðu ráðuneyti með afar stórt nafn. Samt leyfir forsætisráðherra sér að segja í stefnuræðu sinni að Ísland sé „á fullri ferð út úr kolefnishagkerfinu, inn í nýtt grænt hagkerfi.“ Hvernig er það, eru ráðherrar ólæsir á stöðuna? Eða kannski bara fastir í málmiðlununum? Nafn Samfylkingarinnar vísar til samfylkingar á fjórða áratug síðustu aldar gegn uppgangi nasisma og fasisma í Evrópu. Hvern hefði grunað þegar við stofnuðum Samfylkinguna vorið 2000 að tveim áratugum síðar væri baráttan gegn fasisma 21. aldarinnar? Fasismi á fínum fötum Í austurvegi er tjáningarfrelsið fótum troðið og stjórnarandstæðingar í fangelsi eða búnir að mæta skyndilegum dauðdaga. Í Svíþjóð er jaðarhreyfing nýnasista orðin næststærsti stjórnmálaflokkurinn. Hina nýju strauma í evrópskum stjórnmálum má kalla fasisma á fínum fötum. Hreyfingarnar eiga það sameiginlegt að ráða ekki við stærstu verkefni samtímans: fólksflutningum skal mætt með lokun landamæra; hamfarahlýnun með afneitun; og kröfunni um jöfnuð og velferð með yfirboðum og skyndilausnum. Það er sótt er að kvenfrelsi og mannréttindum hinsegin fólks, það er sótt að lýðræðinu og hinu opna samfélagi, ekki bara í útlöndum. Hér heima verðum við gera okkar til að næra frelsið og fjölbreytileikann og styrkja samfélagið sem við erum svo heppin að tilheyra. Gildi jafnaðarhugsjónarinnar um jafnrétti, frelsi og samstöðu veita skýra leiðsögn í flóknu verkefnum samtímans og þingmál okkar í Samfylkingunni munu bera þess merki. Samfylkingin er í sókn og sækir kraft sinn í allt það fólk sem hafnar samfélagi hins lægsta samnefnara. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands. Grein þessi byggir á ræðu sem flutt var við stefnuræðu forsætisráðherra 14. sept. 2022.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar